Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.04.1946, Blaðsíða 21
SAMTlÐIN 17 náttúruöflin o. s. frv. Hjá hinum gömlu menningarþjóðum Austur- landa var hann hins vegar hvorki taeki né takmark, lieldur tákn — tákn liins efsta lieimslögmáls. Lögmál heimsins og lögmál tón- listarinnar mætast í talnahugtaki og talnaspeki hinna síðarnefndu þjóða. Samhand mannanna og nátt- úrunnar staðfestist í tölnnum. Sum- ar tölur, t. d. fimm og sjö, töldust lieilagar og voru tónar hins „penta- lóniska“ tónstiga t. d. hugsaðir sem tákn áttanna: austurs, vesturs, norð- urs,' suðurs og „miðjunnar“ — en einnig sem lákn hinna „fimm“ reikistjarna, lita, frumefna o. s. frv. Tónstigar urðu skipulagðirj og kerf- isbundnir, nótnaletur voru samin. •fafnvel smátónbil af l)reytilegi’i stærð, sem koma fyrir í söngvum frumþjóðanna (rennitónar, svo sem þriðjungstónar, fjórðungstónar <)g enn minni brol iir heiltóni) urðu ákveðin fræðilega, og óx því hinn lagræni efniviður umfram það, sem nútímamúsík okkar licfur yfir að ráða. Hins vegar var músik hinna aust- rænu menningarþjóða samhljóma- laus i okkar skilningi — eigi siður en músík frumþjóðanna. Fleiri raddir (hljóðfæri) syngja (leika) sömu stefin í sömu tónhæð eða skiptast i tvo flokka, þannig, að annar er sam- ferða hinum, t. d. áttund eða fimm- und neðar eða liggur kyrr á grunn- tóninum allt lagið út. Einnig i tim- anum fylgjast raddirnar að, þegar undanskildir eru keðjusöngvar og allt skrant trillanna, forslaganna o. sem geta verið misjafns eðlis. eflir því hvaða hljóðfæri á í hlut. Slög bumhunnar og annarra slag- liljóðfæra eru þó venjulega óháð liinni sameiginlegu hrynjandi. Framh. Q VARTUR MARKAÐUR, sem svo ^ ’ er nefndur, er eitt af viðhjóðs- legustu fvrirbrigðunum á striðstím- um. I síðustu heimsstja’jöld kvað mikið að þess konar laumuokri í Belgíu. Sú saga er sögð af gamalli konu í Bruxelles i síðasta stríði, að liún fór með járnbrantarlest til Esneux og þrammaði þaðan 22 milna leið til þess að festa kaup á 1 kg af smjöri fyrir okurverð á svörtum markaði. Siðan gekk hún aftur til Esneux, var þar um nóttina og fór daginn eftir með lest lieim til Brux- elles. Þegar heim kom, hneig konu- vesalingurinn niður af þreytu, enda var hún þá orðin dauðuppgefin og m. a. svo illa útleikin á fótum, að neglurnar duttu af táuum á henni. Læknir var sóttur i dauðans ofhoði, og fyrirskipaði liann, að fætur kbn- unnar skyldu smurðir feiti hið hráð- asta. Engin feiti var fáanleg í höf- uðhorg Belgiu og varð því að smyrja fætur konunnar með smjörinu, sem húnf hafði sótt með miklum erfiðis- munum um langan veg. (Úr Woríd Digest). fir yður vantar góð herra- eða dömuúr, ættuð þér að tala við mig. — Sent um allt land. Gottsveinn Oddsson úrsmiður. Laugaveg 10, Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.