Samtíðin - 01.10.1940, Page 20

Samtíðin - 01.10.1940, Page 20
16 SAMTlÐlN ar veturinn gekk í garð meö frosti og kulda, varð fótatak þeirra æ sjald- gæfara. Ég skildi það svo, að Blíð þyldi ekki vetrarhörkurnar, og færi minna út. Ég taldi sjálfum mér trú um, að þegar voraði, myndi þetta lagast aftur, og fótatak liennar niyndi daglega herast inn um glugg- ann minn. En það fór á annan veg. Þegar voraði, frétti ég lát hennar. Ég tók andlátsfregninhi með klarl- mensku, en ég fann samt greinilega, að nú var ég alt i einu orðinn fátæk- ari en ég hafði nokkuru sinni verið áður. Það veit enginn, hvað munað getur um eitt einasta fótatak. Enn sit ég og hlusta eftir fótalaki, sem berst inn um litla gluggann minn, sem er hálfur í jörð. En ég er liætt- ur að hlusta eftir fótataki þeirra, sem framhjá ganga. Nú ldusta ég eftir fótataki litlu, höltu stúlkunnar, fóta- taki hennar og dauðans, er þau koma saman lil þess að sækja mig. IBANDARÍKJUNUM eru að með- altali 172.000 skógarhrunar á ári, og er tjónið af þeim metið ó 40—50 milj. dollara. Óhemju fjárhæðum er árlega varið þar i lándi lil þess að verja skógana skemdum. Venjulega er talið, að unt sé að ráða niðurlög- um skógarelds, án þess að verulegt tjón hljótist af völdum lians, ef liann er nýlega kviknaður, þegar björgun- arstarfsemin hefst. Nýjasta aðferð Bandaríkjamanna til þess að slökkva skógareld er að varpa niður slökkvi- liðsmönnum í fallhlífum á víð og dreif umhverfis eldstöðvarnar. Karl H. Bjarnason: Kvennaminni fTileinkað með vinsemd og virðingu hjúkr- unarkonunum á Túngötu 3 i Reykjavík.] Hlýja strauma fann ég frá fögrum meyjaskara, nú er skyli að þakka þá, þegar ég er að fara. I>að má segja sjálfsagt enn — svona milli vina — ég er eins og aðrir menn „upp á kvenhöndina". Hún hefur löngum hlýjað mest, hún hefur læknað sárin, hún hefur sjúkum hjúkrað best, hún hefur þerrað tárin. Hérna þjáðum lögðu lið líknarhendur fínar, hjartans þakkir hafið þið, heilladísir mínar. Læknirinn: — Mér þykir leitl að verða að segja yður, að maðurinn yðar verður aldrei framar vinnu- fær. Frúin: ■— Lofið þér mér að segja honum það. Ég er viss um, að það nmn gleðja liann svo mikið. Vinnumaður (hjá Skota): — Hér hef ég nú unnið þriggja manna verk í tvö ár, og nú verð ég að fá ein- lwerja smávegis kauphækkun. Húshóndi: — Því miður hef ég ekki ráð á að horga þér hana, en ef þú segir mér, hvaða tvo aðra menn þú hefur unnið fyrir, er ekki nema sjálfsagt, að ég reki þá und- ir eins úr vistinni.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.