Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 22
* SAMTÍÐIN ......... .......... ir í ritum má líta svo á, að til- gátan sé rétt. En að ganga úr skugga um það, er ekkert á- hlaupaverk. Svona merkilegt at- riði gat ég ekki látið afskifta- laust. Hér gæti verið um orð- mynd að ræða, sem ekki er áður þekt. Ég varð að rannsaka þetta. 1 þessa rannsókn er ég búinn að eyða 7 mánuðum og 3 dögum betur. Og það sem ég er búinn að gera getur þó varla talist annað en byrjunin. öruggan úr- skurð um þetta er ekki hægt að fá fyr en búið er að lesa allar ritaðar heimildir frá miðöldum, sem til er hér á landi og í söfn- um og einstakra manna eigu er- lendis. Já, ég skil það, Kusi, að þetta er ekki áhlaupaverk. En getur ekki skeð að ritvillan hafi verið önnur en þessi, sem þú nefndir, t. d. að niður hafi fallið stafur- inn n og átt að standa fregn- uðum? Blessaður komdu ekki með annað eins og þetta. Þetta er gamalt frumrit. Og þess eru eng- in dæmi í gömlum frumritum að stafir séu feldir niður. Það kemur bara fyrir í afritum. Ég hefi svo sem heyrt hana áður, þessatilgátu, frá ólærðum manni. En þið verð- ið að muna það, ólærðu mennirn- ir, að íslensk fræði eru vísindi, og það væri óverjandi, ef við lærðu mennirnir tækjum til greina tilgátur í þeim efnum 20 frá mönnum, sem skortir vísinda- legan grundvöll til að byggja lilgátur sínar á. Slíkar tilgátuf hafa ekkert sjálfstætt gildi, þó að þær sýni hinsvegar virðing- arverðan áhuga. Þú þekkir þetta alt betur en ég, Markús. En hvað ég vildi sagt hafa, — þú varst áðan að minnast á einhverja vísu, sem þú er búinn að skýra. Ég hefi altaf haft gaman af vísnaskýringum. Er hún gömul, þessi? Ja, ég er nú ekki alveg viss um aldurinn. Það getur altaf munað nokkrum árum, 1286— 1293, — einhvers staðar þar á milli, þykir mér liklegt. Andskoti eru naskur, Kusi. Ég fer að skilja að þú hefir ekki eytt námstímanum til ónýtis. Er hún úr einhverri af fornsögun- um? Ekki þori ég að fullyrða neitt um það. En hún hefir ekki verið prentuð áður. Svoleiðis er, skal ég segja þér, að það er maður hérna í háskólanum, sem er að ; vísu að lesa lögfræði, en hefir mikinn áhuga fyrir fornum fræð- um. — Þú þekkir hann, það er hann Geiri sonur hans Sigurðar skólastjóra. Hann fór utan í sumar, var eitthvað að snuðra á Árnasafni og fekk þessa vísu hjá einum af starfsmönnunum þar. Svo bað hann mig að skýra vís- una. Og eins og þú skilur verður maður að meta það einhvers,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.