Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 66
38 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR OKKUR LANGAR Í … utlit@frettabladid.is DAÐRAÐ VIÐ TÍSKUNA Sara McMahon Þegar ég var ung sagði sagði hin sænska amma mín mér sögur frá fyrstu árum sínum hér á Íslandi. Það var margt sem kom henni spánskt fyrir sjónir fyrst um sinn enda var Ísland stríðsáranna ólíkt því Íslandi sem við búum á í dag. Eitt sem ömmu minni þótti skrítið var seigla hinna íslensku kvenna við að ganga um prúðbúnar í hælaháum skóm sama hvernig viðraði. Sænska amma klæddi sig auðvitað eftir veðri, eins og praktískum Svía sæmir. Þegar úti var snjór og kuldi klæddi amma sig í stígvél, ullarbuxur og húfu en á götum borgarinnar mætti hún undrandi augnaráði íslenskra kvenna sem gengu fram hjá ömmu í fallegum hælaháum skóm, með hárið uppsett og í nælon sokkabuxum. Ég er svolítið eins og hún amma mín, ég geng sjaldan í háum hælum, ég kann ekki að setja upp á mér hárið og ég kýs að klæða mig eftir veðri. Þrátt fyrir þessa vanhæfni mína á sviði tísku þá dáist ég að stúlkum sem búa yfir þeim hæfileika að geta skipt um hárgreiðslu og bera sig vel þótt þær gangi um á tuttugu sentimetra háum skóm. Ég skil jafnframt þá ákvörðun þeirra að láta íslenska veðráttu ekki stýra því hvenær og hvort þær fari út á lífið í opnum skóm og fallegum kjól. Fyrir mér eru þessar stúlkur birtingarmynd kvenleikans í öllu sínu veldi en þrátt fyrir aðdáun mína þá get ég ekki fylgt þeim eftir. Það er sama hversu hátíðlegt tilefnið er, ef úti er kalt þá enda ég ósjálfrátt í kuldaskóm, ullarbuxum og vetrarúlpu. Skynsemin ofar tískuvitinu Franski hönnuðurinn Sonia Rykiel sló fyrst í gegn með peysum og prjónakjólum á sjöunda áratugnum og hönnun hennar hefur notið síaukinna vinsælda undanfarin þrjú ár. Vor- og sumarlína Soniu Ryki- el þetta árið var dásamlega létt og leikandi og var undir áhrifum frá árunum 1930-40. Línan saman- stóð af litríkum hnésíðum kjólum, háum sokkum, aðsniðnum drögtum og oft skein berlega í sokka- bönd og sokka undir flíkunum. Nútímalegri smáat- riði voru fólgin í dálítið perralegum gegnsæjum plast- regnkápum og svölum buxnasamfestingum. - amb ÁHRIF STRÍÐSÁRA HJÁ SONIU RYKIEL SLAUFUR Falleg og gamaldags silki- blússa við svart pils. VESTI Flott svart vesti með belti í miðjunni og rautt pils. KÓNGABLÁTT Gullfallegur hnésíður silkikjóll. KVENLEGT Heiðgulur aðsniðinn kokkteilkjóll. LEIKGLEÐI OG KYNÞOKKI > HERRATÍSKAN Í PARÍS Í gær hófst tískuvikan í París en þar áttu sér stað sýningar á herralínum helstu tískuhúsanna. Sýningar Jean Paul Gaultier, Dries Van Noten, Yves Saint Laurent og Johns Galliano vöktu mikla athygli. Hátískusýningarnar í París byrja svo á mánudaginn. Frábær tvískipt hárnæring sem blandast saman þegar þú notar hana. Endurnærir þurrt hár og gerir það silkimjúkt. Clinique rakakrem fyrir herrana fyrir þær sem gleymdu bóndadegi í gær. Ver húðina gegn mengun og sól og banar hrukkum! Nýja Hypnose-maskar- ann frá Lancôme sem sveigir augnhárin, lengir þau og þykkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.