Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.10.1940, Blaðsíða 22
18 SAMTlÐIN lega unnið jafnt á nóttu sem degi. Við skulum fvlgja amerískum kvenlögregluþjóni á vörð liennar út i eina af stórborgum Bandaríkjanna kl. 11 síðd. — Orðið lögregluvörður minnir okkur einna helst á burða- mikla og fíllirausta karlmenn, klædda einkennisbúningum með gyltum linöppum. En hér á ekkert slíkt við. Kvenlögregla Bandaríkj- anna er yfirleitt ekki einkennisbúin, og stúlkurnar í henni eru hvorki stórar né þreklegar. Þær eru ekki í neinum viðhafnarbúningi, en þær eru klæddar þokkalegum, nýtísku fötum. Það má einna helst þelckja þær frá öðru kvenfólki á fullkomnu látleysi í framgöngu og íburðarleysi í ldæðaburði. En kvenlögreglnþjónn befir tvö ótviræð einkenni, sem bæði eru falin í bandtöskn hans: skamm- byssu og lögreglumerki sitt. Hið fyrnefnda Jiotar liann sér til varnar, en þótt merkilegt megi teljast, hafa amerískir kvenlögregluþjónar sjald- an þurft að grípa lil byssu sinnar i varnarskyni, þótt starf þeirra sé eng- an veginn hættulaust. Hins vegar þurfa þeir oft að sanna réttindi sín með því að sýna merki sitt. VIÐ ÖIvUM af stað í lögreglubíl. Þar sem við erum í Detroit, er þetta vitanlega Fordbíll. Ilann er að öllu leyti eins og venjulegir bílar. Enginn fær séð, að hér sé lögreglan á ferð. Við ökum eftir hinum breiðu og glæsilegu aðalgötum borgarinn- ar, þar sem umferðin er gífurleg. Það er eins og uppljómaðir skýja- kljúfarnir renni að lokum saman við bláan kvöldhimininn. Við sjáum alls ekki, hvar turnar þeirra enda. Við ökum áfram, því að starfssvið okk- ar er ekki á þessum alfaravegum, heldur úti .í fátæklegri borgarhlut- um, þar sem göturnar eru ekki eins uppljóinaðar og liér. Ekki höfum við ekið lengi um, eitt af þessum hverfum, er við komum auga á unga stúlku, er reikar þar fram og aftur, án þess að hún eigi sér nokkurn sérstakan ákvörðunar- stað. Við veitum henni athygli góða stund, en að því loknu tökum við hana tali, skýrum henni frá þvi, að hér sé lögregluþjónn á ferð, og biðj- um hana að segja okkur, hvert hún sé að lialda. Þar sem, svör hennar eru mjög loðin og lnin er ekki nema 16 ára gömul, ökum við henni til lögreglustöðvarinnar. Þar gerist liún brátt ræðnari og hreinskilnari. Hún er ein af þeim þúsnndum ungmenna, sem hafa yfirgefið sveit- irnar í þeirri trú, að þau gætu hlotið atvinnu og höndlað gæfuna í borg- inni. Skemtanafísnin hefir þyrlað mörgum, ungum stúlkum úr átthög- um þeirra alla leið út á malbik stór- borganna. Dögum saman hefir þessi unga stúlka árangurslaust leitað sér atvinnu. Þegar peningarnir, sem liún hafði að heiman, vorn þrotnir, sá hún ekki annað ráð sér til fram- dráttar en að ofurselja sig nætur- starfi hinna lauslátari kvenna. Lög- reglan virðist hafa skorist hér i leik- inn á réttri stund. Hún veitir nú þessum 16 ára gamla unglingi þá lijálp, sem, hann hefir árangurslanst leitað. Hér hefir enn einu mannslífi verið forðað frá yfirvofandi tortim- ingu.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.