Samtíðin - 01.10.1938, Qupperneq 17
SAMTÍÐIN
13
versluninni, greiddar i peningum,
en verslunarmaðurinn frá Djúpa-
vogi sat við sinn keip og sagði:
„Helst ekki; geturðu ekki keypt
fvrir 4 krónur enn?“
Og enn leit bóndinn í kringum sig
til þess að athuga, hvað væri minst-
ur óþarfi að kaupa, og er liann hafði
enn á ný sóað 4 dýrmætum krón-
um af sinni litlu peningaeign í vörsl-
um verslunarinnar, voru honum að
lokum greiddar 8 krónur í skíru
silfri. Lét hann þær í snýtuklút
sinn og hnýtti að, en þegar hejm
kom, voru peningarnir látnir í
kistuhandraðann og geymdir þar
vendilega, eins og g'lóandi gull. Þá
var ekki siður að ávaxta fé sitt í
banka á Austfjörðum, enda var lít-
ið um reiðufé i þá daga og hinn
nýstofnaði Landsbanki viðs fjarri
í Reykjavík.
Bændur keyptu, einkum þunga-
vöru, en konur þeirra og dætur
álnavöru. Þegar þetta fólk liafði
lokið úttekt sinni, kom röðin að
vinnustúlkum þess. Þær komu með
ullarlagðinn sinn innan i tveim
samanbundnum svuntum. Ullarhár-
ið var kaup vinnukonunnar, og gætti
hún þess vendilega, að við vægjum
það rétt. Hún varð að taka vörur
út á ullina sína, en fékk enga pen-
ínga! Vinnukonan keypti álnavöru,
efni í peysuföt, svuntu og slifsi.
Fyrir afganginn, ef nokkur var,
keypti liún 1—IV2 pund af gráfíkj-
um. Slíkt þótti alveg sjálfsagt. Þess-
ar gráfíkjur samsvöruðu krónun-
um, sem bóndinn fékk að lokinni
úttekt sinni. En vel urðu menn að
gæta þess, að gleyma ekki að kaúpa
neinar lífsnauðsvnjar, þvi að ekki
var von á fleiri verslunarskipum
til Breiðdalsvíkur það árið. Menn
urðu því að birgja sig upp til heils
árs. En ef skortur varð í búi, urðu
þessir bændur að fara eftir nauð-
synjum sínum alla leið til Djúpa-
vogs.
Frá Breiðdalsvík sigldum við til
Stöðvarfjarðar og versluðum þar
einnig „paa Spekulant“. En þetta ár
var Karl Guðmundsson kaupmaður,
sem áður liafði verið verslunar-
stjóri hjá 0rum & Wulff á Fá-
skrúðsfirði, að reisa þar verslunar-
lnis. Árið eftir var einnig reist versl-
unarhúsnefna á Breiðdalsvík, og
færðum við þessum verslunum eft-
ir það vörur, sem þær seldu bænd-
um.
Ég sigldi „Mereur“ til íslands um
fjögra ára skeið, eða til 1897. En
árið eftir gerðist ég skipstjóri bjá
Gránufélaginu og gegndi því starfi
fram til 1902. Sigldi ég á þeim ár-
um frá Danmörku, Englandi og
Skotlandi til Sevðisfjarðar, Akur-
eyrar, Siglufjarðar, Haganesvíkur,
Hofsóss, Ivolkuóss og Sauðárkróks.
Síðar var ég ráðunautur Þórarins
Tuliniusar, er hann stofnaði
Thorefélagið og sá. um smíði eða
kaup á skipum félagsins eftir á-
stæðum. Var ég skipstjóri á skip-
um þessa félags, þar til ég réðst
framkvæmdarstjóri til hins ný-
stofnaða Eimskipafélags íslands 1.
april 1914.
MIG langar til að segja lesendum
Samtíðarinnar eitt að lokum,
segir Nielsen, alvarlegur á svipinn.