Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 72
44 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR HANDBOLTI Í kvöld mætir Ísland Evrópumeisturum Danmerkur í gríðarlega mikilvægum leik á EM í handbolta sem fer fram í Aust- urríki. Ísland hefur gert tvö jafntefli til þessa og þótt niðurstaða þessara leikja hafi verið strákunum okkar mikil vonbrigði eru þeir enn í lyk- ilstöðu upp á framhaldið að gera. Með sigri í kvöld standa þeir uppi sem sigurvegarar riðilsins og fara með þrjú stig með sér í milliriðla- keppnina til Vínarborgar. Guðmundur Guðmundsson segir að þetta sé það sem mikilvægast er að hafa í huga. „Ég hef trú á liðinu og að okkur takist að ná upp fullri einbeitingu fyrir leikinn gegn Dönum. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að við erum með frábært tæki- færi í höndunum,“ sagði Guðmund- ur við Fréttablaðið í gær. Hann var þá staddur á hóteli liðsins í Linz og nýkominn af löngum fundi með leikmönnum sínum. Vonbrigðin eftir leikinn gegn Austurríki á fimmtudagskvöldið voru mikil enda tapaði liðið með ótrúlegri atburðarás niður þriggja marka forystu á síðustu 50 sekúnd- um leiksins. Til að bæta gráu ofan á svart þá missti Ísland niður fjög- urra marka forystu á síðustu fimm mínútum leiksins gegn Serbíu á þriðjudagskvöldið. „Nú höfum við lagt þetta til hliðar og munum ekki velta okkur meira upp úr þessu. Þetta hlýtur að vera ómetanleg reynsla fyrir okkur og hana munum við nota á jákvæðan hátt,“ segir Guðmund- ur. Hingað til hafa byrjunarliðs- menn íslenska liðsins verið í aðal- hlutverki og aðrir í leikmannahópi liðsins lítið sem ekkert fengið að spreyta sig. Guðmundur segir ýmsar ástæður fyrir því. „Við dreifðum álaginu á fleiri leikmenn á Ólympíuleikunum en það er ýmislegt sem hefur orðið til þess að svo er ekki nú. Í fyrsta lagi höfum við verið að bíða eftir því að Aron jafni sig á meiðslunum sem hann varð fyrir í Frakklandi um síðustu helgi og nú er hann algjör- lega klár. Ég á von á því að hann komi meira við sögu í leiknum á morgun.“ Logi Geirsson kom inn á í stutt- an tíma í gær sem og Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Hjá Loga saknar maður þess að hann skjóti meira og á meðan svo er munum við hugsa okkar gang. Þar að auki hefur allt- af komið til greina að nota Aron líka vinstra megin á móti Arnóri og það er fleira sem kemur til. Við erum að skoða notkunarmöguleika á ýmsum leikmönnum.“ En aðalmálið er leikurinn í kvöld og Guðmundur hefur ekki áhyggj- ur af hugarfari sinna manna fyrir leikinn. „Ég tel að viljinn til að kom- ast inn í milliriðilinn með þrjú stig verði öllu öðru yfirsterkara. Það gerist ýmislegt í íþróttum og maður verður bara að geta lagt mótlætið til hliðar og einbeitt sér að framtíðinni. Þannig er bara lífið.“ sport@frettabladid.is EM Í AUSTURRÍKI EIRÍKUR STEFÁN ÁSGEIRSSON skrifar frá Linz eirikur@frettabladid.is C-RIÐILL: Þýskaland-Svíþjóð 30-29 Pólland-Slóvenía 30-30 STAÐAN: Pólland 3 2 1 0 84-79 5 Slóvenía 3 1 2 0 91-89 4 Þýskaland 3 1 1 1 89-90 3 Svíþjóð 3 0 0 3 78-84 0 D-RIÐILL: Frakkland-Spánn 24-24 Ungverjaland-Tékkland 26-33 STAÐAN: Spánn 3 2 1 0 95-74 5 Frakkland 3 1 2 0 74-73 4 Tékkland 3 1 0 2 78-84 2 Ungverjaland 3 0 1 2 80-96 1 Stig í milliriðli: Pólland 3, Spánn 3, Frakk- land 3, Slóvenía 2, Þýskaland 1, Tékkland 0 EM Í HANDBOLTA FÓTBOLTI Bikarævintýri gamla stór- veldisins Leeds heldur áfram í dag er liðið mætir Tottenham Hotspur í enska bikarnum. Leikmenn Tottenham falla klár- lega ekki í þá gryfju að vanmeta Leeds-liðið sem lagði Englands- meistara Man. Utd á Old Traff- ord. Þar lék liðið stórvel og press- aði leikmenn Man. Utd úti um allan völl. Gamla brýnið Ken Bates er stjórnarformaður Leeds í dag og hann gerir ekki of miklar kröfur til sinna manna í dag. „Áður en Spurs tapaði fyrir Liverpool hafði liðið ekki tapað í sex leikjum í röð. Maður veit samt aldrei hvað gerist, bikarkeppnin er bara þannig,“ sagði Bates. „Rétt eins og gegn Man. Utd förum við í leikinn með hófleg- ar væntingar. Munum selja okkur dýrt og vonumst til að missa ekki menn í meiðsli. Ef við gerum það þá er aldrei að vita hvað gerist.“ Aðeins einn deildarleikur fer fram um helgina þegar Man. Utd og Hull City mætast. United getur komist á toppinn með sigri, í það minnsta tímabund- ið. - hbg Bikarhelgi í enska boltanum og aðeins einn leikur fer fram í úrvalsdeildinni: Heldur bikarævintýri Leeds áfram? ÆVINTÝRI Jermaine Beckford fagnar hér á Old Trafford. Fagnar hann aftur í dag? NORDIC PHOTOS/GETTY LEIKIR HELGARINNAR: Preston - Chelsea Reading - Burnley Accrington Stanley - Fulham Aston Villa - Brighton Bolton - Sheff. Utd Cardiff City - Leicester City Derby County - Doncaster Rovers Everton - Birmingham Notts County - Wigan Athletic Portsmouth - Sunderland Southampton - Ipswich Town WBA - Newcastle United Wolves - Crystal Palace Tottenham Hotspur - Leeds United Stoke City - Arsenal Scunthorpe United - Man. City Pálmi Freyr Sigurgeirsson, bakvörðurinn öflugi hjá Snæfelli, hefur misst af síðustu fjórum leikjum liðsins vegna bakmeiðsla og það er enn óvíst hvenær hann getur farið að spila aftur. „Þetta gerðist á æfingu í lok nóvember. Ég var að gera varn- ar æfingu, beygði mig niður og fékk þá í bakið. Svo viku seinna fór ég til læknis og hann sagði að það besta sem ég gerði væri að hreyfa mig. Það var síðan leikur daginn eftir á móti Njarðvík og hann sagði mér að prófa og ég gerði það,“ segir Pálmi. „Ég var með í tveimur leikjum en var ekki orðinn nægilega góður þannig að ég meiddi mig aftur. Ég er búinn að vera frá síðan þá. Ég hef ekkert verið í vandræðum með bakið og þetta er alveg glænýtt.“ Pálmi hafði í leiknum á undan átt einn sinn besta leik í vetur með því að skora 26 stig í sigri á Tindastól. „Það er hrikalega erfitt að standa í svona meiðslum og sérstaklega þar sem maður veit ekkert hvenær maður getur byrjað aftur að spila. Maður bíður og bíður eftir að ná sér. Það er miklu verra en að maður viti að maður sé frá í þrjá mánuði því þá gæti maður bara undirbúið sig fyrir það,“ segir Pálmi sem segir það vera svakalega erfitt að þurfa að sitja á hliðarlínunni. Snæfellsliðið hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum í vetur og verið án lykilmanna í mörgum leikjum. „Ég held að við höfum náð því að vera með fullt lið í tveimur leikjum í vetur og það var á móti Njarðvík í deildinni og Hamri í bikarnum. Ég var með á móti Njarðvík en þá var ég bara fimmtíu prósent enda bara vika síðan ég hafði farið í bak- inu. Það hafa ekki allir náð því að vera hundrað prósent í einum leik,“ segir Pálmi sem ætlar að vera bjartsýnn. „Baklæknirinn hér í Stykkishólmi, Jósep Ö. Blöndal, sem er einn sá færasti, segir að ég muni alveg ná mér og þetta er bara spurning um hvenær. Hann getur ekki sagt mér það sjálfur núna en ætti að geta það í næstu viku. Ég verð bara að halda mér jákvæðum og ég vona að tímabilið sé ekki búið hjá mér.“ PÁLMI FREYR SIGURGEIRSSON: EKKI BÚINN AÐ SPILA MEÐ SNÆFELLI SÍÐAN Í DESEMBERBYRJUN Ég vona að tímabilið sé ekki búið hjá mér Með frábært tækifæri Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir íslenska landsliðið vera með frábært tækifæri í höndunum fyrir leikinn mikilvæga gegn Dönum á EM í kvöld. Með sigri vinnur Ísland riðilinn og fer með þrjú stig í milliriðilinn. LIFIR SIG INN Í LEIKINN Guðmundur Guðmundsson tekur hér létt spor á hliðarlín- unni í leiknum á móti Austurríki. FRÉTTABLÐAIÐ/LEENA MANHART > Besta byrjun vinstri skyttu á stórmóti Arnór Atlason hefur gert betur í fyrstu tveimur leikjum Evrópumótsins heldur en allar vinstri skyttur íslenska landsliðsins á stórmótum frá upphafi. Arnór hefur skorað sextán mörk í fyrstu tveimur leikjunum og bætti þar með árangur Axel Axelssonar frá HM 1974 og Patreks Jóhannessonar frá HM 1997 en þeir gerðu báðir 14 mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum á umræddum stórmót- um. Arnór bætti sinn besta árangur um sex mörk en hann skoraði tíu mörk í fyrstu tveimur leikjum íslenska landsliðsins á Ólympíu- leikunum í Peking. HANDBOLTI Uppselt er á leiki kvöldsins í B-riðli EM í hand- bolta og má því búast við mik- illi stemningu í Tips-Arena-höll- inni í Linz. Hún tekur sex þúsund manns í sæti. Austurríkismenn eru í skýjunum eftir jafnteflið við Ísland og hafa fulla trú á sínum mönnum gegn Serbum í kvöld. - esá Stemningin í Linz í kvöld: Troðfull höll FULLT AF FÓLKI Það er mikið fjör á leikj- unum í Linz. FRÉTTABLAÐIÐ/LEENA MANHART HANDBOLTI Kasper Hvidt, mark- vörður Dana, sagði við Frétta- blaðið í gær að liðið væri búið að ná sínum markmiðum fyrir riðla- keppnina. „Við erum nokkuð afslapp- aðir eins og er. Við ætluðum að komast í milliriðlakeppnina með minnst tvö stig og því höfum við náð. Það er því minni pressa á okkur í leiknum í kvöld og von- andi verður það til þess að við spilum vel.“ Hann á þó von á erf- iðum leik. „Við vitum að Ísland er með frá- bært lið og leikir okkar hafa verið mjög spennandi í gegnum árin. Ég á von á að þetta muni ráðast á síð- ustu mínút- unum í kvöld.“ - esá Kasper Hvidt og Danir: Eru afslappaðir KASPER HVIDT MYND/BONGARTS N1 Deildin KONUR Laugardagur KA heimilið Fylkishöll Kaplakriki Ásvellir KA/Þór - Víkingur Fylkir - Valur FH - Fram Haukar - Stjarnan 16:00 16:00 16:00 16:00 2009 - 2010 A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið HANDBOLTI Svíþjóð og Ungverja- land sátu eftir í riðlakeppni Evr- ópumótsins í handbolta þegar keppni lauk í C- og D-riðlunum í gær. Svíar töpuðu fyrir Þjóðverj- um 29-30 í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli og Ungverjar steinlágu með sjö mörkum fyrir Tékkum við sams konar aðstæður. Svíar töpuðu öllum þremur leikj- um sínum á EM. Tékkar gerðu ekki bara sér greiða með þessum 33-26 sigri á Ungverjum því Frakkar fögnuðu einnig þessum úrslitum. Frakkar fara nú með þrjú stig inn í milli- riðilinn í staðinn fyrir að þeir hefðu farið með tvö stig ef Ung- verjar hefðu komist áfram. - óój EM í handbolta í gær: Svíarnir úr leik ÞJÓÐVERJAR ÁFRAM Unnu Svía í spennuleik í gær. MYND/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.