Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 31
SAKTÍBIN íslenskrar alþýðu: — ólundar- lega uppskafinn íslenskur dóni*). 1 hamslausri sjálfstæðisbaráttu sinni drepur Bjartur t-vær konur sínar og mörg börn með kulda, slcorti á öllum bætiefnum og full- komnu tilfinningaleysi, sama kuld- anum, sama skortinum, sama til- finningaleysinu og Laxness drep- ur allar sínar söguhetjur með. Mundi nokkur skoða það öðruvísi en sem ænilausa lýgi á Bjart í Sumarhúsum, að hann fyrirlíti nýjan silung ur sínu eigin vatni, nýja fuglasteik úr sínu eigin fjalli og nýja mjólk úr sinni eigin kú. og yfirleitt alla þá fæðu. sem ein- hver fjörefni eru í, og vilji ekki leggja sér til munns annað en þurt rúgbrauð, saltsteinbít, svart kaffi, „sykurdjöful“ og skonrok, sem að vísu er „útlent bakkelsi“, ef Laxness sjáJfur sannaði það ekki með eigin dæmi, með því hvemig hann velur sér efni í róm- an úr lífi fólksins — smekkurinn er nákvæmlega eins hjá báðum. Bjartur býr af mikilli íþrótt og hamrömum dugnaði í sínum Sum- arhúsum og yrkir dýrt kveðnar vísur til að vera líka sjálfstæður : andlegum efnum, en það vantar alt innihald, allan nauðsynlegan skáldskap bæði í búskapinn og lcvæðskapinn, og þó að ekki verði *) Vœri nú annars ekki sanngjarn- ara að Laxness reyndi að ná sér niðri á þeim, er sökina á, en það er hann sjálfur. alt hið sama sagt um sögur Lax- ness, eru þær, eins og hann finn- ur svo vel sjálfur, alt of fátækar að innihaldi móts við það, sem í búning þeirra er borið. Bjartur hefir sína fylgju. Það er „gul hundtík, vinnumannstík með mjóu trýni og lúsug, því að hún kastar sér oft niður og bítur sig áfergju- lega með þessu sérkennilega óværðarýlfri, sem einkennir lús- uga hunda. 0g þetta er fjörefrxa- laus hundtík, því að hún bítur gras. Það er alveg bersýnilegt að hún hefir orma“ (bls. 16—17). Við þessa tík talar Bjartur um drauma sína um nýja jörð og nýj- an bæ, þar sem ekki er alt komið undir risinu heldur sjálfstæðinu, sem er í því fólgið að draga frarn sínar kindur. Og það er þessi tík, sem fyllir hann innblæstri og andagift, þegar hún hleypur í kring um hann með „léttúðugu gelti, legst niður í veiðih.ug með trýnið niður við jörð og miðar á hann“. — Hér hefir kunnáltumáð- urinn Laxness dregið upp ljóslif- andi sína „kynisku“ fylgju, sem gefur honum innblásturinn og andagiftina, og við skiljum það, að honum er vorkunnannál, að andagiftin hans er og hlýtur að vera „kynisk“, eða eins og farið er að kalla það á íslensku: tíkar- leg, og að við heyrum í henni þetta óværðarýlfur, sem einkenn- ir lúsuga hunda. Þó er hægt að finna hjá Bjarti í Sumarhúsum lagbrot, sem gæti 29

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.