Samtíðin - 01.10.1938, Síða 12
8
SAMTÍÐIN
leiksviðin þurfa ekkert að óttast
samkepninni.
— Hverjum augum lítið þér á úi
varpið miðað við bókmentirnar?
— Það er skylda útvarpsins í öll-
um menningarlöndum að vera lyfti-
slöng bókmentanna. Til þess hefir
j>að aðstöðu, með því m. a. að láta
bestu upplesára, sem völ er á, opna
augu fólksins fyrir fegurð og list
argildi góðra bóka. Bregðist út-
varpið þessari sjálfsögðu skyldu
sinni, drýgir j)að ófvrirgefanlega
höfuðsynd.
Holl fæða —
lífsnauðsyn
Megrunaræðið frá Ilolly’wood
geisar eins og faraldur víða um
lönd. Fólk ke])pist við að hora sig
alt livað af tekur. En margir gleyma
um leið, að líkaminn krefst vissra
fæðutegunda, hvað sem öðru líður.
Viss augnveiki, svonefnd Xeroph-
tahlmi slafar af skorti á A-l'jörefni,
Beri-Beri af skorti á B-fjiirefni, Shi/r-
bjúgur af skorti ‘á C-fjörefni. En all-
ir þessir sjúkdómar finnast hér á
landi. Gegn þessum sjúkdómum
verður þjóðin að berjast með því
að neyta bollrar kjarnfæðu. í þeim
efnum er góð mjólk langnotadrýgst,
auk þess sem liún er ekki fitandi.
Fólk, sem óttast fitu og veit um
hættuna, er j)ví stafar af megrunar-
tískunni, á að neyta magurs kjöts,
mjólkur og eggja, segja erlendir sér-
fræðingar.
SAMTÍÐAR-
KONURNAR
liugsa allar um fegurð. Ein þeirra
segir: — Að silja fallega er alls ekki
eins auðvell og margir balda. Sum-
ir banga í sætinu, en slíkt livílir
ekkert betur en að sitja þannig, að
við höfum stjórn á líkama okkar.
Því miður eru ýmsir stólar óheppi-
legir. Þeir hvíla líkamann ekki á
réttan bátt. Sumir j)rýsta á lierð-
arnar, og afleiðingin er sú, að maga-
vöðvarnir verða slappir og veikjast.
Stóllinn á helst að veita spjald-
hryggnum stuðning og falla að bak-
inu upp undir berðablöðin. í slík-
um stólum situr fólk fallega og ári
þess að j)að verði slytlislegt.
Fólk á að venja sig á að sitja
fallega. Það á að vera beint í baki
og hvelfa brjóstið. Bakvöðvarnir
eiga að sjá um, að við sitjum bein
i sætinu. Þegar þér talið í síma, eig-
ið þér ekki einungis að leggja á-
berslu á, að rödd yðar sé j)ægileg,
lieldur eigið j)ér að sitja fallega, svo
að j)ér misbjóðið ekki líkamsvexti
yðar, jafnvel j)ótt enginn horfi á
yður j)á stundiria.
Jón: — Villu skrifa upp á þenn-
an víxil fyrir mig. Það er alveg
hættulaust.
Guðni: — En það eru þrjú ágæl
nöfn á honum.
Jón: —- Já, en ég hélt, að það
mundi koma léttara niður á ykkur
að borga, ef þið væruð fjórir.