Samtíðin - 01.10.1938, Síða 20

Samtíðin - 01.10.1938, Síða 20
16 SAMTÍÐIN inn dauðann. Þarinig leysir mariju- ana menn á svipstundu frá áhyggj- um jarðlífsins. En áður varar það lieila mannsins lítillega við því, sem í vændum er. Síðastliðið ár var ungur mariju- ana-neytandi hengdur í Baltimore fyrir glæpsamleg mök við tíu ára gamla telpu. í Chicago myrtu tveir drengir, sem voru undir álirifum eiturlyfsins, lögregluþjón. A Flor- ídaskaga kom lögreglan að pilti ein- um, sem breytt hafði lieimili sínu í eins konar sláturhús. Hafði hann þá drepið, með öxi, foreídra sína, tvo hræður og eina systur. Þegar af honum rann móðurinn, mundi hann ekki til þess, að hann liefði gert neitt fyrir sér. Þetta var mesti stillingarpiltur og dagfarsgóður. Hann iiafði orðið handóður af marijuana-reykingum. Auðvelt væri að nefna milli 20 og 30 dæmi um morð og glæpsamlega ástleitni manna af völdum þessa eiturlyfs. Hópur af unglingspiltum í Ohio ruddust eitt sinn þar um bæinn með marghleypur á lofti og rændu og rupluðu búðir. Svipaðir atburðir gerðust í ýmsum öðrum borgum i Bandaríkjunum ekki alls fyrir löngu. I Ohio var hópur drengja tekinn fastur, eftir að þeir höfðu ráðist inn í 38 verslanir með marghleyp- ur á lofti og gert þar tilraunir til rána. Piltarnir höfðu kej’pt mariju- ana-vindlinga af sölukörlum í nánd við skólann, þar sem þeir stunduðu nám, og eftir að þeir höfðu reykt stundarkorn, urðu þeir svo sljóir, að þeir mundu síð- ar ógerla, livort þeir höfðu verið heima hjá sér eða að heiman, með- an þeir frömdu fvrnefnd glæpaverk. í Los Angeles drap 17 ára gam- all piltur lögregluþjón, sem hafði verið vildarvinur hans. Af 37 morð- ingjum, sem handteknir voru í New Orleans, voru 17 marijuana- neytendur. Jurtin, sem þetta eiturlvf er unn- ið úr, er það gamalkunn, að Forn- Grikkir þektu liana. Hómer sagði, að hún kæmi mönnum til að glevma heimkynnum sínum og gerði þá að svínum. Árið 1090 var myndaður glæpamannafélagsskapur austur i Persíu, og er saga hans öll einn samfeldur blóðferill. Meðlimir þessa félagsskapar neyttu eiturlyfs þess, er að framan greinir, og unnu hryðjuverk sín undir áhrifum þess. Af sömu ástæðum er «/noA*-æði Malayja talið slafa. Enda þótt eiturlyfið sé þetta gam- alt, er neysla þess liltölulega ung í Kandaríkjunum. Eitrið barst þang- að frá Mexíkó og breiddist út með ofsalegum hraða. Nú orðið er neysla þess orðin meiri en nokkurn grun- ar, og er talið, að nemendur æðri skóla falli einkum i freistni af völd- um eitursins. Hljóðfæraleikarar í Ameriku kváðu reykja marijuana, til þess að verða sein ákafastir jazz-spilarar. Og fólkið á skemtistöðunum lilær að þessurn vesalingum, þar sem þeir hamast við liljóðfærin eins og óð- ir menn, ranghvolfa augunum og finst þeir aldrei geta leikið nógu hart og ofboðslega. Maður, sem hefir reykt þetta eit-

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.