Samtíðin - 01.10.1938, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1938, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN EMIL NIELSEN: ,PaaSpekulant‘ á Austfjörðum 1895 r EG ætla mér að heimsækja ís- land á hverju ári, meðan líí' og heilsa endist. Sumarið er mér glalað, ef ég stíg ekki fæti á ís- lenska jörð, þegar nótt er björt lieima á Fróni, sagði Emil Nielsen framkvæmdarstjóri á dögunum, er Samtíðin liitti hann að máli i skrif- stofu Eimskipafélags íslands i Ivaup- mannahöfn. Og enginn, sem þekkir Nielsen, mun láta sér lil hugar koma, að þetta séu innantóm fagur- yrði. Maðurinn er ósvikinn, og hann gæli sjálfsagt morgum fremur tek- ið undir með skáldinu og sagt af heilum hug: Svo trausl við ísland mig tengja bönd, að trúrri ei binda son við móður. Hvert mannsbarn á íslandi kann- ast við Emil Nielsen, vegna þess að liann var framkvæmdarstjóri Eim- ski]tafélags íslands frá upphafi félagsins og fram til ársbyrjunar 1930. Gat liann sér hinn besta orð- stír í þessu vandasama starfi, enda rækli hann það með fádæma atorku og samviskusemi. En allir hljóta að skilja, hvílikt trúnaðarstarf það var að sljórna Eimskipafélaginu milli skers og báru á hinum örðugu byrj- unarárum þess, þegar lieimsstyrj- öldin skapaði ótal liættur og vanda- mál. Nielsen er fæddur í Rudkjöbing á Langalandi 26. janúar 1871. Lauk hann þar gagnfræðaprófi 15 vetra gamall, en hóf síðan siglingar. Yar liann fyrsl um sinn á þýsku skipi frá Hamborg, og sigldi það einkum til Suður-Ameríku. Síðar var hann á öðrum skipum, hæði þýskum og dönskum. En 18 ára gamall tók Nielsen stýrimannspróf, inti að því loknu af hendi landvarnar- skyldu sína, en fór árið 1890 í lang- ferðasiglingar á ný. Var hann þá fyrst háseti, en gerðist seinna stýri- maður. Árið 1894 fórst skip það, er Nielsen var á, við Suður-Ame- riku. Varð sá atburður til þess, að hann hvarf heim til Danmerkur og tók þvi næst að sigla til íslands. Gefum vér Emil Nielsen hér með orðið, og mun hann í eftirfarandi grein skýra lesendum Samtiðarinn-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.