Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 30

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 30
26 SAMTIÐIN Bókarfregn Sigurður Nordal: Áfangar. Líf og dauSi og aðrar hugleiSingar. Reykja- vík. Helgafellsútgáfan 1943. FYRIR NOKKRUM árum kvað við annarlegan tón í hinu ís- lenzka rikisútvarpi. Leikmaður, sem þekktur er sem víðkunnasti og vin- sælasti vísindamaður þjóðar vorrar, tók allt i einu að prédika. Mörgum mun efalaust hafa dottið i hug, að Jahve hersveitanna hefði enn einu sinni opinherað dýrð sina með stór- teiknum og fyrirhoðum. Því láni var eigi að fagna i venjulegum skilningi. Maðurinn i viðtækinu hafði hlotið litið af spámannsköllun. Hann var að hurðast með skynsemina og hamingj- una sem leiðarljós á hinum villu- gjörnu vegum eilífðarmálamia. Þeir, sem höfðu Móse og spámennina, sátu því alveg grallaralausir eða skrúfuðu fyrir. Nú hafa þessi erindi prófessors Nordals birzt tvisvar á prenti og ver- ið mjög lesin. I síðara skiptið birtast þau í bókinni „Áfangar", sem er ný- lega komin á markaðinn. I bók þess- ari birtast auk hugleiðinganna um líf og dauða nokkrar aðrar greinir um margvislegt efni. Nordal kemur aðallega fram í bók þessari sem lifsspekingur. Hann leit- ast við að rífa þjóð sína upp af dvala sinnuleysisins og beina henni leiðir lil fullkomnara lífs. Slíkt er venju- lega vanþakklátt starf og uppskeran lítil. Prédikararnir eru margir og misjafnir, svo að kliður þeirra gerir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.