Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 2
2 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR Þórdís, ætlarðu að syngja á mannamáli? „Já, það er eins og við manninn mælt.“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bók- arinnar Á mannamáli, syngur bakraddir í undankeppni Eurovision í kvöld. DÓMSMÁL Landspítalinn hefur verið dæmdur í Hér- aðsdómi Reykjavíkur til þess að greiða hjúkrunar- fræðingi, sem starfaði þar, tæpar þrjár milljónir króna vegna tekjumissis. Upphaf málsins má rekja til ákvörðunar stjórn- enda geðsviðs LSH um að færa hjúkrunarfræðing- inn milli deilda, haustið 2006. Var ákvörðunin sögð tekin í kjölfar atviks sem gerðist milli umrædds hjúkrunarfræðings og samstarfsmanns heima hjá hjúkrunarfræðingnum eftir starfsmannaboð. Sam- starfsmaðurinn leitaði til hjúkrunardeildarstjórans mánudaginn eftir boðið og skýrði frá því að hjúkrun- arfræðingurinn hefði sýnt sér kynferðislega áreitni. Kvaðst hann ekki vilja starfa með konunni lengur. Hjúkrunarfræðingurinn vildi ekki una ákvörð- uninni um tilfærslu í starfi, mætti ekki til vinnu eftir að hafa verið kynnt ákvörðunin og varð þar af leiðandi fyrir tekjumissi. Í læknisvottorði kemur fram að síðan hafi konan átt við mikla vanlíðan að stríða og væri óvinnufær. Héraðsdómur hafði í maí 2007 vísað kröfu hennar um ógildingu tilfærslunn- ar frá dómi. Hæstiréttur ógilti hins vegar umrædda ákvörðun sviðsstjóra og sagði málsmeðferð hafa „einkennst af fádæma hroka“. - jss Landspítalinn dæmdur til að greiða konu bætur vegna tekjumissis: Hjúkrunarfræðingi dæmdar milljónir SKIPULAGSMÁL Tillaga um bygg- ingu fimmtán íbúða á lóð St. Jós- efskirkju liggur nú fyrir hjá skipu- lagsráði Hafnarfjarðar. „Í ljósi þess hve stór hópur Hafn- firðinga mótmælti harðlega fyrir tveimur árum þegar önnur til- laga um íbúðabyggð á þessu græna svæði var lögð fram af meirihluta Samfylkingarinnar, finnst mér tillagan nú algjör tímaskekkja,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, full- trúi minnihluta Sjálfstæðisflokks í skipulagsráðinu. Gísli Ó. Valdimarsson, sem situr í skipulagsráði fyrir meirihluta Samfylkingar og er formaður ráðs- ins, segir útfærsluna á byggðinni nú breytta frá því sem var í fyrri tillögu. „Það er minna umfang og lægri byggingar og samnýting við kirkjustarfið. Síðan er aðkoman öll frá Jófríðarstaðavegi en ekki frá raðhúsagötunni Staðarhvammi.“ Þetta segir Gísli helsta muninn á nýju og gömlu tillögunni. Fallið var frá gömlu tillögunni á sínum tíma, bæði vegna neikvæðra viðhorfa nágranna og andstöðu innan safnaðarins sjálfs. „Vitaskuld vill söfnuðurinn líta til einhvers konar nýtingar sem tengist kirkj- unni,“ bendir Gísli á og segir að einmitt sé komið til móts við þessa ósk með því að söfnuðurinn geti nýtt sameiginlegt þjónusturými sem fylgja eigi nýju byggðinni. Gísli segir nýju tillöguna enn aðeins á hugmyndastigi en hún verði væntanlega fljótlega kynnt á almennum fundi þannig að fá megi viðbrögð úr umhverfinu. Um er að ræða fimmtán raðhús og þjón- ustubyggingu sem byggð verða af Búmönnum. Íbúðirnar eiga að vera innan við eitt hundrað fermetrar hver og eru ætlaðar fimmtíu ára og eldri. Í fyrri tillögunni var gert ráð fyrir íbúðum á almennan markað. Eins og áður segir setti söfnuð- urinn sig á móti fyrri tillögunni og þar með á móti áformum yfir- stjórnar kaþólsku kirkjunnar sem sá uppbygginguna sem leið til að grynnka á miklum skuldum. Eftir yfirlegu frá í haust lítur söfnuður- inn nú málið jákvæðum augum. Rósa Guðbjartsdóttir kveður sjálfstæðismenn telja að huga eigi að annarri nýtingu á þeim fallega stað sem um sé að ræða. „Einnig hef ég bent á að alls enginn skort- ur er á nýju íbúðarhúsnæði í Hafn- arfirði um þessar mundir. Reynd- ar eru hér hundruð óseldra íbúða í hverfum bæjarins sem skipulögð voru á þenslutímum,“ segir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. gar@frettabladid.is Vilja lágreist raðhús á lóð St. Jósefskirkju Búmenn og kaþólska kirkjan vilja fá að byggja raðhús á lóð St. Jósefskirkju í Hafnarfirði. Minnihluti í skipulagsráði bæjarins er andvígur. Söfnuðurinn var áður á móti áformum yfirstjórnar kirkjunnar en er sáttur við breytta tillögu. HUGMYND AÐ UPPBYGGINGU Samkvæmt nýrri tillögu er gert ráð fyrir fimmtán íbúðum Búmanna fyrir fimmtíu ára og eldri í lágreistri byggð milli St. Jósefskirkju og leikskólans Hvamms. MYND/TEIKNISTOFA GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR GÍSLI Ó. VALDIMARSSON RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR GEÐDEILD Flytja átti hjúkrunarfræðinginn í starfi frá geðdeild yfir á Klepp. ... alls enginn skortur er á nýju íbúðarhúsnæði í Hafnarfirði um þessar mundir. RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR BÆJARFULLTRÚI Í HAFNARFIRÐI Leikskólinn Hvammur St. Jósefskirkja Jófr íða rsta ðav egu r Staðarhvammur Raðhúsabyggð MENNTAMÁL Aldrei hafa fleiri nemendur verið skráðir til náms í háskólum og framhaldsskólum landsins. Námsmenn á skólastig- unum tveimur eru í dag 48.706, og hefur fjölgað um þrjú pró- sent frá fyrra ári, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Fjölgunin er meiri á háskóla- stigi, 5,5 prósent. Þar eru 19.008 skráðir í nám. Fjölgunin er 1,5 prósent á framhaldsskólastiginu, þar sem nemendur eru 29.698. Konur eru 56,5 prósent nema á skólastigunum tveimur, 62,2 pró- sent skráðra nema í framhalds- skólum, og 52,9 prósent í fram- haldsskólum. - bj Háskólar og framhaldsskólar: Aldrei fleiri skráðir í skóla LAUNAMÁL Kjararáð hefur sent rúmlega tuttugu for- stjórum og forstöðumönnum ríkisstofnana og hluta- félaga bréf þar sem þeim er gefinn frestur til 1. febrúar til að andmæla nýrri ákvörðun ráðsins um launakjör þeirra. Alþingi samþykkti í ágúst lagabreytingar til þess að færa ákvörðun um launakjör margra embætt- ismanna og ríkisforstjóra undir ákvörðunarvald kjararáðs. Ráðinu var falið að framfylgja þeirri stefnu að föst laun ríkisstarfsmanna yrðu ekki hærri en þær 935.000 krónur sem Jóhanna Sigurð- ardóttir fær greidd í mánaðarlaun. Kjararáð hefur síðan unnið að málinu. Guðrún Zoëga, formaður kjararáðs, sagði við Fréttablaðið að nýir úrskurðir um laun ríkisfor- stjóra yrðu kynntir fljótlega eftir að andmælafrest- ur forstjóranna rynni út. Meðal þeirra embættismanna sem ný ákvörðun kjararáðs snertir eru seðlabankastjóri og forstjór- ar Samkeppniseftirlitsins, Fjármálaeftirlitsins og Íbúðalánasjóðs. Einnig forstjórar hlutafélaga sem ríkið á að mestu eða öllu leyti, svo sem útvarps- stjóri RÚV, forstjórar Landsvirkjunar, Íslandspósts, Neyðarlínunnar, RARIK og Orkubús Vestfjarða, Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. - pg Vinna við nýja úrskurði kjararáðs um laun ríkisforstjóra á lokastigi: Um tuttugu forstjórar með andmælafrest frá kjararáði HÆST LAUNUÐ Enginn ríkisstarfsmaður á að fá hærri laun fyrir dagvinnu en 935.000 eins og forsætisráðherra fær í mánaðar- laun. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR GÍSLASON BANDARÍKIN, AP Úrskurður Hæsta- réttar Bandaríkjanna á fimmtu- dag, um að fyrirtækjum sé heim- ilt að styrkja kosningabaráttu stjórnmálamanna að vild, hefur vakið margvísleg viðbrögð. Hagsmunasamtök á borð við Viðskiptaráð Bandaríkjanna og Samtök byssueigenda fagna sigri og munu vafalaust nota tækifær- ið til að koma sér í mjúkinn hjá frambjóðendum. Tugir fram- kvæmdastjóra stórfyrirtækja sendu hins vegar þingmönnum harðorða yfirlýsingu: Hættið að sníkja fé hjá okkur og samþykkið heldur betri lög um fjármögnun kosningabaráttu. - gb Bandarísk stórfyrirtæki: Þingmenn láti af sníkjum SAMGÖNGUR Yfirgnæfandi meiri- hluti flugmanna Icelandair hefur samþykkt tillögu um verkfalls- heimild vegna kjaradeilu við félagið. Ákvörðun um verkfall verður tekin á næstu dögum. Tillagan gerir ráð fyrir því að 48 stunda verkfall hefjist að morgni fimmtudagsins 4. febrú- ar næstkomandi. Verði ekki samið eftir það hefst verkfall á nýjan leik klukkan sex að morgni fimmtudagsins 11. febrúar. Rúmlega 95 prósent þeirra flugmanna sem tóku þátt í raf- rænni kosningu samþykktu verkfallsheimild. Um 83 prósent félagsmanna greiddu atkvæði. - bj Flugmenn hjá Icelandair: Samþykkja boðun verkfalls Launavísitala lækkað Launavísitala hefur lækkað um 3,6 prósent síðustu tólf mánuði, og lækk- aði um 0,3 prósent í desember frá fyrra mánuði. Kaupmáttur launa hafði í desember lækkað um 3,6 prósent síðustu tólf mánuði, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. EFNAHAGSMÁL Lést af áverkum eftir sprengingu Ungi maðurinn sem slasað- ist alvarlega í sprengingu í Hveragerði á þriðjudagskvöld lést í fyrrinótt á gjörgæslu- deild Landspítalans. Hann hét Örn Norðdahl Magnússon. Örn komst aldrei til meðvit- undar eftir slysið. Hann var 23 ára, fæddur 3. október 1986, og búsettur í foreldrahúsum að Borgarhrauni 33 í Hvera- gerði. Hann var ókvæntur og barnlaus. IÐNAÐUR Kvikmyndaver Atlantic Studios opnar á Ásbrú í Reykja- nesbæ, á gamla varnarliðssvæð- inu, í dag. Kvikmyndaverið er sagt hið glæsilegasta og jafnast á við það sem best gerist annars staðar í Evrópu. Húsið, sem er gamalt flugskýli hersins, er alls 5.000 fermetr- ar að stærð og skiptist í kvik- myndaver, sem er 2.200 fermetr- ar, í skrifstofurými, geymslur, hreinlætisaðstöðu og veitingaað- stöðu. Útisvæði er 7.000 fermetr- ar. Töluverðar endurbætur hafa verið gerðar á húsnæðinu, svo sem varðandi hljóðeinangrun og endurnýjun raflagna. Sena er einn eigenda kvik- myndaversins og sér um rekstur þess, en stefnt er að því að opna fyrir aðkomu annarra. - óká Flugskýli undir kvikmyndaver: Eins og best gerist í Evrópu KVIKMYNDAVER Á VELLINUM Kvik- myndaverið Atlantic Studios opnar formlega í dag. MYND/SENA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.