Samtíðin - 01.10.1938, Side 7

Samtíðin - 01.10.1938, Side 7
SAMTiÐIN Október 1938 Nr. 46 5. árg., 8. hefti ERSLUNARSAGA íslands frá 1787 og fram til vorra daga er einn af þeim fjölmörgu þáttum í sögu þjóðar vorrar, sem enn eru óskrifaðir. Slík rannsókn þol- ir að vorum dómi enga bið. En eins og bent hefir verið á hér í ritinu eru viss- ar greinir íslénskra fræða nú á tímum í hinu aumasta ófremdarástandi. Nægir í því sambandi að minna á, að Islending- ar, söguþjóðin sjálf, á sér enn enga prent- aða heildarsögu, heldur aðeins meira og minna ágripskenda bæklinga, scm notað- ir eru við kenslu í skólum lands vors. Það má heita alveg dæmalaust til frásagn- ar, að á 20. öld skuli íslenskum stúdent- um í heimspekideild háskóla vors hafa verið boðið upp á að læra sama ágripið af sögu þjóðar sinnar og samfímis var not- að við kenslu í barnaskólum hér á landi. Vér eigum enga prentaða íslenska bók- mentasögu um tímabilið frá nál. 1400 og fram til vorra daga. Engar handhægar og læsilegar ævisögur Jóns Sigurðssonar for- seta og ýmsra annara íslenskra mikil- menna og höfðingja á fyrri öldum eru til. Haugar af bókmentum fyrri alda liggja undir skemdum í handritasöfnum, flestum ókunnir með öllu. Og þannig mætti lengi telja. — Samtíðin vill fyrir sitt leyti vara þjóð sína við öllu tómlæti gagnvart ís- lenskum fræðum. Hún er ekki sagnfræði- tímarit né bókmentarit sérstaklega, og hún lætur fyrst og fremst menningarmál líðandi stundar til sín taka. Þannig von- umst vér til þess, að rit vort megi, þeg- ar fram líða stundir, verða traust heim- ild um sitthvað, er snertir samtíma þess. Viljum vér í því sambandi fyrst og fremst benda á greinarnar á bls. 4—5 í hverju hefti, þar sem lýst hefir verið í viðtöl- um ýmis konar gróanda í athafnalífi og menningarbaráttu íslensku þjóðarinnar. Þessi viðtöl ætlumst vér til, að verði síð- ar meir óyggjandi heimildir svo langt sem þau ná. Þau eru ekki uppspuni, eins og mörg blaðaviðtöl erlendis, sem venjulega eru skálduð út frá fáum setningum. Vér höfum meira að segja oft gætt þess vand- lega, að orðalag heimildarmanna vorra héldist óbreytt að svo miklu leyti, sem slíku varð við komið. Það er að voru áliti ekki ómerkilegt viðfangsefni fyrir tímarit að varðveita brot af menningarsögu líð- andi stundar, sem að vissu leyti fellur utan viðfangsefnis dagblaðanna í landinu. Vér höfum einnig birt hér í ritinu nokkra þætti úr sögu bílanna á Islandi, í þeirri von, að sú saga verði síðar rituð í heild og muni, er tímar líða, þykja stórlega merkileg. I þessu hefti birtist grein, sem vér höfum nýlega ritað eftir frásögn Emil Nielsens, framkvæmdarstjóra í Khöfn. Hún fjallar um vissan þátt í viðskiptaháttiim Islendinga á ofanverðri 19. öld. Allan slík- an fróðleik þarf að skrásetja, áður en hin aldna kyitslóð, sem man hann, fellur frá. Og élsta fólkið í landinu mun jafnan vita ótal margt, sem yngri kynslóðin hefir ekki efni á að missa af. Ræktarsemi vor við hvers konar þjóðlegan fróðleik mun verða til þess að varðveita samhengið í menningarsögu Islendinga og varna þess, að hið nýja slitni úr tengslum yið hið gamla. En sú þjóð, sem er hirðulaus um menningarsögu sína, á það á hættu, að gleyma sjálfri sér.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.