Samtíðin - 01.10.1940, Qupperneq 24

Samtíðin - 01.10.1940, Qupperneq 24
20 SAMTÍÐIN Ódýru daussalirnir („tlie taxi- dancehalls“) eru ekki beinlínis á- kjósanlegir slaðir fyrir ungar stúlk- ur. Lög mæla svo fyrir, að þar megi ekki dansa yngri stúlkur en 18 ára gamlar. En það ákvæði er furðu oft virt að vettugi. Þetta kvöld finnum við t. d. þrjár 15 ára gamlar stúlkur, sem dansa í ákafa, til þess að vinna sér inn peninga. Afleiðingarnar verða þær, að eigandi skemtihúss- ins fær allháa sekt, en stúlkunum er leiðbeint inn á brautir, sem eru þeim hollari. Þannig slarfar ameríska kvenlög- reglan nótt eftir nótt. Hún stendur slöðugt andspænis nýjum, viðfangs- efnum og óþektum andlitum. Ný tækifæri bjóðast, til þess að rétta villuráfandi sálum hjálparhönd. I glæsilegri, uppljómaðri stórborg eru því miður furðu mörg óholl skúma- skot. IIIOLLYWOOD, kvikmyndabæn- um heimsfræga, hefir kvenlög- reglan mikið og margvislegt verk að vinna. Þar verður liún að hafa eft- irlit og umsjá með öllum þeim hundruðum kvenna, er jafnan streyma til bæjarins hvaðanæfa að. Margar þessai’a stúlkna dreymir um gull og græna skóga á sölutorgi kvikmyndabæjarins. Þær eru þess al- búnar, að feta í fótspor Grétu Garbo eða Marlene Dietrich. En því miður liggja spor margra þeirra ekki í átt- ina til heimsfrægðar á léreftinu heldur — til lögreglustöðvarinnar. En starf amerisku kvenlögregl- unnar miðar ekki einvörðungu að því, að hlifa og lijálpa þeim, sem reika á barmi glötunarinnar. I New Búsameistarar og byggingamenn! Við höfum ávalt fyrirliggjandi okkar 1. flokks vikurplötur. Aðeins um 70 aurar af verði hvers fermetra af 7 cm. vikurplötum fara út úr landinu, fyrir erlent efni (se- ment). En af verði hvers fermetra í timb- ur-„forskalting“ fara um 5 krónur út úr landinu fyrir erlent efni (timb- ur, pappa og virnet). Auk þessa mikla gjaldeyrissparn- aðar, er vikurinn, samkvæmt er- lendri og innlendri reynslu, óum- deilanlega besta og varanlegasta ein- angrunarefnið, sem við eigum kost á. YIKUKFÉLAGIÐ ” AUSTURSTRÆTI 14. — SÍMI 1291.

x

Samtíðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.