Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 18
18 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Þorkell Sigurlaugsson skrifar um háskólastarf á Íslandi Á næsta ári eru 100 ár síðan háskólastarf hófst á Íslandi í Alþingishúsinu við Austurvöll. Árið 1940 flutti Háskóli Íslands í nýja og glæsilega byggingu austan Suðurgötu. Það var mikið átak á sínum tíma enda höfðu verið mikl- ir erfiðleikar í efnahagslífinu og þeir svartsýnustu jafnvel spáð þjóðargjaldþroti. Stofnun Háskóla Íslands og glæsileg uppbygging hans á síðustu öld var eitt mik- ilvægasta verkefnið við að þróa nútímalegt velferðarsamfélag á Íslandi þar sem góð menntun var lykillinn að hagsæld þjóðarinn- ar og um leið liður í sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Happdrætti Háskóla Íslands, stjórnvöld, fyr- irtæki og einstaklingar hafa stutt dyggilega við uppbyggingu hús- næðis Háskóla Íslands í gegnum tíðina, enda skiptir gott húsnæði miklu máli fyrir gæði kennslu og rannsókna. Tímamót árið 2010 – nýbygging HR Nú eru aftur komin tímamót og vill svo til að þau ber einnig upp á erfiðleikatímum í efnahagslífi landsmanna eins og voru á fjórða áratug síðustu aldar. Ný háskóla- bygging sem hýsir Háskólann í Reykjavík (HR) í Nauthólsvík er risin og fyrsti áfangi tekinn í notkun. Í nýbyggingu HR verð- ur nútímaleg aðstaða fyrir um 3.000 nemendur og yfir 250 fast- ráðna starfsmenn háskólans. Aðstaða til náms, nýsköpunar og rannsókna verður í fremstu röð sem gefur okkur tækifæri að sækja fram af enn meiri krafti inn í 21. öldina. Byggingin styð- ur við þá hugmyndafræði háskól- ans að draga sem mest úr deild- armúrum og tryggja sem best og mest samskipti nemenda og kenn- ara. Nýsköpun og sterk tengsl við atvinnulíf og samfélag mun ein- kenna alla starfsemi skólans, auk þess sem áhersla verður lögð á að HR verði alþjóðlegur háskóli og stuðli þannig að miðlun og sköpun þekkingar fyrir alþjóðasamfélag- ið. Við Íslendingar eigum að líta á menntastarfsemi sem atvinnu- og gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem taki þátt í endurreisn efna- hagslífsins. Fjárhagsstaða HR er góð Rekstur HR hefur verið jákvæð- ur undanfarin ár. Þannig hefur verið hægt að takast á við kostn- aðarsama flutninga og akadem- íska uppbygg- ingu háskólans. Næstu ár verða vissulega erfið eins og hjá öllum öðrum sem þurfa að takast á við nið- urskurð. Mik- ilvægt er að stjórnvöld gangi ekki of langt í niðurskurði til háskólanna, því menntakerfið er nú sem fyrr ein af grunnstoðum samfélagsins auk þess sem þekkt er að menntun og nýsköpun gegna lykilhlutverkum í endurreisn atvinnulífsins. Til að mæta auknum kostnaði og lægri framlögum frá ríkinu til háskólastarfsemi, hefur HR eins og aðrir háskólar ráðist í ýmsar nauðsynlegar aðhaldsaðgerðir, m.a. hefur skólinn lækkað rekstr- arkostnað og laun starfsmanna. Einnig var á árinu 2008 ákveðið að fresta byggingu tveggja álma nýbyggingar HR. Mikilvægur þáttur í eflingu háskólastarfs á Íslandi Öflugur háskóli þarf að hafa sér- hannaða byggingu fyrir sína starf- semi. Það er því gleðilegur áfangi fyrir háskólamenntun og rann- sóknir á Íslandi að nýbygging HR hafi risið og sé komin í notk- un. Með þessari nýju aðstöðu og áframhaldandi uppbyggingu á aka- demískum styrk, er hægt að sinna enn betur atvinnulífsgreinum á sviði tækni- og verkfræði, við- skipta og lögfræði og öðrum lykil- þáttum atvinnulífsins. Nýbygging HR ásamt öflugum akademísk- um styrk skólans kemur honum í fremstu röð háskóla í okkar nágrannalöndum á þeim fræða- sviðum sem hann starfar. Það er ástæða til að óska Reyk- víkingum og landsmönnum öllum til hamingju með þessa háskóla- byggingu og þá öflugu starfsemi sem þar mun fara fram. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í þessu verkefni og vil ég fyrir hönd Háskólans í Reykjavík þakka öllum þeim fjölmörgu sem lögðu sig fram um að gera þessa byggingu að veruleika. Hlutverk háskólanna hér á landi mun, eins og og það var á fyrstu árum lýð- veldis á Íslandi á síðustu öld, vera mikilvægur þáttur í endurreisn- inni og við stöndum nú sterkari en áður í þeirri baráttu með okkar öfluga og fjölbreytta háskólasam- félag. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og þróunarsviðs Háskól- ans í Reykjavík. Stór áfangi í eflingu háskólastarfs UMRÆÐAN Sigurvin Guðfinnsson, Hannes Friðriksson og Kristján Þ. Davíðsson skrifa um sjávarút- vegsmál Erfið staða sjávarútvegsins og misjafnt álit meðal þjóðarinnar á fyrirkomulagi fiskveiði- stjórnunarkerfisins kallar á endurskoðun þess ef sátt á að nást um það. Í því sambandi höfum við undirritaðir velt fyrir okkur hugmyndum og leið- um að breytingum. Hugmyndir hafa verið uppi um ýmsar útgáfur af fyrningarleiðum sem flestar eiga það sammerkt að útfærsla þeirra tekur langan tíma og hafa flestar skapað úlfúð fremur en sátt. Hug- mynd okkar gengur út á það að ríkið taki gjald af veiðiheimildum byggt á úthlutun núverandi kvóta- kerfis og að sátt náist á milli hagsmunaaðila um útfærslu. Þeir hagsmunaaðilar sem um ræðir eru útgerðir, stjórnvöld og lánardrottnar útgerðarinnar. Heildarskuldir sjávarútvegsins eru nú taldar vera um 500-600 milljarðar króna og eru augljós- lega mjög íþyngjandi fyrir hann. Þótt hluti sé vegna framvirkra samninga, að hluta til gjaldeyrisvarn- ir og að hluta til brask er ljóst að stór hluti þessara skulda er tilkominn vegna viðskipta með veiðiheim- ildir, sem að miklu leyti hafa skipt um hendur frá því kvótakerfið var sett á laggirnar. Ljóst er að stór hluti þeirrar tekna sem nú er aflað í sjávarútvegin- um fer í greiðslu af þessum lánaskuldbindingum. Ríkið taki yfir veiðiheimildir og veðskuldir Tillaga okkar reynir á eins mildilegan hátt og mögulegt er að taka tillit til hagsmuna beggja aðila, en jafnframt er bæði gætt sanngirnissjónarmiða um að greitt sé fyrir afnot af sameiginlegri auðlind um leið og rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins við nýjar aðstæður er tryggður til framtíðar. Tillaga okkar er að ríkið yfirtaki allan kvóta frá útgerðum, en greiði þeim fyrir hann með yfirtöku þeirra veðskulda sem eru tilkomnar vegna kvóta- kaupa hverrar útgerðar. Ríkið leigir síðan útgerð- unum til baka kvótann á viðráðanlegu verði sem útgerðin getur staðið undir, eftir að hafa losnað við framangreindar veðskuldir. Skuldir sem eru kvótakaupum óviðkomandi, eins og til dæmis vegna framvirkra gjaldeyrissamninga, yrðu að sjálfsögðu eftir. Mikilvægt er að hagsmunaaðilar komi sér saman um hvert innlausnarverð á kvótanum skuli vera, sem lagt verði til grundvallar á uppgreiðslu skulda útgerðarinnar. Með þessari aðferð er eignarrétt- ur þeirra sem keypt hafa kvóta virtur og sann- girni gætt gagnvart þeim við yfirtöku kvótans. Sú greiðsla sem ríkið innir af hendi yrði í formi rík- isskuldabréfa til langs tíma. Þessi skuldabréf geta síðan gengið kaupum og sölum á frjálsum markaði og væru til dæmis nýtanleg til greiðslu á veiðileigu. Heimildir leigðar út aftur Eftir yfirtöku ríkisins á veiðiheimildum er til- laga okkar að ríkið leigi veiðiheimildirnar aftur til útgerða í samræmi við þeirra áður útgefnu úthlut- un í kvótakerfinu, þ.e. að hver útgerð hafi forgangs- heimild til að leigja áður úthlutaðar veiðiheimildir, einnig eftir að ríkið kaupir þær til baka. Ef útgerð vill ekki leigja til sín allar þær heimildir sem hún á rétt á, þá renni þær í sameiginlegan frjálsan pott sem ætlaður er til nýliðunar í greininni og til vaxt- ar fyrir þá sem standa sig vel. Útgerð gæti aðeins einu sinni hafnað leigu á sinni „gömlu“ úthlutun, t.d. vegna viðhalds, bilana eða úreldingar skipa/ minnkunar umsvifa, eftir það kæmi til skerðingar sem höfnun nemur og aflaheimildin sem útgerð- in hafnaði rynni þá sjálfkrafa í frjálsa pottinn. Þetta myndi styrkja stöðu nýliðanna og væntan- lega aukast eftir því sem tíminn líður. Einnig teld- um við rétt að skoða það að taka lítinn hluta, til dæmis á bilinu 1-3% af öllum botnfisktegundum og setja strax í upphafi við yfirtöku kvótans í þenn- an frjálsa pott, til þess að hann sé þegar til staðar, í upphafi nýs fyrirkomulags. Síðari hafnanir, sem reikna má með að verði alltaf einhverjar myndu svo auka vægi frjálsa pottsins. Það sem væri afgangs eftir leigu til nýliða yrði svo boðið öllum útgerðum til leigu á frjálsum markaði. Til að tryggja sveigj- anleika má vel hugsa sér að útgerðir hefðu leyfi til að framleigja kvóta til annarra útgerða að ein- hverju marki. Telja má að verði hugmyndir sem þessi að veru- leika aukist líkur á að sátt náist hvað varðar þau ágreiningsatriði sem fylgt hafa kvótakerfinu frá upphafi, meðal annars það að ljóst sé að kvótinn sé sameign þjóðarinnar og að veðsetning á óveidd- um fiski í sjónum sé óheimil. Einnig verður tryggt að nýliðun verði innbyggð í kerfið og allir hafi þar sömu möguleika til þess að taka þátt í krafti dugn- aðar og útsjónarsemi. Einnig er tryggt að öll aukn- ing eða minnkun í kvóta verði jafnt látin ganga yfir alla og þá miðað við úthlutunarrétt viðkomandi á því fiskveiðiári sem um ræðir. Tvö markmið Segja má að þessar hugmyndir miði að tvennu. Að kvótinn verði eign þjóðarinnar/ríkisins og að ljóst sé að sá kostnaður sem lagt er í skili sér til baka í formi þess leigugjalds sem innheimt verður. Það leigugjald verður þó að vera það sanngjarnt að það megi takast að skjóta stoðum undir eðlileg rekstr- arskilyrði sjávarútvegsins. Til þess að þetta verði unnt verður því að reikna út hver sá kostnaður verður sem slík yfirtaka hefur í för með sér. Finna verður leið til að dreifa þeim kostnaði yfir svo lang- an tíma sem mögulegt er. Við þetta munu heildar- skuldir sjávarútvegsins minnka verulega og rekstr- arskilyrði hans batna í bráð og lengd. Með þessu kerfi verða skip söluvara eins og áður var, þar sem söluandvirði skips er miðað við skip- ið sjálft, án kvóta. Þau verðmæti sem eru í skipun- um munu að sjálfsögðu þróast í takt við verðmæta- sköpun í greininni. Þetta mun skapa það veðhæfi sem fyrirtækjunum eru nauðsynleg til rekstrar og þar með tryggja ábyrgð eigendanna á rekstrinum, fremur en dugnaður þeirra við að slá lán langt yfir raunverulegu verðmæti skipa með núverandi fyrir- komulagi á „veðsetningu“ veiðiheimilda, sem felst í því að lánastofnanir hafa úrslitavald um flutning veiðiheimilda á milli skipa og útgerða, sem er í raun veðsetning veiðiheimilda þótt óbein sé og gengur gegn anda lagasetningar um að veðsetning veiði- heimilda sé óheimil. Fallist menn á að nú sé tækifæri til að ríkið yfir- taki veiðiheimildirnar verður það að gerast í fullri sátt aðila og á þann hátt að sjávarútvegur haldi hér áfram að þróast og styrkist í kjölfarið. Höfundar eru áhugamenn um sjávarútvegsmál. Sáttaleið í sjávarútvegi Um helgina verða lausafjármunir úr þrotabúi SPRON boðnir til sölu á Kistumel 14, norðan Mosfellsbæjar. Sala á lausafjármunum ... ... úr þrotabúi SPRON · Skrifborð · Möppuskápar · Hliðarborð · Skúffueiningar · Skjalaskápar · Fundarstólar · Skrifborðsstólar · Sófasett · Fundarborð · Kaffiborð · og ýmislegt fleira Komið og gerið góð kaup! Slitastjórn SPRONNánari upplýsingar á www.spron.is Kistumelur 14 Vesturlandsvegur Opið laugardag kl. 11-17 og sunnudag kl. 11-17 ÞORKELL SIGURLAUGSSON KRISTJÁN Þ. DAVÍÐSSON SIGURVIN GUÐFINNSSON HANNES FRIÐRIKSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.