Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 2
2 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR
Þórdís, ætlarðu að syngja á
mannamáli?
„Já, það er eins og við manninn
mælt.“
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bók-
arinnar Á mannamáli, syngur bakraddir í
undankeppni Eurovision í kvöld.
DÓMSMÁL Landspítalinn hefur verið dæmdur í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða hjúkrunar-
fræðingi, sem starfaði þar, tæpar þrjár milljónir
króna vegna tekjumissis.
Upphaf málsins má rekja til ákvörðunar stjórn-
enda geðsviðs LSH um að færa hjúkrunarfræðing-
inn milli deilda, haustið 2006. Var ákvörðunin sögð
tekin í kjölfar atviks sem gerðist milli umrædds
hjúkrunarfræðings og samstarfsmanns heima hjá
hjúkrunarfræðingnum eftir starfsmannaboð. Sam-
starfsmaðurinn leitaði til hjúkrunardeildarstjórans
mánudaginn eftir boðið og skýrði frá því að hjúkrun-
arfræðingurinn hefði sýnt sér kynferðislega áreitni.
Kvaðst hann ekki vilja starfa með konunni lengur.
Hjúkrunarfræðingurinn vildi ekki una ákvörð-
uninni um tilfærslu í starfi, mætti ekki til vinnu
eftir að hafa verið kynnt ákvörðunin og varð þar af
leiðandi fyrir tekjumissi. Í læknisvottorði kemur
fram að síðan hafi konan átt við mikla vanlíðan að
stríða og væri óvinnufær. Héraðsdómur hafði í maí
2007 vísað kröfu hennar um ógildingu tilfærslunn-
ar frá dómi. Hæstiréttur ógilti hins vegar umrædda
ákvörðun sviðsstjóra og sagði málsmeðferð hafa
„einkennst af fádæma hroka“. - jss
Landspítalinn dæmdur til að greiða konu bætur vegna tekjumissis:
Hjúkrunarfræðingi dæmdar milljónir
SKIPULAGSMÁL Tillaga um bygg-
ingu fimmtán íbúða á lóð St. Jós-
efskirkju liggur nú fyrir hjá skipu-
lagsráði Hafnarfjarðar.
„Í ljósi þess hve stór hópur Hafn-
firðinga mótmælti harðlega fyrir
tveimur árum þegar önnur til-
laga um íbúðabyggð á þessu græna
svæði var lögð fram af meirihluta
Samfylkingarinnar, finnst mér
tillagan nú algjör tímaskekkja,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir, full-
trúi minnihluta Sjálfstæðisflokks
í skipulagsráðinu.
Gísli Ó. Valdimarsson, sem situr
í skipulagsráði fyrir meirihluta
Samfylkingar og er formaður ráðs-
ins, segir útfærsluna á byggðinni
nú breytta frá því sem var í fyrri
tillögu. „Það er minna umfang og
lægri byggingar og samnýting við
kirkjustarfið. Síðan er aðkoman öll
frá Jófríðarstaðavegi en ekki frá
raðhúsagötunni Staðarhvammi.“
Þetta segir Gísli helsta muninn á
nýju og gömlu tillögunni.
Fallið var frá gömlu tillögunni á
sínum tíma, bæði vegna neikvæðra
viðhorfa nágranna og andstöðu
innan safnaðarins sjálfs. „Vitaskuld
vill söfnuðurinn líta til einhvers
konar nýtingar sem tengist kirkj-
unni,“ bendir Gísli á og segir að
einmitt sé komið til móts við þessa
ósk með því að söfnuðurinn geti
nýtt sameiginlegt þjónusturými
sem fylgja eigi nýju byggðinni.
Gísli segir nýju tillöguna enn
aðeins á hugmyndastigi en hún
verði væntanlega fljótlega kynnt á
almennum fundi þannig að fá megi
viðbrögð úr umhverfinu. Um er
að ræða fimmtán raðhús og þjón-
ustubyggingu sem byggð verða af
Búmönnum. Íbúðirnar eiga að vera
innan við eitt hundrað fermetrar
hver og eru ætlaðar fimmtíu ára og
eldri. Í fyrri tillögunni var gert ráð
fyrir íbúðum á almennan markað.
Eins og áður segir setti söfnuð-
urinn sig á móti fyrri tillögunni
og þar með á móti áformum yfir-
stjórnar kaþólsku kirkjunnar sem
sá uppbygginguna sem leið til að
grynnka á miklum skuldum. Eftir
yfirlegu frá í haust lítur söfnuður-
inn nú málið jákvæðum augum.
Rósa Guðbjartsdóttir kveður
sjálfstæðismenn telja að huga eigi
að annarri nýtingu á þeim fallega
stað sem um sé að ræða. „Einnig
hef ég bent á að alls enginn skort-
ur er á nýju íbúðarhúsnæði í Hafn-
arfirði um þessar mundir. Reynd-
ar eru hér hundruð óseldra íbúða
í hverfum bæjarins sem skipulögð
voru á þenslutímum,“ segir fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins.
gar@frettabladid.is
Vilja lágreist raðhús
á lóð St. Jósefskirkju
Búmenn og kaþólska kirkjan vilja fá að byggja raðhús á lóð St. Jósefskirkju í
Hafnarfirði. Minnihluti í skipulagsráði bæjarins er andvígur. Söfnuðurinn var
áður á móti áformum yfirstjórnar kirkjunnar en er sáttur við breytta tillögu.
HUGMYND AÐ UPPBYGGINGU Samkvæmt nýrri tillögu er gert ráð fyrir fimmtán
íbúðum Búmanna fyrir fimmtíu ára og eldri í lágreistri byggð milli St. Jósefskirkju og
leikskólans Hvamms. MYND/TEIKNISTOFA GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR
GÍSLI Ó.
VALDIMARSSON
RÓSA
GUÐBJARTSDÓTTIR
GEÐDEILD Flytja átti
hjúkrunarfræðinginn
í starfi frá geðdeild
yfir á Klepp.
... alls enginn skortur er
á nýju íbúðarhúsnæði í
Hafnarfirði um þessar mundir.
RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR
BÆJARFULLTRÚI Í HAFNARFIRÐI
Leikskólinn
Hvammur
St. Jósefskirkja
Jófr
íða
rsta
ðav
egu
r
Staðarhvammur
Raðhúsabyggð
MENNTAMÁL Aldrei hafa fleiri
nemendur verið skráðir til náms
í háskólum og framhaldsskólum
landsins. Námsmenn á skólastig-
unum tveimur eru í dag 48.706,
og hefur fjölgað um þrjú pró-
sent frá fyrra ári, að því er fram
kemur á vef Hagstofu Íslands.
Fjölgunin er meiri á háskóla-
stigi, 5,5 prósent. Þar eru 19.008
skráðir í nám. Fjölgunin er 1,5
prósent á framhaldsskólastiginu,
þar sem nemendur eru 29.698.
Konur eru 56,5 prósent nema á
skólastigunum tveimur, 62,2 pró-
sent skráðra nema í framhalds-
skólum, og 52,9 prósent í fram-
haldsskólum. - bj
Háskólar og framhaldsskólar:
Aldrei fleiri
skráðir í skóla
LAUNAMÁL Kjararáð hefur sent rúmlega tuttugu for-
stjórum og forstöðumönnum ríkisstofnana og hluta-
félaga bréf þar sem þeim er gefinn frestur til 1.
febrúar til að andmæla nýrri ákvörðun ráðsins um
launakjör þeirra.
Alþingi samþykkti í ágúst lagabreytingar til þess
að færa ákvörðun um launakjör margra embætt-
ismanna og ríkisforstjóra undir ákvörðunarvald
kjararáðs. Ráðinu var falið að framfylgja þeirri
stefnu að föst laun ríkisstarfsmanna yrðu ekki
hærri en þær 935.000 krónur sem Jóhanna Sigurð-
ardóttir fær greidd í mánaðarlaun. Kjararáð hefur
síðan unnið að málinu.
Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, sagði við
Fréttablaðið að nýir úrskurðir um laun ríkisfor-
stjóra yrðu kynntir fljótlega eftir að andmælafrest-
ur forstjóranna rynni út.
Meðal þeirra embættismanna sem ný ákvörðun
kjararáðs snertir eru seðlabankastjóri og forstjór-
ar Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaeftirlitsins og
Íbúðalánasjóðs. Einnig forstjórar hlutafélaga sem
ríkið á að mestu eða öllu leyti, svo sem útvarps-
stjóri RÚV, forstjórar Landsvirkjunar, Íslandspósts,
Neyðarlínunnar, RARIK og Orkubús Vestfjarða,
Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. - pg
Vinna við nýja úrskurði kjararáðs um laun ríkisforstjóra á lokastigi:
Um tuttugu forstjórar með
andmælafrest frá kjararáði
HÆST LAUNUÐ Enginn ríkisstarfsmaður á að fá hærri laun fyrir
dagvinnu en 935.000 eins og forsætisráðherra fær í mánaðar-
laun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR GÍSLASON
BANDARÍKIN, AP Úrskurður Hæsta-
réttar Bandaríkjanna á fimmtu-
dag, um að fyrirtækjum sé heim-
ilt að styrkja kosningabaráttu
stjórnmálamanna að vild, hefur
vakið margvísleg viðbrögð.
Hagsmunasamtök á borð við
Viðskiptaráð Bandaríkjanna og
Samtök byssueigenda fagna sigri
og munu vafalaust nota tækifær-
ið til að koma sér í mjúkinn hjá
frambjóðendum. Tugir fram-
kvæmdastjóra stórfyrirtækja
sendu hins vegar þingmönnum
harðorða yfirlýsingu: Hættið að
sníkja fé hjá okkur og samþykkið
heldur betri lög um fjármögnun
kosningabaráttu. - gb
Bandarísk stórfyrirtæki:
Þingmenn láti
af sníkjum
SAMGÖNGUR Yfirgnæfandi meiri-
hluti flugmanna Icelandair hefur
samþykkt tillögu um verkfalls-
heimild vegna kjaradeilu við
félagið. Ákvörðun um verkfall
verður tekin á næstu dögum.
Tillagan gerir ráð fyrir því
að 48 stunda verkfall hefjist að
morgni fimmtudagsins 4. febrú-
ar næstkomandi. Verði ekki
samið eftir það hefst verkfall á
nýjan leik klukkan sex að morgni
fimmtudagsins 11. febrúar.
Rúmlega 95 prósent þeirra
flugmanna sem tóku þátt í raf-
rænni kosningu samþykktu
verkfallsheimild. Um 83 prósent
félagsmanna greiddu atkvæði. - bj
Flugmenn hjá Icelandair:
Samþykkja
boðun verkfalls
Launavísitala lækkað
Launavísitala hefur lækkað um 3,6
prósent síðustu tólf mánuði, og lækk-
aði um 0,3 prósent í desember frá
fyrra mánuði. Kaupmáttur launa hafði
í desember lækkað um 3,6 prósent
síðustu tólf mánuði, að því er fram
kemur á vef Hagstofu Íslands.
EFNAHAGSMÁL
Lést af áverkum
eftir sprengingu
Ungi maðurinn sem slasað-
ist alvarlega í sprengingu í
Hveragerði á þriðjudagskvöld
lést í fyrrinótt á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Hann hét
Örn Norðdahl Magnússon.
Örn komst aldrei til meðvit-
undar eftir slysið. Hann var 23
ára, fæddur 3. október 1986,
og búsettur í foreldrahúsum
að Borgarhrauni 33 í Hvera-
gerði. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
IÐNAÐUR Kvikmyndaver Atlantic
Studios opnar á Ásbrú í Reykja-
nesbæ, á gamla varnarliðssvæð-
inu, í dag. Kvikmyndaverið er
sagt hið glæsilegasta og jafnast
á við það sem best gerist annars
staðar í Evrópu.
Húsið, sem er gamalt flugskýli
hersins, er alls 5.000 fermetr-
ar að stærð og skiptist í kvik-
myndaver, sem er 2.200 fermetr-
ar, í skrifstofurými, geymslur,
hreinlætisaðstöðu og veitingaað-
stöðu. Útisvæði er 7.000 fermetr-
ar. Töluverðar endurbætur hafa
verið gerðar á húsnæðinu, svo
sem varðandi hljóðeinangrun og
endurnýjun raflagna.
Sena er einn eigenda kvik-
myndaversins og sér um rekstur
þess, en stefnt er að því að opna
fyrir aðkomu annarra. - óká
Flugskýli undir kvikmyndaver:
Eins og best
gerist í Evrópu
KVIKMYNDAVER Á VELLINUM Kvik-
myndaverið Atlantic Studios opnar
formlega í dag. MYND/SENA
SPURNING DAGSINS