Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 56
28 23. janúar 2010 LAUGARDAGUR
N
ú um stundir eru það
hinir bláu þriggja
metra háu Na‘víar í
myndinni Avatar sem
eru birtingarmynd
geimvera. Í þessari geysivinsælu
mynd er homo sapiens bölvað illþýði
sem vill ekkert annað en krækja í
náttúruauðlindirnar á Pandora,
plánetu Na‘víanna. Valdahlutföllin
hafa snúist við – nú erum „við“ að
ráðast á geimverurnar, ekki öfugt.
Margir hafa bent á að hinir nátt-
úruelskandi Na‘víar líkist göfuga
villimanninum sem Jean-Jacqu-
es Rousseau skrifaði um sautj-
án hundruð og súrkál. Þetta er
vissulega ný tegund af geimver-
um, því oftast hafa geimverurnar
verið álitnar gáfaðri en menn – að
minnsta kosti tæknilegri. Na‘víarn-
ir í Avatar minna á þær fjölmörgu
tegundir „villimanna“ sem hvíti
maðurinn hefur arðrænt í gegn-
um tíðina, frá indjánum Ameríku
til frumbyggja Ástralíu með við-
komu í Afríku. Þrátt fyrir Obama
og Al Gore og mikla áherslu á nátt-
úruvitund og sjálfbærni er hvíti
maðurinn við sama heygarðshorn-
ið í framtíð leikstjórans James
Cameron. Myndin gerist árið 2154
og Cameron gerir ekki ráð fyrir
neinni hugarfarsbreytingu á þess-
um 144 árum þangað til.
Gráu mennirnir
Na‘víarnir eru „góðar“ geimverur.
Í bíómyndunum eru geimverur oft-
ast vondar, en nokkrar fleiri góðar
eru þó til. E.T. var náttúrlega besta
skinn með skjaldbökuútlitið sitt.
Hann þráði ekkert nema að kom-
ast aftur heim til sín og tókst það.
Í Star Wars- og Star Trek-seríun-
um úir allt og grúir af geimveru-
tegundum, bæði góðum og vondum.
Það er mikill munur á innræti og
gáfnafari hins djúpspaka en dverg-
vaxna Yoda og Jar Jar Bings, sem
virðist hafa svipaðar gáfur og asn-
inn í Shrek. Geimverurnar í Close
encounter of the third kind (Steven
Spielberg, 1977) voru nokkuð næs
og virtust vera vísindamenn í leið-
angri. Þær voru litlar með stóra
hausa og nokkuð svipaðar í útliti og
fólk á þessum tíma sagði að hefði
rænt sér á fljúgandi furðuhlutum.
Geimverur með þetta útlit (stór
haus, grannur líkami, ávöl svört
augu) er stundum kallaðir „Gráu
mennirnir“. Þessi tegund
geimvera virðist dunda
sér helst við það að veiða
menn til að rannsaka þá,
oftar en ekki með
endaþarmsskoð-
un.
Geimverur
endurspegla
samtímann
Líkt og Na‘ví-
arnir eru full-
trúar nátt-
úruvitundar
í nútíman-
um, voru
nokkrar svart-hvítar geimver-
ur fulltrúar almennrar skynsemi
í miðju kalda stríðinu á 6. ára-
tugnum. Bandaríkin og Sovétrík-
in hömuðust við að koma sér upp
kjarnorkusprengjum og það virtist
nóg að einhver klikkaðist og ýtti á
rauða takkann til að allt færi til
andskotans því sprengjubirgðirn-
ar nægðu til að eyða öllu lífi á jörð-
inni tíu sinnum. Í myndum frá þess-
um tíma voru geimverur stundum
mjög ábúðarfullar og skildu ekkert
í því hvað mannkynið var heimskt.
Í Plan Nine from Outer Space frá
1959 – sem reyndar er oftast
nefnd versta kvikmynd sögunn-
ar – koma geimverur til jarðar-
innar til að hindra mannkyn-
ið í að smíða dómsdagsvopn. Í
The Day the earth stood still
frá 1951 er geimveran Klaatu
rödd djúprar visku. „Ég verð
hræddur þegar ég sé skyn-
semi skipt út fyrir ótta,“ segir
Klaatu (leikinn af Michael Renn-
ie í speisuðum galla) við fulltrúa
mannkynsins. Líklega hafa marg-
ir kinkað samþykkjandi kolli í bíó-
unum þegar Gort, risaróbóti Klaat-
usar, tók að bræða vopn hermanna
með geislum sem komu út úr aug-
unum á honum.
Þegar myndin var endurgerð
2007 með Keanu Reeves í hlut-
verki Klaatu hafði kjarnorkuógn-
inni verið skipt út fyrir náttúrueyð-
andi ógninni af mannkyninu sjálfu.
Svona endurspeglast áherslur sam-
tímans í geimverunum.
Vondar geimverur
Geimverur í bíómyndum eru þó
oftar vondar en góðar. Ef þær
koma til jarðarinnar er það í þeim
tilgangi að arðræna plánetuna og
hneppa jarðarbúa í ánauð – eða
éta þá! Í hinni sprenghlægilegu
Mars Attacks! eftir Tim Burton
eira geimverurnar engu og drepa
og sprengja allt sem fyrir verð-
ur á lævísan hátt. Í Signs, sem
byggir söguþráðinn á dularfull-
um hringjum sem oft hafa fund-
ist á kornökrum, eiga Mel Gibson
og Joaquin Phoenix í mesta basli
með að ráða niðurlögum aðgangs-
harðra geimvera. Í Invasion of the
Body Snatchers (kom upprunalega
út 1956, en var endurgerð tvisvar)
fara geimverurnar lúmska leið og
nota fyrirliggjandi mannkyn sem
hýsil eftir ógnvekjandi ferli í risa-
stórum fræbelgjum. Í fjölmörgum
öðrum myndum hafa geimverurnar
illt eitt í hyggju.
Ekki tekur betra við þegar fylgst
er með mannkyninu álpast út í
geiminn í framtíðinni. Verri verða
vondu geimverurnar varla en hin
slepjulegu kvikindi í Aliens-þrí-
leiknum. Þær skaðræðis geimver-
ur eru eins langt frá friðelskandi
náttúruvættunum í Avatar og hugs-
ast getur. Geimverur eru jafn fjöl-
breyttar og ímyndunarafl manna
leyfir.
Geimverufræðin
Fyrir marga eru þó geimverur ekki
skáldskapur upp úr fólki í Holly-
wood heldur sannleikurinn sjálf-
ur. Magnús Jónsson, leikari og tón-
listarmaður, hefur lengi sökkt sér
niður í það sem kallast exopolitics
á ensku, en Magnús kýs að kalla
geimverufræði á íslensku.
„Því meira sem ég les mér til
um þetta því meira finnst mér ég
geta flokkað hvað er rugl og hvað
ekki,“ segir hann. „Svona 80 pró-
sent af þessu eru bara skíthrædd-
ir Ameríkanar sem lifa í einhverj-
um Star Trek/Spielberg-heimi. Inn
á milli er svo alvörufólk sem virð-
ist allt vera að tala um sama hlut-
inn. Maður byrjar að sjá hverjir eru
að segja sannleikann. Síðustu 2-3
árin hefur verið sprengja í því að
fólk er að koma fram með upplýs-
ingar sem það hefur verið bundið
þagnar eiði um. Háttsettir menn úr
hern um til dæmis, sem eru að segja
frá kynnum sínum af geimverum
og fljúgandi furðuhlutum. Vilji fólk
kynna sér þetta betur mæli ég til að
mynda með síðunni projectcamelot.
org. Það er svona „whistle-blower“-
síða með viðtölum við fólk sem veit
eitthvað um málið.“
Magnús segir nokkrar tegundir
geimvera gera sig heimakomnar
hér. Sumar séu nákvæmlega eins
og mannfólk í útliti, aðrar öðruvísi,
eins og „Gráu mennirnir“.
Genabreytt tilraunadýr
Hvað er þá málið? Hvað vilja þess-
ar geimverur okkur? Magnús hefur
svarið, en það er reyndar dálítið
flókið og einhverjum gæti þótt það
langsótt.
„Öll mannkynssagan eins og
okkur hefur verið kennd hún er til-
búningur yfirvaldsins – peninga-
manna og trúarbragða. Þeir bjuggu
til kerfi sem gera okkur þræla í
hugsun og fyrir vikið erum við á
kafi í efnishyggjunni og förum
lítið inn á við. Þróunarkenning
Darwins gengur ekki upp sé hún
skoðuð nánar. Við erum öll gena-
breytt tilraunadýr úr fimmtu til-
raun „guðanna“. Það var fyrsta til-
raunin sem gekk upp því þá fengum
við sál. Forfeður okkar – sem búið
er að ljúga að okkur að séu guðir
– gerðu þessa tilraun. Þeir voru í
raun bara fullkomnari útgáfur af
okkur sjálfum. Geimverur.“
Magnús segir að þeim umbrota-
tímum, sem nú standa yfir, muni
ljúka 2017-2018. „Eftir þessar
miklu hamfarir sem nú ganga í
garð, munu sumir komast á næsta
tilvistarstig, fjórðu víddina. Mann-
kynið er hreinlega að skiptast í
tvær fylkingar: Þá sem vilja þrosk-
ast og komast yfir í fjórðu víddina.
Þetta fólk er farið að hugleiða og
það trúir því að einn sé allt, allt
sé einn og að maðurinn sé ekkert
æðri öðrum dýrategundum. Þetta
fólk mun skilja út á hvað þetta allt
gengur. Hinir eru hræddir og vilja
ekki þroskast og bara vera áfram
í efnishyggjunni. Í þeirra veröld
verður bara meira umkomuleysi
og meiri reiði.“
Magnús segir að svokölluð „ind-
ígó“-börn hafi verið að koma fram
á síðustu áratugum og séu næsta
skref í þróun mannkynsins. Þá eru
geimverufræðingar almennt á því
að nú styttist í að geimverurnar láti
sjá sig af því mannkynið er komið
svo langt í að eyða sér. „Það eru
bundnar vonir við að Obama komi
fram og segi sannleikann, þótt hann
sé reyndar bara tilbúin afurð pen-
ingakarlanna,“ segir Magnús.
Hann sér margt úr geimveru-
fræðunum í myndinni Avatar.
„Þetta tré og hugleiðslan og það
að allir séu jafnir er í beinum sam-
hljómi við geimverufræðin. Það
er algjör kærleikur og einlægni
hjá Na‘víunum og allt annar hugs-
anagangur en hjá okkur. Hinn
vestræni heimur er gegnsýrður
af kaldhæðni, græðgi, hræsni og
dómhörku. Þess vegna er auðvelt
að skjóta allt í kaf sem passar ekki
inn. Mér fannst margt skemmtilegt
í þessari mynd. Það komu yfir mann
tilfinningar sem maður hafði ekki
upplifað síðan maður var barn.“
Hvernig eru geimverur?
Alheimurinn er ógnvænlega stór og troðfullur af vetrarbrautum, sólkerfum og plánetum. Hann er svo stór að maður skilur það
ekki. Hann er svo stór að þarna einhvers staðar hlýtur bara að vera líf. Og þá örugglega vitsmunalíf líka. Líf utan jarðarinnar
er ósannað, en fjölmargir hafa reynt að ímynda sér geimverur og sett þær hugmyndir niður á blað. Og eru geimverur kannski
menn? Dr. Gunni athugaði málið.
VONDAR, GÓÐAR, VITRAR, VITLAUSAR Hugmyndir manna um líf á öðrum hnöttum hafa
tekið á sig margar birtingamyndir um árin. Na‘víarnir eru villtir og góðir.
E.T. VILL HRINGJA HEIM Mikið gekk á þegar reynt var að koma geimverunni E.T. til
síns heima.
VIÐ KOMUM Í FRIÐI Gort og Klaatu.
SPEKINGURINN MIKLI Yoda mælir
eintóma speki.
EKKI ÁRENNILEGUR ÞESSI Geimverurnar í Mars attacks! skutu á allt sem hreyfðist.
GRÁU MENNIRNIR Hefur þú rekist á
svona karl?
STYTTIST Í AÐ GEIMVER-
URNAR LÁTI SJÁ SIG Segja
geimverufræðingar eins
og Magnús Jónsson að
minnsta kosti.