Samtíðin - 01.10.1938, Blaðsíða 22
18
SAMTÍÐIN
um ungan mann
■JWTARCEL NICOLAS var ekki
A neitt, og það var ekkert útlit
fyrir, að nokkurn tíma mundi verða
neitt úr honum. Hann var orðinn
þrjátíu og eins árs, þegar honum
varð þetta sjálfum Ijóst, og það
væri synd að segja, að sú uppgötv-
un hefði orðið lionum beinlínis fagn-
aðarefni. Hann skorti algerlega þá
hæfileika, sem hafa það í för með
sér, að menn eignist innstæður í
bönkum, séu boðnir í veislur, þar
sem karlmenn klæðast kjól og iivítu
vesli, og að yfirmenn þeirra líti á
þá sem jafningja sina. Hann var
ráðvandur, samviskusamur og ið-
inn, en slikt er ekki nægilegt í heimi
hér. Auk þess var liann á vissan
liátt klaufalegur í framkomu og átti
sér ekki þennan yndisþokka, sem
kallaður er chcirme á útlendu máli.
í skrifstofunni, þar sem Marcel
Nicolas vann við algeng hókfærslu-
störf frá því kl. 9 ájrdegis, naut
liann ekki þeirrar virðingar, sem
hann átti skilið.
Renail forstjóri virti hann varla
viðlits, nema þegar hann atyrti hann
fyrir einhverja yfirsjón, er venju-
Jega reyndist vera einhverjum öðr-
um að kenna. Lambert fulltrúi
dembdi allri þeirri vinnu í Marcel
Nicolas, sem liann vildi sjálfur
losna við, en átli þó að réttu lagi
að leysa af hendi. Skrifstofustjór-
inn, Gentien að nafni, var einstöku
sinnum vingjarnlegur við Marcel
Nicolas, en kæmi slíkt fvrir, bjó það
jafnan undir, að hann var að koma
einhvorjum aukastölrfum á hífnn.
Hinir óbreyttu samverkamenn skrif-
stofunnar skiftu sér yfirleitt ekkert
af Marcel Nicolas. Sjálfur leit hann
svo á, að þeir álitu alt vinfengi við
hann óheillavænlegt í sambandi við
]iað að stiga til frekari mannvirð-
inga hjá þessu verslunarfyrirtæki.
Og ekki naut liann meira álits hjá
sendisveinunum en svo, að stund-
um varð hann sjálfur að stökkva
með hréf á pósthúsið í morgunhlé-
inu, af því að strákarnir neituðu að
fara með það fyrir hann.
Smíðum allar teg-
undir húsgagna við
hvers manns hæfi. —
Einnig útskorin hús-
gögn. —
Jón Halldórsson
& Go h.f.
Skólavörðustíg 6 B.
Sími 3107.