Samtíðin - 01.05.1948, Síða 22

Samtíðin - 01.05.1948, Síða 22
18 SAMTÍÐIN Tækniþáttur Samtíðarinnar 3 (jrajrhwjjóHplötur, Aen\ alfoei AÍitna Ijorqvin djrrederihien jrSLL KÖNNUMST við mætavel við " gamlar og þrautslitnar grammó- lonplötur, sem skila uppáhaldslög- unum okkar þannig aí' sér, að hörm- ung cr á að hlýða. 1 stað þess að veita okkur unaðsstund, sargar þessi tón- list í eyrum okkar eins og hálfgert garg. En nú hafa Danir vakið á sér alheimsathygli með því að finna upp grammófónplötur, sem endast að eilífu! Og það er einmitt það, sem uppfinningamennirnir og iðjuhöld- arnir eiga að kappkosta að gera hver á sínu sviði. Þeir eiga t. d. að búa til bifreiðar á boi’ð við Rolls Royce, sem menn geta átt, þangað til þeir eru orðnir svo leiðir á þeim, að þeir geta ekki orðið séð þá. Hins vegar á ekki að búa til liráksmíð, sem ekk- ert hefur til síns ágætis annað en það, að hún er séleg að ytra útliti. Aðalsjónarmið framleiðandans á ekki að vera: Hve stutt getur ])etta kram nú enzt, svo að eigandinn sjai sér þann kost vænstan að kaupa af'mér annað nýtt. Ruslið er ávallt dýrast. Nú munu allir, sem gaman hafa af grammófóntónlist, og þeirra tala er legíó í veröldinni, fagna því af alhug, að uppáhaldsplöturnar þeirra skuli ekki framar eiga fyrir sér að slitna og verða ónýtar, heldur muni þær endast von lir viti. Sagt er, að úr þessu muni það verða eina ráðið' til að losna við plöturnar að fleygja þeim í gólfið og brjóta þær! Það er agnarlítil hljóðdós („pick- up“), sem gerir það að verkum. að plöturnar endast framvegis von út viti. Þessa nýju hljóðdós hefur verkfræðingur í Struer, Rþrbæk Madsen að nafni, fundið upp. Hann starfar við verksmiðjnr Bang & Olufsens þar í hæ. 1 þrjú ór hefur liann urinið að „nýsköpun“ hljóð- dósarinnar, og árangurinn hefur orðið minnsta liljóðdós, sem sögur fara af. Hún er ekki stærri en tví- eyringur og vegur aðeins 2—3 grömm; það er allt og sumt. Og það má láta hana detta á plötuna, og nálin getnr runnið yfir þvera plötuna, án ])ess að hún skemmist minnstu vitund. Ekki einn einasti tónn hjá Gigli eða Toscanini fer for- görðum. Platan er ný, enda þótt hún hafi verið spiluð nokkur þúsund sinnum. Leyndardónmr ])essa undratækis er í því fólginn, að það verkar sem senditæki, eða þveröfugt við eldri liljóðdósir, en þær vega þetta frá 50—100 grömm. Nýja hljóðdósin notar sem senditæki allar pípur út- varpsgrammófónsins til þess að áuka hljóðið, en gömlu hljóðdósirnar not- uðu hins vegar aðeins eina þeirra.

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.