Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 36

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 36
S AHT ÍÐIN ----------- ars fróðlegt að vita, hvernig þér gátuð haft upp á mér, og vissuð >ó ekki hvað ég hét. Þetta minti mig á erindið. Ég flutti honum kveðju Sagedals svo vægiíega, sem mér var unt. Harin brast í óstöðvandi hlátur. — Þetta er alt saman eins og í ótrúlegustu skáldsögu. Hvern gat órað fyrir t því, að þér væruð á skrifstofu hjá Sagedal. Og ég, sem var hálft í hvoru búinn að ætla mér að heim- sækja ykkur í dag. Við Hartvig erum fjórmenningar eða eitthvað þar um bil. — Hvað segið þér? Eruð þér skyldur Hartvig? Hann leit hvasst á mig. — Það var naumast að yður varð um þetta. Þér heyrðuð víst að ég sagði, að við værum þremenning- ar. Á námsárunum var mér stund- um boðið þangað í miðdegisverð á sunnudögum. Ilvert sinn sem við brutum servietturnar saman, sagði frú Hartvig: Þú þarft þó ekki að borga þessa máltíðina, Björn. Haldið þér að ég hafi ekki verið hrifinn? Nú er langt síðan að ég hefi komið til þeirra. Ég hefi ver- ið á sífeldu flakki síðan ég kom hingað, við og við afleyst fulltrúa á meðan þeir voru í sum- arfríi, en aldrei hefir mér tekist að krækja mér í neitt fast. Ég veit ekki, hvort þér hafið orðið vör við að nú eru erfiðir tímar? — Eitthvað hefi ég heyrt minst á það. En hafið þér heyrt talað um, að unga fólkið ætti örðugt uppdráttar síðustu árín? í sama bili hringdi 'síminn. — Randers — ég var enn ekki búin að venjast því til fulls, að hann héti Randers en ekki Björn — hentist að skrifborðinu og þreif símann. Mér- fanst einhvem veg- inn að honum mundi ekki þykja lakara, að hringt væri til sín svo að ég heyrði. Það bar vott um að eitthvað væri að gera. - Já, sagði hann í símann, með svo mikilli eftirvæntingu, að maður gat næst- um komist við af því. Svo varð hann daufari í dálkinn. Nei, þetta er 10125. Hvað segið þér? Já, þér hafið fengið skakt númer. Hann lagði heyrnartólið frá sér og reyndi að víkja að umræðuefninu eins og ekkert væri. Mér var ekki rótt innanbrjósts, þegar ég hljóp niður stigann. Ég bjóst við að Sagedal mundi vera orðinn öskuvondur yfir því, hve lengi ég var í burtu, og var farin að brjót» heilann um, hverju ég ætti að bera við. En til allrar ham- ingju var Hartvig einn á skrif-. stofunni. Hann kvað Sagedal hafa fengið svo ákaft hnerrakast, að hann hefði flýtt sér í ósköpum af skrifstofunni til þess að fá sér eitthvað gegn ofkælingu. — Sennilega á Hressingarskál- anum bætti Hartvig við. Þrátt fyr- ir mægðirnar, vandaði harrn ekki Sagedal kveðjurnar. Framh. 84

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.