Samtíðin - 01.12.1934, Side 7

Samtíðin - 01.12.1934, Side 7
SAHTlDXN búið að segja svo margt þéttings- orð um þessa bók með réttu, að ég vil þar ekki á bæta, enda hefir á mörgu, sem sagt hefir verið, verið sá Ijóður, að það var ber- sýnilega sagt af illgirni. Hug- myndin að gefa út slíka bók, er þó ágæt, en manni virðist svo, sem það muni ekki geta verið eins manns verk, heldur þurfi menn hvaðanæfa af landinu að leggja þar orð í belg. Þá eru ekki eftir nema einar 4 bækur af þess- um 12, og verður að þakka menn- ingarsjóði' það, að hann gaf þær út. Þá er eftir að minnast á 4 af útgáfubókum menningarsj óðs, sem sjóðurinn alls ekki hefði átt að gefa út. Eru tvær þeirra ekki þess virði, en um tvær stendur öðruvísi á. Er þar fyrst að telja „Alþjóða- mál og málleysur“ eftir Þórberg Þórðarson. Bókin er áköf og marg- mál auglýsing fyrir gerfimál það, sem „Esperanto" nefnist, og er auðvitað ekki hlutverk menning- arsjóðs að fara að hefja auglýs- ingastarfsemi fyrir það, og á það jafnt við, hvort menn telja það mállíki einhvers eða einslíis virði. Bókin er leiðinleg og missir marks, meðfram vegna þess, hvað hún er löng og hvað höf. talar af ofsafengnum ákafa og lítilli sanngirni, en þó um fjölda atriði, sem menn yfirleitt munu enga ánægju eða gagn hafa af að lesa. Hér hefði nægt pési, en betur ritaður. Þá er lakasta fyrirtæki menn- ingarsjóðs, „Gallastríðið“ eftir Caesar í þýðingu sama manns eins og þýddi „Á lslandsmiðum“, og er bókin í heild sinni búin sömu leiðinlegu ókostum eins og sú, og þó afarmörgum fleiri. Þýð. heyir hér sama einvígið og fyr við eiginnöfn, sem fyrir honum verða. Gregovia kallar þýð. Gyrg- isbæ, Uxellodunum öxnatún, en íbúana þar, sem þó ekki eru nefndir með nafni í frumtextan- um, nefnir hann öxnatýninga, einkar smekklegu heiti, Loire kallar hann Leirá, og svona mætti lengi telja, en alt jafnafkáralegt. | Nafn Caesars hefir honum og ekki líkað, og verður úr því hjá honum Sesar. Nú er það kunn- ugra en frá þurfi að segja, að vér Islendingar bregðumst ekki reið- ari við en ef erlendir menn fara að afbaka réttar íslenskar mynd- ir nafna vorra; ef þýðandi yrði fyrir því, að einhver erlendur spjátrungur afbakaði nafn hans, þá býst ég við að kæmi svipur á hann, en sjálfur ræðst hann þó ófeiminn á erlend nöfn og setur á þau ógeðfeldan blæ. Þetta á víst að vera af því, að þýðandinn vilji rita svonefnt gott og hreint mál, en þar slær þó út í fyrir honum, og væri honum nær að nota ekki dönskuslettur eins og „klappað og klárt“ (bls. 21) heldur en að fara 1 •

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.