Samtíðin - 01.10.1938, Side 18
14
SAMTÍÐIN
— Mér varð það ])egar ljóst, er ég
hóf siglingar til Islands, að bæði
siglingamál og verslunarliættir ís-
lendinga væru í hinu mesta ólagi,
einkum á afskektum smáhöfnum.
Mér rann til rifja árið 1895 að hugsa
til þess, að jafngott fólk og Aust-
firðingar skyldu verða að húa við
ámóta skrælingjalega verslunar-
liætti og „spekulant“verslunina úti
i skonnorlunni á Breiðdalsvík og
Stöðvarfirði, og ég leit þannig á,
að íslendingar ættu tafarlaust að
taka siglingamálin i sinar hendur.
Annað árið, sem ég kom til íslands,
varð mér gengið upp i fjallshlíð-
ina ofan við verslunarstaðinn á
Djúpavogi, ásamt Páli H. Gíslásyni,
heimiliskennara hjá Stefáni Guð-
mundssyni verslunarstjóra. Páll
gerðist seinna kaupmaður i Reykja-
vík og var oft kendur við hús sitt
og kallaður Páll í Kaupangi.
Við Páll settumst i grasbrekku í
hliðinni og ræddum um þann fram-
tíðardraum, að Islendingar eignuð-
ust sjálfir verslunarflota. Þó að ég
segi sjálfur frá, held ég, að þarna
uppi í fjallslilíðinni hafi hugmynd-
in að stofnun Eimskipafélags ís-
lands fæðst. Ég vann siðar að því
með Birni Jónssyni ráðherra, að
Islendingar stofnuðu Eimskipafé-
lagið. En þegar Björn andaðist, tók
Sveinn, sonur hans, nú sendiherra
Islands i Khöfn, upp stefnu föður
síns í þessu stórmáli. Og árið 1915
kom fyrsta eimskip íslendinga,
óskabarnið „Gullfoss" í fyrsta sinn
siglandi að Islandsströnd.
Til þeirra, sem
ekki auglýsa
EGAR hið heimsfræga kýmnis-
skáld, Mark Twain, var rit-
stjóri í Ameríku, fékk hann einu
sinni sem oftar bréf frá kvenmanni.
Bréfið var á þessa leið:
Kæri ritstjóri.
Meðan ég sit hér og er að lesa
hið ágæta blað yðar, liefir kóngu-
ló sigið ofan úr loftinu og sest
á blaðið. Viljið þér nú ekki gera
mér þann greiða, að segja mér,
hvort þetta er gæfu- eða ógæfu-
merki.
Virðingarfylst.
Einn af kvenlesendum hlaðsins.
Mark Twain svaraði bréfinu dag-
inn eftir í blaði sínu á þessa leið:
Kæri kvenlesandi.
Kóngulóin, sem kom til yðar,
meðan þér voruð að lesa blaðið,
á ekkert skvlt við hamingju eða
óhamingju.
Skýringin á þessu er ekki önn-
ur en sú, að kóngulóin liefir vilj-
að lesa auglýsingarnar í blaðinu,
til þess að leita að verslunarfyr-
irlæki, sem ekki. auglýsir. Siðan
hefir hún ætlað sér að þenja vef
sinn fyrir dyr þessa fvrirtækis, í
þeirri vissu, að þar vrði hann
ekki slitinn.
Frúin: — Maðurinn minn þorði
ekki til tannlæknisins, svo ég sím-
aði efiir lækninum.