Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 32
28 SAMTtÐIN urstaða þeirra bollalegginga sýnir, að ágreiningsatriðin geta eigi verið eins alvarleg og af er látið. 1 bókinni er gullfalleg grein um Maríu guðsmóður, konuna, sem var arftaki allra binna göfugu gyðja og guðsþrá mannsins i auðmýkt sinni hefur hafið til skýjanna. í „Laugar- degi og mánudegi" sýnir Nordal fram á raungildi íslenzkrar hjátrú- ar, í „íslenzk yoga" líkingu milli is- lenzkra leikja og austurlenzkrar yoga- listar. 1 „Samlagning" sýnir hann fram á eðlismun andlegra og hlut- lægra verðmæta, í „Viljinn og verk- ið", hve andagiftin geri skáldunum erfitt fyrir að dæma verk sín. „Kurt- eisi er alvarleg athugun á „ástand- inu". Að lokum eru „Manndráp", hið „hneykslanlega" erindi, sem Nordal flutti fyrsta vetrardag í fyrra. Þar hvetur hann menn til þess að fara betur með tímann. Þetta yfirlit sýnir, að i bók þessari er víða komið við. Um ritsnilld Nor- dals þarf eigi að ræða, hún er þegar lýðum Ijós. B. Þ. Nýkvæntur maður varð skyndi- lega lasinn. Kona hans mældi hit- ann í honum, hringdi siðan í mesta ofboði til læknis og bað hann að koma tafarlaust, því að maðurinn sinn hefði 51 stig. Læknirinn svaraði ofboð rólega: „Svo háan hita ræð eg ekki við, góða frú. Þá skuluð þér heldur hringja á slökkviliðið." Prúðmenni er sá, sem aldrei er ruddalegur, nema þegar hann ætlar sér að vera það. — X. KQQQtf SKÓÁBURÐUR heldur skónum mjúkum og gljáandi. • Skór gljáaðir úr N U G G E T endast lengur. ® NUGGET sparar yður peninga. Heildsölubirgðir: H. ÓLAFSSON & BERNHÖFT.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.