Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 10
SAMTÍÐlM aðallega síðustu árin (Gallastríð- ið og Alþjóðamál). Hafa sjóðn- um stjórnað þeir Freysteinn Gunnarsson, Páll E. ólason (til 1931), Árni Pálsson (frá 1931), Einar Ól. Sveinsson (1931—1933) og Sigurður Nordal (til 1931 og frá 1933), og verður því ekki neitað, að það er á árunum 1931 —1933, sem verst hefir farið. Að vísu hefir altaf verið einn ljóður á ráði sjóðsstjórnarinnar, — að starfsemin hefir verið ókerfuð frá upphafi, og tilviljun handrita- framboðsins hefir ráðið því hvað birt hefir verið. Jafnframt hefir stjórninni ekki lánast að þræða brautina milli þess, sem fólkið ætti að lesa og vill lesa. Stjórn sjóðsins hefði í upphafi átt að gera áætlun um, hvað gefa ætti út, til þess að þar væri ekkert handahóf, heldur væri að almenn- ingi rétt lcerfuð fræðsla smám saman, svo að um síðir lægi fyrir alþýðlegt yfirlit yfir öll fræði frá sjóðnum.Svipað sjónarmið yrðiað ráða því, hvernig sjóðurinn byði fram erlendar og innlendar fagr- ar bókmentir. Ef það hefði ver- ið, hefði ekki orðið sá handahófs- bragur á útgáfubókum sjóðsins sem er. Þetta lag þyrfti að hafa framvegis. Það þarf að gefa út bókaraðir, náttúrufræðiröð, iðn- i'ræði- og verkfræðiröð, búnaðar- röð, viðskiftaröð, sagnfræðiröð, heilsul'ræðiröð, heimspekiröð, bók- mentaröð, o. s. frv., og þyrfti að leggja sérstaka áherslu á hin 8 hagnýtu fræði. Það þyrfti að birta fyrirfram skrá yfir þau rit, sem ættu að koma, svo að það væri alþjóð ljóst, að þar væri um kerfaða starfsemi að ræða. Það þarf að snúast svo, að stjóm sjóðsins sitji ekki framvegis og bíði eftir því að henni bjóðist þau handrit, sem tilviljunin læt- ur skrifa ókerfað úti um alt, heldur verður hún að afla sér þeirra rita, sem hún sjálf vill að birtist, svo að í því efni verði ekkert handahóf. Stjórnin á að jafnaði að eiga frumkvæði að því, hvaða rit henni berast. Það er ekki hér verið að deila á stjórn sjóðsins. Því verður ekki neitað, að það var erfitt verk, sem henni var á herðar lagt, að korna frambúðarskipulagi á út- gáfustarfsemina. Það er ekki víst, að slíkt þurfi að takast í fyrsta áhlaupi, en nú hefir stjómin nokkurra ára reynslu um það, livernig ekki skuli að farið, og er því að vænta, að hún breyti hátt- um, og að nú takist betur. Ég vdldi þó bæta því hér við, — ekki af því að nein ósvinna hafi átt sér stað í þeim efnum, þótt gefið hafi verið út rit í þýðingu eins stjómanda, — að það hlýtur að vera ein meginregla, að rit eða þýð- ingar eftir þá menn, sem sjóðnum stjórna, geti ekki komið út að forlagi sjóðsins. Ekki af því, að bækur þeirra væru í sjálfu sér ekki birtandi, heldur vegna hins, að það hlýtur að rýra traustið á

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.