Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 6
6 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR STJÓRNMÁL Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins fyrir borgarstjórnar- kosningarnar í Reykjavík fer fram í dag. Átján eru í framboði, sjö konur og ellefu karlar. Fimm frambjóðendur hafa ekki setið á lista fyrir flokkinn í borginni áður. Tveir frambjóðend- anna hafa þó gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri er sú eina sem býður sig fram í efsta sætið. Búast má við að baráttan um annað sætið verði hvað hörðust en fimm bjóða sig fram í það sæti, þar af fjórir sitjandi borgarfulltrúar; Gísli Marteinn Baldursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnús- son og Þorbjörg Helga Vigfúsdótt- ir. Þá býður Geir Sveinsson, fyrr- verandi handboltakappi, sig einnig fram í annað sætið. Tveir bjóða sig fram í þriðja sætið, Jórunn Frímannsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Kjörstaðir verða opnir í dag frá klukkan 10 til 18. Borgarstjórnar- kosningarnar sjálfar verða hins vegar 29. maí. - kóþ Frambjóðandi Sæti sem stefnt er á Hanna Birna Kristjánsdóttir 1. sæti Geir Sveinsson 2. sæti Gísli Marteinn Baldursson 2. sæti Júlíus Vífill Ingvarsson 2. sæti Kjartan Magnússon 2. sæti Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir 2. sæti Jórunn Frímannsdóttir 3. sæti Marta Guðjónsdóttir 3. sæti Áslaug M. Friðriksdóttir 4. sæti FRAMBJÓÐENDUR Í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS UTANRÍKISMÁL Forsenda þess að Bretar og Hollendingar fáist að samningaborðinu að ný, áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kemur, er að tryggt sé að slíkir samningar haldi en fari ekki í margra mánaða umræður með tilheyrandi breyt- ingum á Alþingi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að viðsemjend- ur leggi mikið upp úr þessu og vísi til eldri samninga sem Íslendingar hafi undirritað, en ekki staðið við. Bretar og Hollendingar leggja því mikla áherslu á að stjórnmálaflokk- arnir hér heima nái saman áður en til samninga komi, fari málið svo langt. Þeir hafa engan áhuga á að semja aðeins við ríkisstjórnina. Líkt og kom fram í Fréttablað- inu í gær eru viðræður stjórnmála- flokkanna ekki það langt komnar að markmið nýs samnings liggi fyrir. Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði allt á huldu um hver yrðu markmiðin í slíkum samningum. Ekki væri til dæmis ljóst hvort samstaða væri um að greiða lágmarksinnistæðu, 20.887 evrur. Bretar og Hollendingar vísa til þess að Íslendingar hafi oft sagst myndu virða þær skuldbindingar. Því munu þeir, samkvæmt heim- ildum blaðsins, ekki falla frá þeirri kröfu. Þá standa eftir atriði eins og vextir, lánstími og forgangur að kröfum, svo eitthvað sé nefnt. Vonast er til að málin skýrist á allra næstu dögum, jafnvel um helgina. Fréttablaðið hefur fyrir því heimildir að náist ekki niðurstaða fljótlega verði fallið frá samningum og horft til þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar sem fara mun fram 6. mars. kolbeinn@frettabladid.is Íslendingar minntir á eldri samninga Hollendingar og Bretar vitna til eldri samninga sem Íslendingar hafa skrifað undir þegar nýjar viðræður um Icesave ber á góma. Þeir vilja örugga tryggingu fyrir því að nýir samningar haldi. Vonast eftir að málin skýrist um helgina. Úr yfirlýsingu Geirs Haarde forsætisráðherra 8. október 2008 í kjölfar þess að Bretar tryggðu innistæður: „Ríkisstjórnin ítrekar að ríkissjóður mun styðja Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.“ Samkomulag milli Íslands og Hollands um Icesave 11. október 2008. „Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun ann- ast afgreiðslu krafna innstæðueigenda.“ (Fréttatilkynning ríkisstjórnarinnar) „Lánið mun bera 6,7 prósenta vexti, reiknað frá útgáfu- degi lánsins, og verða endurgreitt á 10 árum. Falli skuld- in í gjalddaga munu vextirnir aukast um 0,3 prósentustig í 7 prósent. Ekkert þarf að greiða af láninu fyrstu 3 árin.“ (Memory of Understanding, undirritað af Baldri Guðlaugssyni og fleirum). Þingsályktun um samninga um ábyrgð ríkissjóðs sam- þykkt á Alþingi 5. desember 2008. „Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusam- bandsins.“ Þingsályktun um fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum samþykkt á Alþingi 5. desember. Viljayfirlýsing um áform íslenskra stjórnvalda: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum.“ Að auki má nefna samþykktir Alþingis frá 28. ágúst og 31. desember. Í báðum er samþykkt að greiða lágmarks- innstæðu. Fyrri lögin voru staðfest af forseta Íslands en þau síðari, breytingalögin, verða borin undir þjóðarat- kvæði 6. mars. Til allra þessara skjala, og fleiri, hafa Bretar og Hollend- ingar vísað í umræðum um að taka upp viðræður á ný. SAMÞYKKTIR SEM TIL DÆMIS ER VÍSAÐ TIL SKEGGRÆTT Ekkert mál hefur verið meira rætt á Alþingi en Icesave. Bretar og Hollendingar vilja tryggingu fyrir því að nýjum samningum verði ekki breytt, komi til þeirra. FRÉTTABLAÐ/GVA BORGARGANGA MEÐ HJÁLMARI Í DAG, LAUGARDAG KL. 13 Gangan byrjar við styttuna af Ingólfi á Arnarhóli, þaðan verður gengið um hafnar- svæðið og vestur á Granda. Hvað verður um austurbakkann þar sem tónleikahúsið rís, miðbakkann og Mýrargötuskipulagið? Hvaða möguleikar eru til uppbyggingar? Arkitektar sem hafa pælt mikið í svæðinu slást í för. Hjálmar Sveinsson sækist eftir 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík 30. janúar 2010 Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram í dag: Fimm nýir hjá sjálfstæðismönnum Frambjóðandi Sæti sem stefnt er á Kristján Guðmundsson 4. sæti Ragnar Sær Ragnarsson 4. sæti Hildur Sverrisdóttir 4.-5. sæti Benedikt Ingi Tómasson 5. sæti Björn Gíslason 5. sæti Elínbjörg Magnúsdóttir 5. sæti Þorkell Ragnarsson 5. sæti Emil Örn Kristjánsson 6. sæti Jóhann Páll Símonarson 7.-8. sæti Er rétt að ákæra fólkið sem braut sér leið inn í Alþingis- húsið í desember 2008? Já 56,9% Nei 43,1% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að stækka álverið í Straums- vík? Segðu þína skoðun á visir.is KJÖRKASSINN DÓMSMÁL Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í dæmdir fyrir inn- brot í sumarbústaði á Suðurlandi. Mennirnir, sem eru af erlend- um uppruna, fóru inn í níu bústaði í Hrunamannahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi og stálu úr þeim miklum verðmætum. Um var að ræða nokkra sjónvarps- flatskjái, heimabíó, hljómflutn- ingstæki og mikið magn af áfengi. Mennirnir játuðu sök fyrir dómi. Annar þeirra var dæmdur í fimm mánaða fangelsi, þar af tvo mán- uði á skilorði. Hinn var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbund- ið fangelsi. Sá fyrri á sakaferil að baki hér, hinn ekki. - jss Héraðsdómur Suðurlands: Sumarhúsaþjóf- ar dæmdir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.