Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 65
LAUGARDAGUR 23. janúar 2010 37 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 23. janúar 2010 ➜ Tónleikar 16.00 Tónlistarmaður- inn INSOL kemur fram á tónleikum í Havaríi við Austurstræti. 21.00 Gítarveisla Björns Thoroddsen og félaga verður endurtek- in í Salnum við Hamra- borg í Kópavogi. Nánari upplýsingar á www. salurinn.is. 22.00 Hljómsveitin Hjálmar kemur fram á tónleikum á Kaffi Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Opnanir 14.00 Páll Haukur Björnsson opnar sýningu í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna við Þverholt. Opið virka daga kl. 12-19 og laugardaga kl. 12-15. 15.00 Sigurborg Stefánsdóttir opnar sýningu í Studio Stafni við Ingólfsstræti 6. Opið alla daga nema mánudaga kl. 14-17. 15.00 Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu 15 (6. hæð), opna sýningar á verkum Jakobs Jakobssonar og Jónu Þorvaldsdóttur. Opið alla virka daga kl. 12-19 og helgaar kl. 13-17. 20.00 Harpa Rún Ólafsdóttir, María Dalberg og Björk Viggósdóttir opna sýningu í gallerí Crymo að Laugavegi 41a. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-18. ➜ Dansleikir Hljómsveitin Silfur verður á Players við Bæjarlind í Kópavogi. Hljómsveitin Bermuda verður á Skemmti- staðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Leikrit 15.00 Barnasýningin „Sindri silfurfisk- ur“ eftir Áslaugu Jónsdóttur verður sýnd í Kúlunni, sýningarrými Þjóðleikhússins við Lindargötu í flutningi Elvu Óskar Ólafsdóttur. ➜ Leiðsögn 14.00 Anna Jóa verður með leiðsögn um sýninguna Carnegie Art Award í Listasafni Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Sunnudagur 24. janúar 2010 ➜ Tónleikar 14.00 Tóney tónlistardagskrá fyrir börn og fullorðna í Gerðubergi (Gerðu- bergi 3-5). Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs flytja nýtt tónverk eftir Snorra Sigfús Birgisson við ljóð Steins Steinarrs. 20.00 Tríó Reykjavíkur og Eyjólfur Eyjólfsson tenórsöngvari verða með tónleika í Hafnarborg við Strandgötu í Hafnarfirði. Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Atla Heimi Sveinsson, Mozart og Schubert. 20.00 Kammersveit Reykjavíkur held- ur tónleika í Listasafni Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Þessi viðburður er hluti af Myrkum músíkdögum sem standa yfir til 31. jan. Nánari upplýsingar á www. listir.is/myrkir/. ➜ Dansleikir Dansleikur Félags eldri borgara í Reykja- vík og nágrenni fer fram að Stangarhyl 4 kl. 20-23. Borgartríó leikur fyrir dansi. ➜ Félagsvist 14.00 Félagsvist verður spiluð í Breið- firðingabúð við Faxafen 14. ➜ Kvikmyndir 15.00 Kvikmyndin „Lifi Mexíkó!“ verð- ur sýnd hjá MÍR við Hverfisgötu 105. Myndin var tekin af Sergei Eisenstein og samstarfsmönnum hans á árunum 1930-1932 en þeir fullgerðu hana aldrei. Sýnd verður útgáfa Alexandovs frá sjö- unda áratug síðustu aldar. Aðgangur ókeypis. ➜ Leikrit 16.00 Barnasýningin „Sindri silfur- fiskur“ eftir Áslaugu Jónsdóttur verður sýnd í Kúlunni, sýningarrými Þjóðleik- hússins við Lindargötu í flutningi Elvu Óskar Ólafsdóttur. Alþjóðleg sjónvarpssöfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haítí, sem var haldin í nótt í London, Los Angeles og New York, verður sýnd á Stöð 2 Extra í kvöld. Marg- ar af stærstu stjörnum heims lögðu söfnuninni lið, þar á meðal Madonna, Beyoncé, Bill Clinton, Brad Pitt, Julia Roberts og Leon- ardo DiCaprio. Leikarinn George Clooney fór fyrir söfnuninni ásamt söngvaranum Wyclef Jean, sem er einmitt frá Haítí, og fréttamanni CNN, Anderson Cooper, sem er staddur á hamfarasvæðinu. Allt söfnunarfé rennur til fimm alþjóð- legra hjálparstofnana: Oxfam America, Partners in Health, Alþjóða Rauða krossins, UNIC- EF, Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna ásamt samtökunum Yele Haiti Foundation og Clinton Bush Haiti Foundation sem voru nýlega stofnuð. Íslendingar geta lagt söfn- uninni lið á www.newhopeforhaiti. org eða í gegnum Rauða krossinn í síma 904-1500. Sýnt frá Haítí-söfnun GEORGE CLOONEY Leikarinn George Clooney fór fyrir söfnuninni til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans á Haítí. Í kvöld opna listakonurnar Björk Viggósdóttir, María Dalberg og Harpa Rún Ólafsdóttir sýning- una Flow/Line/Details í Galllerí Crymogeu á Laugavegi. María Dalberg sýnir myndbandsverkið Flow á neðri hæð, Björk Viggós- dóttir sýnir verkið Line á sömu hæð en um er að ræða innsetn- ingu sem unnin er út frá draum- sýn og í risinu sýnir Harpa Rún Ólafsdóttir innsetningarverkið Details. Sýningin verður opnuð klukkan 19. - amb Listakonur opna í Crymo Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is AUGLÝSING UM FASTEIGNAGJÖLD Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2010 verða sendir út næstu daga. Greiðsluseðlar vegna fasteignagjalda verða ekki sendir út til greiðenda 18-67 ára nema óskað hafi verið eftir því sérstaklega. Fasteignagjöldin verða framvegis innheimt í gegnum heimabanka þar sem jafnframt er hægt að prenta út greiðsluseðil. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóða leigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og fráveitugjaldi elli- og örorkulífeyrisþega og þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og fráveitugjaldi á liðnu ári, fá einnig lækkun á árinu 2010. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2008. Þegar álagning vegna tekna ársins 2009 liggur fyrir næsta haust, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignaskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna niðurfellingar/lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds á árinu 2009 hækki um 9,6% á milli ára og verði eftirfarandi: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að 2.460.000 kr. Hjón með tekjur allt að kr. 3.440.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.460.000 til 2.830.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.440.000 til 3.840.000 kr. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu 2.830.000 til 3.290.000 kr. Hjón með tekjur á bilinu 3.840.000 til 4.580.000 kr. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á vatnsgjaldi og fráveitugjaldi í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar, Höfðatorg, Borgartúni 12-14, veitir upplýsingar varðandi álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 411 1111. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 fyrir árið 2010 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. september og 1. október. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Borgarstjórinn í Reykjavík, 23. janúar 2010. Halló Kuggur! Bækur Sigrúnar Eldjárn um spekinginn Kugg og ólíkindatólið Málfríði vinkonu hans njóta mikilla vinsælda meðal yngstu lesendanna. LOKSINS FÁANLEGAR AÐ NÝJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.