Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 20
20 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR Þ að eru ekki allar fjöl- skyldur sem halda áfram að búa saman langt fram á fullorðinsár barnanna. Öll fjögur börn tónlistar- hjónanna Ellenar Kristj- ánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar búa hins vegar í sama húsi og þau. Sig- ríður, elst þriggja systra, á íbúð í kjall- ara hússins sem þau búa í í Hlíðunum, ásamt eiginmanni sínum, Þorsteini Einarssyni, söngvara Hjálma. Þar búa þau með börnin sín þrjú. Miðjusystir- in Elísabet býr í risinu ásamt tæplega tveggja ára syni sínum og yngsta syst- irin, Elín, er nýflutt aftur heim til for- eldra sinna, til bráðabirgða. „Já, við erum alveg örugglega með samrýmdari fjölskyldum,“ svarar Sig- ríður, og skýrir þannig hvernig stend- ur á því að systurnar velji sér allar að búa í sama húsi og foreldrarnir. „Við erum svolítið eins og ítölsk stórfjöl- skylda þegar við hittumst. Það eru allt- af brjáluð læti, allir að tala og enginn að hlusta.“ Eru makar þeirra alveg jafn hrifnir af að vera í svona miklum samskiptum við fjölskylduna þeirra? Elísabet: „Já, alla vega kemur fyrr- verandi maki minn enn þá í heimsókn þótt við séum hætt saman!“ Sigríður: „Og maðurinn minn var til í að giftast mér, þannig að fjölskyldan hlýtur að vera þolanleg. Hann hefur reyndar unnið með báðum foreldrum mínum.“ Þaulvanar gagnrýni Þau búa ekki bara í sama húsi held- ur hrærast meira og minna öll í heimi tónlistarinnar. Saman gáfu þau Sigríð- ur og Þorsteinn út sálmaskotnu kántrí- plötuna Galdur í lok árs 2008. Sama ár gaf Elín út sína fyrstu plötu, See You in Dreamland, tregafulla blúsplötu, ekki nema átján ára. Árið á undan hafði Elísabet gert plötuna Þriðja leiðin, þar sem hún söng lög Barkar Hrafns Birgissonar við texta Einars Más Guðmundssonar. Allar hafa þær komið fram með foreldrum sínum margoft og eru svo heppnar að hafa erft hina fallegu rödd móður sinnar, sem allir þekkja. Systurnar allar hafa því tekið á móti gagnrýni, bæði góðri og slæmri. Sigríður: „Hver einasti meðlimur í okkar nánustu fjölskyldu hefur lent í gagnrýni. Ég hef bæði fengið góða, lélega og skrítna dóma. Í einum dómi var mér lýst þannig að ég hljómaði eins og kona sem sæti og prjónaði í ruggustól. Mér fannst þetta frábært, því þetta passaði svo vel við stemning- una þegar við vorum að gera plötuna. En það getur verið erfitt að vera tón- listarmaður með fullkomnunaráráttu. Maður þarf að hafa mjög harða skel og passa sig á að láta ekki neikvæða gagnrýni móta sig.“ Elísabet: „Gagnrýni er bara eins manns álit. Þetta er rosalegt vald sem gagnrýnendur hafa. Maður sem fílar óperur er kannski að dæma rokktón- list …“ Elín: „En svona er þetta bara. Tón- listarfólk verður bara að sætta sig við það, hvort sem þetta er rétt eða röng aðferð. Á endanum skiptir það mestu máli hvað tónlistarmanninum sjálfum finnst um plötuna sína.“ Ólíkar, en samt Tónlistarsmekkur systranna er gjör- ólíkur. Ef ætti að flokka þær gróflega myndi tónlist Elísabetar flokkast undir danstónlist en Elín er blúsari og Sig- ríður kántrísöngkona. Samt hafa þær allar lúmskt gaman af því sem hinar systurnar eru að gera og þær langar að finna sinn sameiginlega flöt og gera plötu. Elísabet: „Mig langar að gera ein- hverja skemmtilega blöndu af elektró og diskó. Ég sé okkur fyrir mér allar á sviðinu að dansa og syngja. Það væri gaman.“ Sigríður: „Jááá, ég sé það ekki alveg fyrir mér. Við höfum alveg reynt að fara út í skúr að semja. Það bara geng- ur ekki. Þær fara bara að hlæja og þá verð ég svo pirruð að ég fer bara aftur inn.“ Elín: „Já, það gengur ekkert mjög vel hjá okkur.“ Elísabet: „Við ætlum samt að gera Með tónlistina í blóðinu Systurnar Sigríður, Elísabet og Elín eru samrýmdar en um leið gjörólíkar. Allar hafa þær ótvíræða hæfileika á tónlistarsviðinu en aðhyllast mismunandi stefnur. Þær eiga ekki tónlistargáfurnar langt að sækja, en þær eru dætur Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnarssonar. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir leit inn á ættaróðal fjölskyldunnar og spjallaði við systurnar. tónlist saman. Eigum bara eftir að finna leiðina!“ Og þær kinka allar kolli, harð- ákveðnar. Upprennandi snillingur Systurnar eru ekki bara þrjár á þess- um báti. Þær eiga líka lítinn bróður, hinn tólf ára Eyþór, og eru auðsjáan- lega allar miklir aðdáendur hans. Elín: „Hann er snillingur!“ Sigríður: „Hann er líka upprennandi tónlistarmaður. Um daginn seldi hann Playstation-tölvuna sína til að kaupa sér fartölvu svo hann gæti samið tón- list.“ Elín: „Hann hlustar mest á hip hop og teknó, misjafnlega skemmtilegt.“ Elísabet: „Barnsfaðir minn gerir mikið af ambient-tónlist. Eyþór kynnt- ist þessu mikið í gegnum hann. Þeir eru miklir félagar.“ Sigríður: „Já og nú er hann er meira að segja farinn að draga son minn sjö ára með sér í þetta. En það er búið setja bann á ákveðna listamenn hjá honum. Eins og Eminem og 50 Cent, sem eru með niðurlægjandi texta um konur og kynlíf. Hann má bara hlusta á pólitíska rappara.“ Óvenjuleg æska Með báða foreldrana á kafi í tónlist- arbransanum ólust þær systur upp við nokkuð óvenjulegar aðstæður, að minnsta kosti í samanburði við krakka sem eiga foreldra sem vinna frá níu til fimm. Elín: „Ég er yngst, þannig að mín reynsla er kannski hvað eðlilegust. Eini munurinn sem ég tók eftir var að það var ekki beint mikil rútína á vinnutím- anum hjá foreldrum mínum. Þau voru oft úti að vinna á kvöldin en kannski heima allan daginn.“ Sigríður: „Fyrir mér var þetta bara vinnan þeirra. Ég sá ekki glamúr. Ég sá meiri glamúr í skrifstofuvinnu, til dæmis, sem mér fannst heillandi. Það var ekki fyrr en ég varð eldri að mér fór að finnast þetta spennandi. En svo vorum við mikið hjá móðurömmu okkar, sem við vorum mjög nánar.“ Elísabet: „Hún var best! En ég fór oft á æfingar með mömmu, þegar hún var að syngja í Kombóinu. Ég man enn í dag tilfinninguna að sitja þarna og hugsa: „Þetta ætla ég að gera þegar ég verð stór.“ Þetta virtist alltaf svo skemmtilegt. Sem það er!“ Elín: „Ég var sex ára þegar ég datt af Broadway-sviðinu. Pabbi var í sánd- tékki.“ Sigríður: „Og ég átti að vera að passa hana!“ Áfram í tónlistinni Framtíðardraumar þeirra allra fela í sér náið samband við tónlistina. Yngri systurnar tvær langar að fara til Banda- ríkjanna, en þær eru allar bandarískir ríkisborgarar þar sem Ellen, mamma þeirra, er fædd í Bandaríkjunum. „Ég er að vinna að því að semja blúsefni. Það verður svolítið öðruvísi en á fyrstu plötunni. Þetta verður meira þéttur og kúl blús, ekki eins mikið af sorglegum ástarlögum eins og á síðustu plötunni minni. Svo ætla ég út til Kaliforníu í apríl og spila þar í kring,“ segir Elín. „Ég fór til San Francisco í fyrra og fílaði það vel.“ Elísabet: „Ég væri líka til í að flytja til Bandaríkjanna og búa þar. En það væri frekar bara seinna, þegar sonur minn er orðinn aðeins eldri. Þangað til ætla ég að vinna hér og nú stefni ég á að hella mér út í tónlistina. Það er það sem ég vil gera.“ Sigríði langar ekkert endilega til Bandaríkjanna, heldur frekar með alla fjölskylduna upp í sveit og helst á ein- hvern einangraðan stað. En hún ætlar samt aldrei að segja skilið við tónlist- ina. Hún er menntaður sjúkraliði en vinnur hálfan daginn með Elínu syst- ur sinni á frístundaheimili fyrir fötl- uð börn, sem þær segja báðar frábæra vinnu. „Ég er ágætis sjúkraliði og finn mig alveg ágætlega í því. En um leið finn ég að þetta er ekki það sem líf mitt snýst um. Í rótina er tónlistin málið.“ SIGRÍÐUR, ELÍSABET OG ELÍN Kántrísöngkonan, diskódívan og blúsarinn stefna að því að semja saman plötu áður en langt um líður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sigríður: „Það getur verið erfitt að vera tónlist- armaður með fullkomn- unaráráttu. Maður þarf að hafa mjög harða skel og passa sig á að láta ekki neikvæða gagnrýni móta sig.“ Elísabet: „Gagnrýni er bara eins manns álit. Þetta er rosalegt vald sem gagnrýn- endur hafa. Maður sem fílar óperur er kannski að dæma rokk- tónlist …“ Elín: „En svona er þetta bara. Tónlistarfólk verður bara að sætta sig við það, hvort sem þetta er rétt eða röng aðferð. Á endanum skiptir það mestu máli hvað tónlist- armannin- um sjálfum finnst um plötuna sína.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.