Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.12.1943, Blaðsíða 14
10 SAMTfiHN Nokkrum dögum síðar mætti mér á götu kunningi minn, sem hafði ver- ið i leikhúsinu þetta kvöld, og sagði: „Mikið helvíti var þetta gott trikk hjá ykk'ur með kertið! Það hitti ná- kvæmlega beint í hausinn á þér! Hvernig fóruð þið að því? „Það er leiklistar-Ieyndarmál," sagði ég og hélt hróðugur leiðar minnar. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Hvaða skáld hafa ort eftirfarandi ljóðlínur, og úr hvaða kvæðum þeirra eru þær? Svörin eru á bls. 29. 1. Be^'gi ég kné og hlýði drottins dómi. 2. Að lofa guð fyrir liðna tíð lærist þeim reynda vissulega. 3. Stundum verða vorin vonum manna hörð. 4. Ég elska þetta íslenzka júlílogn, 5. Heyrðu, bára Ijúf, er laugar, litinn stein að fótum mér, Að „Hnitbjörgum" „Hnitbjörg" gnæfa hér hátt yfir torg, en hærra rís meistarans kirkja og borg, hér mætir þér list-göfgi, maður. Hér skýrist fyrir þér skaparinn, drag skó þína af fótum þér - viljir þú inn. því hér er heilagur staður. K. H. B. í>eir, sem nota „\Mxh>"'sdpima. einu sinni, nota hana aftur. ÞEGAR kartöflur voru fyrst fluttar til Skotlands, voru flutt- ar áróðurspredikanir í kirkjum landsins gegn þessari háskalegu ný- breytni. Andúðin stafaði aðallega af þvi, að hvergi var getið um kartöflur í bibliunni. Þess vegna dæmdist rétt vera, að þær væru óhæfar til mann- eldis. Einn kennimaður hélt því meira að segja fram, að kartaflan mundi hafa verið ávöxtur sá, er or- sakaði syndafall vorra fyrstu for- eldra. Aðrir andstæðingar kartöfl- unnar töldu, að hún mundi sýkja menn af holdsveiki og hitasótt. Kartaflan sigraði allrækilega í þessari viðureign. En þessi saga er lærdómsrik. Hún sýnir glög'glega, hvernig hið fávísa mannkyn hefur venjulega brugðizt við happadrýgstu nýjungum, sem um hefur verið að ræða. Það er segin saga, að ef skáld og hstamenn eru ekki ofsóttir í lif- anda lífi af fulltrúum stöðnunarinn- ar og fávizkunnar í þjóðfélögum þeirra, eru þeir yfirleitt veigaminni en ella og síður líklegir til langlífis í heimi listanna. Ef þeir vekja ekki storm gegn sér, reynast þeir venju- lega lítils virði. Skáld, sem villvera boðberi nýrra hugsjóna, á visar of- sóknir af hálfu þeirra sálna, sem ekki þora að opna glugga til þess að hleypa hreinu lofti inn í íbúðina. En aðdáendur skáldanna munu ganga til þeirra út í vorið og leyfa fulltrú- um miðaldanna, sem brenndu menn fyrir réttmætar kenningar, að búa áf ram við það andrúmslof t, sem þeim hentar. — Listamönnum allra tíma er hollt að kynnast þeim viðtökum, sem kartaflan hlaut forðum.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.