Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 21
SAMTIÐIN 17 Björn Sigfússon: TUNGAN 6. 4 Merkingar breytast í málleysu STUNDUM BREYTA menn vilj- andi merkingum orða, leggja í þau nýjan skilning, sem þeir þurfa á að halda. Þannig var hvk. orðið síma, sem þýddi band (eða varrsími, kjöl- rák, hjá Snorra Sturlusyni) umbreytt af Pálma Pálssyni 1896 í alkunna nú- tíðarorðið sími, og hefur breytingin orðið að happi. Stundum breyta menn merkingu mannanafna þannig, að nafn, sem táknaði karhnann, er síðar haft á stúlku, eða kvennanöfn eru sett á drengi. Endingum er þá breytt um leið og kyninu og stofni orðs breytt, ef þurfa þykir. Þannig gera menn ólafíu og Guðmundu úr nöfnum Ólafs og Guðmundar, þótt betri væru alger nafnaskipti: [Ólöf, Guðrún. En úr Margrétarnafninu eru gerðir t. d. Grétar eða Margrímur og úr Kristín- arnafni jafnvel Kristínus. Oft fer þetta hlálega, þó að sjaldgæf séu dæmi eins og það, sem varð eigi alls fyrir löngu, að stúlka var skirð Klara í þeirri ímyndun, að hún héti þá eftir Kjartani, þau nöfn væru svo lik. I sjálfu sér er ágætt að skíra stúlku Eyþrúði Jódísi, þvi að það eru prýði- leg nöfn og sérkennileg. En þegar ég heyri, að i þeim nöfnum eigi að rúmast merking fjögurra nafna, Eg- ils og Arnþrúðar, Jóhannesar og Þórdísar, hætti ég að skilja, — mér finnst slík merkingarbreyting ekki geta tekizt og eiginlega aldrei hægt að breyta merkingu og inntaki karl- mannsnafns í kvenmanns né öfugt. — Þeir um það, sem vilja reyna það, ef þeir búa ekki til ónefni með þessum kynvillingartilraunum sín- um. ónefni, sem þannig skapast, eru lítt þolandi. Merkingarbreytingar verða miklu oftar ósjálfrátt, tíðast stig af stigi. Orðið rolla, sem þýðir ýmist ær- skjáta, bókfellsvafningur eða leið- indaromsa, hlýtur að hafa breytt merkingum þannig. Skrýtið er það, að rolluskinn skuli jafnt geta þýtt skinnið í fornu skjali, sem saman er vafið, og rýra kind. En svo er, og skjáta þýðir lika ýmist skinnpjötlu eða rýra kind eða aðra rýra, lítils metna veru. Merkingartengsl • þessi eru vitni um meriningarsöguatriði, sem almenningur man ekki lengur, einkum á orðið rolla sér langa sögu. Þegar Þórður kakali og Gissur Þor- valdsson komu á konungsfund 1247, lét Þórður lesa upp rollu langa, sem hann hafði látið rita um skipti Hauk- dæla og Sturlunga. Þá var rolla skjal, en ekk'i romsa, þótt síðar yrði. Eins er í Laurentiussögu, eftir 1300: „sira Laurentíus kom til erkibiskups hald- andi á einni rollu. Erkibiskupinn leit á og lofaði letrið og mælti: „Les fyrir oss það, er þú hefur diktað"." Rolla er tökuorð, latínu rotula, vafning- ur, ffr. róle, ensku roll, dönsku Rolle, Hlutverk leikara voru sem sé letruð á rollur, sem þeir lærðu þau af. Á íslandi varð rollan rulla hjá

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.