Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 13

Samtíðin - 01.12.1934, Blaðsíða 13
SAMTÍDIN Strákurinn frá Skamt fyrir utan þorpið við fjörðinn var kofahreysi, sem fólk kallaði „Sveltu“. Þar hafði frá öndverðu búið fátækt fólk, og sult- urinn var ekki sjaldséður gestur þar. Þess vegna hafði þetta nafn fest við bæinn. Fyrir mörgum árum síðan átti hann gömul sjómannsekkja, sem Guðríður hét. Hún hafði snemma mist mann sinn, og hafði ofan af fyrir sér og drengnum sínum með þvottum og cðru því, sem til félst. Hún baslaði eins og hún gat til þess að hafa í sig og á, en skrykkj- ótt gekk það nú stundum, ekki síst þegar drengurinn fór að stálpast og þurfti að ganga í skóla. En alt slampaðist samt einhvernveginn af, því að Guðríður í Sveltu var Sveltu E F T I R KRISTM. GUÐMUNDSSON víkingur til vinnu og að sama skapi nægjusöm. Djúp og innileg ást var á milli þeirra mæðgina, og drengurinn reyndi eftir föngum að létta undir með móður sinni. En hann var skapmikill og lét ekki hlut sinn fyr- ir öðrum, enda þótti engum vænt. um hann, nema móður hans. Frá því hann komst á legg, höfðu allir haft horn í síðu „stráksins frá Sveltu“, eins og hann var venju- lega kallaður. I skólanum hafði hann oftar en einu sinni lent í slagsmálum, og gekk þá svo rösk- lega fram, að hann óx við það í augum skólasystkina sinna. En drengurinn, sem varð fyrir högg- unum, klagaði hann fyrir foreldr- um sínum, og þau klöguðu svo fyr- ir skólastjóranum. Þegar börnin voru yfirheyrð, kom þeim öllum saman um, að strákurinn frá Sveltu hefði byrjað, og sögðu frá mörgum óknyttum, sem hann hefði framið. Drengurinn beit á jaxlinn og þagði. Skólastjórinn setti ofan í við hann í áheyrn allra krakk- anna, og á eftir gerðu strákarnir gys að honum, og stelpurnar fuss- uðu og sveiuðu, ef hann kom ná- lægt þeim. En hafi einhver haldið, að strákurinn frá Sveltu. léti sér 11

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.