Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 35

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 35
SAMTIÐIN 31 þeir ¥ITRC Nýjar bækur 'SOGÐU: Sá maður het'ur öðlazt mestan þroska í lífinu, sem hefur þjáðst mest andlega og líkamlega og sigrazt á þjáningum sínum. Hann mun að öðru jöfnu hafa öðlazt dýpri skilning á til- verunni en aðrir menn. — Dr. Harry Emerson Fosdick. Mennirnir elska baráttuna, en þeir hirða of lítið um, við hvað barizt er. Þess vegna heyja þeir stríð við sak- laust fólk, og árangurinn er eitt hið ægilegasta böl, sem hugsazt getur. Ef mennirnir hættu að drepa hver ann- an og tækju einhuga upp sameigin- lega baráttu gegn hleypidómum, fá- fræði og fátækt, mundi Veröldin brátt skána að miklum mun. — Edward Hulton. Ef minna væri um eiturgas í heim- inum, þyrfti vafalaust færri gasgrím- ur. — F. Murray Miíne. Þreyta stafar ekki alltaf af lasleika né af of miklu starfi, heldur af röng- um lifnaðarháttum. — C. T. Rae. Fáir menn kunna þá list að eldast. — La Rochefoucould. Jafnskjótt og þú ert f'ær um að segja, hvað þú hugsar sjálfur, í stað þess að endurtaka það, sem aðrir hafa sagt áður, ert þú í þann veginn að verða merkur maður. — J. M. Barrie. Fyndnin er bitrasta vopn veraldar- innar. — Pamela Frankau. Lífsspeki er í því fólgin, að menn kunni að greina aðalatriði frá auka- atriðum. — Lin Yutang. Frakkar eru alvörugefnasta þjóð í Evrópu. Þeir taka jafnvel stjórnmál alvarlega! — Duff Cooper . Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: Kvæðasafn I—III. Ný heildarút- gáfa af ljóðum skáldsins. Verð ób. 125 kr., ib. 165 kr. pg 225 kr. Dr. Helgi Pjeturss: Sannýall. Saga Frímanns eftir að hann fluttist á aðra jörð og aðrir Nýalsþættir. 256 bls. Verð 20 kr. ób., 28 kr. ib. Friðrik Á. Brekkan: Maður frá Brim- arhólmi. Skáldsaga. 398 bls. Verð 35 kr. ób., 45 kr. íb. Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Skýjadans, smásögur, 154 bls. Verð 15 kr. ób. Jón Þorsteinsson: Vaxtarrækt, Kennslubók i líkamsæfingum — einkum fyrir börn með ýmis vaxt- arlýti. 80 bls. Verð 10 kr. ób, John Steinbeck: Þrúgur reiðinnar. Fyrri hluti. Skáldsaga. Stefán Bjarman þýddi. 378 bls. Verð 28 kr. ób., 38 kr. ib. Jaroslav Hasek: Æfintýri góða dát- ans Svejks II. Skáldsaga. Karl Is- feld þýddi. 330 bls. Verð 35 kr. ób.. 45 kr. íb. Sigurður Haraldz: Nú er tréfótur dauður. Smásögur. 152 bls. Verð 20 kr. ób. Aldrei munu jafnmargar bækur hafa komið á jólamarkaðinn og i ár. Margar þeirra munu seljast upp á skömmum tíma. Tryggið yður þær bækur, sem yður langar til að eign- ast, með því að panta þær hjá okk- ur. Sent gegn póstkröfu um land allt. BÓKABÚÐ MÁLS OG MENNINGAR Laugavegi 19, Reykjavík. Sími 5055 — Pósthólf 392.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.