Samtíðin - 01.10.1938, Qupperneq 9
SAMTÍÐIN
5
presturinn Kaj Munk 'liér í Dan-
mörku. Hann er tvímælalaust eitt
hið sérkennilegasta núlifandi skáld
þjóðar minnar. En ég fyrir mitt
leyti vænti á komandi árum mik-
illa afreka af norrænum leikrita-
skáldum. Það er mikið talað um
hrörnun leiklistarinnar nú á tím-
um, með misveigamiklum rökum,
eins og við er að húasl, en vor mikla
umhrotaöld færir efnilegum leik-
ritaskáldum fult fang merkilegra
viðfangsefna. Andrúmsloftið í Ev-
rópu er þrungið dramatiskum
krafti, sem hlýtur að knýja skáld-
in til nýrra dáða. IIiii heilaga vaml-
læting er Igftistöng norrænna leik-
ritaskálda.
— Hvernig er viðhorf vðar gagn-
vart löngum skáldsögum og smá-
sögum? Vér höfum orðið þess var-
ir, að sumir rithöfundar, sem leggja
stund á að skrifa langar skáldsög-
ur, hafa haft horn í síðu smásagn-
anna.
Dr. Schyberg ldær góðlátlega: —
Slík ummæli er ráðlegast að taka
ekki hátíðlega, því að þau hafa við
engin rök að slvðjast. Smásagan
krefst afarmikilla listarhæfileika,
ef hún á að heita snjöll. Þar verð-
ur alt að vera hnitmiðað, bæði efni
og form. Löng saga er miklu þolin-
móðari. í mörg hundruð hlaðsíðna
skáldsögu geta menn oft leyft sér
að láta sitthvað lélegt flakka, sem
ekki væri viðlit að segja í góðri
smásögu. Það er ekki annað en mik-
ilmenska, að tala með fyrirlitningu
um smásagnaformið, sem er að því
leyti heppilegt, að ýmsir hæfileika-
menn, sem ekki hafa aðstöðu til að
skrifa langar skáldsögur, geta nyt-
fært sér það með miklum árangri.
En liér er annað lakara. Fólk, a.
m. k. hér í Danmörku, kaupir eins
og nú standa sakir, ógjarna smá-
sagnasöfn. Það er þyrst í snjallar
smásögur i timaritum, en siðan
ekki söguna meir. Þess vegna er
það orðið alsiða, er menn gefa út
smásögur, að fyrsta sagan er liöfð
lcngst, og eftir Iienni lieitir svo hók-
in, rétt eins og hér væri um eina
langa sögu að ræða. Þetta er þvi
eins konar vörufölsun i góðri merk-
ingu!
— Af hverju vilja menn síður
kaupa smásagnasöfn en langar
skáldsögur?
— Þér vitið, að unga kynslóðin
er yfirleitt ekki Ijóðelsk, enda þóti
hún eigi það lil að verða hrifin aí’
kvæðum, sem megna að leysa úr
læðingi eitthvað, er alla mundi
langa lil að geta hreytt í ljóð. En
kvæði og smásögur eru einmitt
form þeirrar smágervu listar, sem
pólitísku æsingagreinarnar, með
tröllauknu fyrirsögmmum, Iiafa
gersamlega yfirskygt á síðari árum.
Það er ójafn leikur að vera hoð-
heri þeirrar listar, er talar blóma-
máli eða vera öskurapi æsinga-
fregnanna á strætum og gatnamót-
um mannlegrar tilveru.
— Ilaldið þér, að menn endist
framvegis til þess að lesa hinar
langdregnu skáldsögur, þegar minni
háttar höfundar en Hervey Allen.
Theodore Dreiser og Thomas Mann
eiga þar hlut að máli?
— Ég býst við, að hinar löngu
Frh. á hls. 7