Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 78
50 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR Eins og áður hefur komið fram vinnur Jónsi í Sigur Rós að fyrstu sólóplötu sinni. Platan er væntan- leg í mars og í kjölfarið fer hann í heljarinnar tónleikaferð um heim- inn. Myndband við fyrstu smáskífu plötunnar er á lokastigi, en hinir snjöllu Stefán Árni og Siggi Kinski tóku það upp á Íslandi milli jóla og nýárs. Þeir vinna nú að því að klippa myndbandið en lítið hefur spurst út um efnistök þess. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir því að tveir ungir menn læsi saman vörum í myndbandinu, en í verk- efnið voru fengnar tvær karlkyns fyrirsætur úr Reykjavík. Talandi um föngulega karlmenn, þá var handboltakappinn Guðjón Valur Sigurðsson valinn kynþokkafyllsti karlmaður landsins í gær. Guðjón verður í sviðsljós- inu í dag þegar íslenska liðið mætir því danska á EM í Austurríki, en kynþokkinn mun vafalaust koma honum vel. Í næstu sæti listans röðuðu sér sjarmatröllin Gylfi Arnar Ísleifsson, en hann er lyftaramaður í Grindavík, og lögmaðurinn Guðjón Ármannsson hjá Lex. Þá ætti ekki að koma kvenþjóðinni á óvart að Elías Magnús Rögnvaldsson, starfsmaður Þorbjarnar í Grindavík, hampaði fjórða sætinu. Og aðeins meira um handbolta. Gríðarleg spenna er fyrir leik Íslands og Danmerkur í dag, en tveir síðustu leikir hafa ekki farið eins og flestir vonuðu. Auðunn Blöndal hefur lýst leikjunum á vefsíðu stuðningsmannaklúbbs landsliðsins, ibs.is, og fékk hann grínistann Steinda Jr. með í lið á móti Austurríki. Í kvöld verður öllu tjaldað til því Pétur Jóhann Sigfússon lýsir leiknum með Audda, en engum sögum fer af handboltaþekkingu hans. - afb 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. glumdi, 6. tveir eins, 8. áverki, 9. þukl, 11. svörð, 12. yfirstéttar, 14. gort, 16. hvað, 17. eyða, 18. kærleikur, 20. gjaldmiðill, 21. högg. LÓÐRÉTT 1. afl, 3. mannþvaga, 4. kennslubók, 5. kvk nafn, 7. leita ráða, 10. spor, 13. umrót, 15. einungis, 16. rámur, 19. í röð. LAUSN LÁRÉTT: 2. söng, 6. rr, 8. sár, 9. káf, 11. mó, 12. aðals, 14. grobb, 16. ha, 17. sóa, 18. ást, 20. kr, 21. stuð. LÓÐRÉTT: 1. orka, 3. ös, 4. námsbók, 5. gró, 7. ráðgast, 10. far, 13. los, 15. bara, 16. hás, 19. tu. „Það var alltaf verið að angra mig. Eftir hrunið þá var hringt í mig nánast tíu sinnum á dag. Fólk var að leita að Agli Helga- syni, alveg kolgeggjað,“ segir Egill Kári Helgason, nafni sjón- varpsmannsins þekkta og sonar hans Kára. Vegna áreitisins þurfti Egill Kári að setja starfsheitið módel aftan við nafnið sitt í símaskránni til að fæla æstan almúgann frá. „Ég hringdi í símaskrána og bað um að titla mig eitthvað sem tengdist Agli Helgasyni ekki neitt. Mér datt þetta nú í hug sjálfur en þær aðstoðuðu mig með þetta.“ Að sögn Egils Kára var áreit- ið sem hann varð fyrir af ýmsum toga. „Það var ein kerling sem ætlaði að taka karlinn í gegn af því að hann hafði skrifað um pabba hennar á einhverju bloggi. Svo var bara allur andskotinn. Eftir að ég var búinn að útskýra að ég væri ekki Egill Helgason sjónvarpsmaður spurði fólk hvort ég vissi hvert númerið hans væri og hvort ég þekkti konuna hans, nefndu það bara. „Það er ótrúlegt hvað fólk var duglegt að spjalla við mann eftir á.“ Þrátt fyrir fyrirsætutitilinn segist Egill Kári, sem starfar hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Ísfelli, aldrei hafa fengið boð um að sitja fyrir. „Ég er eiginlega búinn að vera að bíða eftir því. Það er greinilega kreppa hjá módelum á Íslandi,“ segir hann og hlær. En hvað finnst honum um nafna sinn á RÚV? „Hann er bara fínasti kall og stendur sig ágætlega, held ég bara, við að fjalla um allt þetta rugl sem er í gangi.“ Sjónvarpsmaðurinn Egill skil- ur vel það sem Egill Kári hefur gengið í gegnum og finnst ekk- ert undarlegt að hann skuli hafa breytt starfsheiti sínu. „Hann á alla mína samúð að vera tengd- ur við þennan mann sem allir vilja vera að kvabba eitthvað í og skamma. Síðan heitir sonur minn Kári þannig að kannski hefur þetta eitthvað grautast til hjá fólki. En þetta eru falleg nöfn bæði tvö,“ segir Egill og bætir við: „Ég heiti reyndar Egill Óskar Helgason, það er hið mikla leynd- armál. En ég nota það ekki leng- ur. Þegar ég var yngri og aðeins tilgerðarlegri og var í mennta- skóla þá kallaði ég mig Egil Ó. Helgason. Nú heiti ég bara Egill Helgason en í þjóðskrá er ég Egill Óskar Helgason.“ freyr@frettabladid.is EGILL KÁRI HELGASON: HRINGT Í MIG TÍU SINNUM Á DAG Titlar sig fyrirsætu vegna sjónvarpsmannsins Egils Vera Þórðardóttir Aldur: 24 ára. Starf: Nemi í fatahönnun. Fjölskylda: Býr með Philip Harrison. Foreldrar: Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt og Ágúst Þórður Arnórsson lögfræðingur. Búseta: Lond- on. Stjörnumerki: Naut. Vera er ein af fjórtán hönnunar- nemum á Englandi sem keppa í úrslitum FAD-keppninnar. Hönnun hennar verður sýnd á tískuvikunni í London. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N MÓDELIÐ OG SJÓNVARPSMAÐURINN Egill Kári Helgason titlar sig sem módel í símaskránni til að komast hjá ónæði í tengslum við nafna sinn. Sjónvarpsmaðurinn segist hafa mikla samúð með nafna sínum. Rétt er að taka fram að þrátt fyrir augljós líkindi eru Egill Kári og Egill Óskar ekkert skyldir. „Þetta er bara ákvörðun sem við höfum dregið mjög lengi en gátum ekki beðið með. Konan mín er með Park- inson-sjúkdóminn og svo erum við víst bæði að verða eldri,“ segir Þráinn Bertelsson, óháður þingmaður og rithöfundur, en hann hefur sett hið sögufræga hús sitt við Fischersund 3 á sölu. Húsið er á þremur hæðum og er rúmir 250 fermetrar. Samkvæmt fasteignalýsingu var það byggt 1874 og stækkað árið eftir. Árið 2004 voru síðan gerðar miklar endurbætur á húsinu og heppnuðust þær það vel að Reykjavíkurborg veitti því sérstaka við- urkenningu fyrir vel heppnaða endurbyggingu á gömlu húsi með menningarsögulegt gildi. Þráinn og Sólveig hafa búið í húsinu í tæpa tvo áratugi og segir þingmaðurinn þann tíma hafa verið góðan tíma. Og telur að þótt holdið flytji verði andinn eftir í Grjóta- þorpinu. „Það er alveg rosalega góður andi í húsinu en mér fannst alltaf verst að það væru engir draugar í því.“ Þingmaðurinn gerir sér þó engar sérstakar vonir um að húseignin seljist eins og skot. Hús í þessum stærðar- flokki séu ekki beint vinsælasta eignin á fasteignamark- aðinum um þessar mundir. „Maður veit aldrei, þetta gæti tekið tvo daga, tvær vikur eða tvö ár.“ Þráinn seg- ist hafa ákveðnar hugmyndir um hvar þau beri niður næst en hvort það gangi eftir verði bara að koma í ljós. - fgg Þráinn selur Fischersundið SÉR EFTIR HÚSINU Holdið flytur en andinn verður eftir í Fischersundinu, segir Þráinn Bertelsson sem hefur sett hús sitt við götuna á sölu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leikararnir Jóhannes Hauk- ur Jóhannesson og Rúnar Freyr Gíslason hafa síðan um jólin setið sveittir við að þýða íslensku útgáf- una af Hellisbúanum yfir á ensku. Rétthafi verksins, Theater Mogul, óskaði eftir því að fá enska útgáfu af íslensku leikgerðinni en hún verður hugsanlega notuð þegar verkið verður sett upp í New York og París. „Ég sendi þeim handritið fyrir tveimur dögum og nú er bara að sjá,“ segir Jóhannes Haukur og viðurkennir að þetta sé nokk- uð skondið. „Við fengum náttúr- lega ensku útgáfuna sem Sigurjón Kjartansson þýddi. Ég og Rúnar Freyr staðfærðum þá útgáfu síðan nokkuð, breyttum aðeins tímaröð- inni og bættum inn nokkrum hlut- um og þeir hjá Theater Mogul voru mjög ánægðir með það og vildu fá okkar útgáfu yfir á ensku, þannig að þetta fer eiginlega hringinn,“ segir Jóhannes um þetta flókna ferli sem fór í gang um jólin. Leik- arinn segir ekki mikla peninga í spilinu fyrir sig og Rúnar, þeir fái auðvitað einhverja smáaura fyrir sinn snúð. En það er meira á döfinni hjá þeim Hellisbúa-félögum. Undir- búningur fyrir uppsetningu verks- ins í Færeyjum er kominn á fullt. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var það Eivör Pálsdóttir sem kom hlutunum í réttan farveg eftir að hún sá sýninguna í Íslensku óperunni. Jóhannes Haukur leik- ur hlutverk Hellisbúans í Færeyj- um þegar og ef af verður. „Ég bý vel að þeim þremur árum sem ég bjó þarna, þarf örugglega að læra flottu orðin utan að en ég er með góðan grunn,“ segir Jóhannes. Handrit Hellisbúans fer í hring TIL NEW YORK, PARÍSAR OG ÞÓRSHAFNAR Jóhannes Haukur og Rúnar Freyr hafa gert enska útgáfu af íslenska Hellisbúanum sem verður hugsanlega notuð í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FRÉTTIR AF FÓLKI Félag fólks með heilaskaða og aðstandenda þess Öll verðum við fyrir áfalli einhvern tíma á ævinni. Mismiklu þó og af misjöfnum toga. Flest okkar sem erum félagar í Hugarfari eigum það sameiginlegt að við sjálf eða ættingjar okkar hafa orðið fyrir því að hljóta heilaskaða og því fylgir áfall sem oftast tekur langan tíma að vinna úr og er þá nauðsynlegt að hafa upplýsingar um hvernig best er að komast í gegnum áfall og hvað tekur við. Þriðjudaginn 26. Janúar kemur Jórunn Sörensen félagsráðgjafi og formaður nýraveikra á félagsfund og fræðir okkur um: Áfall – hvað það er og hvað kemur því af stað Stig og einkenni áfallakreppu. Hvernig kemst fólk í gegnum áfall og hvað gerist ef fólk “festist” í kreppunni. Fundurinn verður haldinn að Hátúni 10b, jarðhæð. Næstu fundir Hugarfars: 23. febrúar: Ungt fólk með heilaskaða. Dís Gylfadóttir og Þórarinn Karlsson segja sögu sína. 23. mars: Fulltrúar félagsþjónustunnar í Reykjavík, Aðalbjörg Traustadóttir og Olga Jónsdóttir frá Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis mæta í spjall og segja frá þjónustu þeirra og hvernig hún skarast við þjónustu ríkisins. Leitast verður við að svara spurningum. 27. apríl: Aðalfundur og Auður Axelsdóttir kemur og segir okkur frá starfi þess öfl uga félags Hugarafl i. 25. maí: Nánar auglýst síðar á heimasíðunni hugarfar.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Harpa. 2 Úr Búðarhálsvirkjun. 3 Garðurinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.