Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 23.01.2010, Blaðsíða 41
Laust er til umsóknar starf yfirmanns Áhættustýringar Landsbankans. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni á fjármálamarkaði. Hlutverk Áhættustýringar er að greina og hafa eftirlit með heildaráhættu bankans. Sex deildir tilheyra einingunni: Eigna- og skuldaáhætta, hagdeild, hönnun og greining, markaðsáhætta, rekstraráhætta og útlánaáhætta. Helstu verkefni: • Stjórnun og skipulagning áhættustýringar í bankanum. • Stuðningur við yfirstjórn við að koma á og miðla markmiðum um áhættutöku. • Yfirumsjón og eftirlit með gerð og útgáfu áhættuskýrslna, gæðum áhættugagna og skilum á skýrslum til hlutaðeigandi aðila, þar með talið bankaráðs og eftirlitsaðila. • Samskipti við eftirlitsaðila og matsfyrirtæki. • Yfirumsjón með mati á virðisrýrnun, álags- og sviðsmyndaprófunum og útreikningi á eiginfjárnotkun. Hæfniskröfur og eiginleikar: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Haldgóð reynsla og þekking á verkefnum fjármálafyrirtækja. • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar. • Hæfni í mannlegum samskiptum. • Fagmennska og heiðarleg vinnubrögð. • Framúrskarandi greiningarhæfileikar. • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum. • Gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga í töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku. Nánari upplýsingar veitir: Atli Atlason, framkvæmdastjóri Starfsmanna sviðs í síma 410 7904. Umsókn fyllist út á vef bankans, www.landsbankinn.is, merkt „Yfirmaður Áhættustýringar“. Umsóknarfrestur er til og með 2. febrúar nk. Allar umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Yfirmaður Áhættustýringar Viltu vera í okkar liði? Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 10 þúsund einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðarfullum einstaklingi til starfa sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni. Verkefnastjóri í áætlana- og skýrslugerð Starfið tilheyrir sölu- og markaðssviði Actavis á Íslandi og eru helstu verkefni sviðsins markaðssetning og kynning á vörum fyrirtækisins, gerð sölu- og kynningaráætlana, birgðastýring og skráning lyfja á innlendan markað. Starfið felur m.a. í sér áætlana- og skýrslugerð fyrir sviðið og ábyrgð á þeim. Um er að ræða gerð söluáætlana fram í tímann, áætlanir fyrir líðandi ár sem og reglulega skýrslugerð um sölu og birgðir. Starfsmaður hefur auk þess umsjón með birgðahaldi í samvinnu við starfsmann birgðaeftirlits. Við leitum að einstaklingi með viðskiptamenntun en háskólapróf í lyfjafræði, hjúkrunarfræði eða raunvísindum kemur einnig til greina auk þess sem reynsla af íslenska lyfjamarkaðinum er kostur. Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu, auk góðrar tölvukunnáttu og þá sérstaklega í Excel. Viðkomandi þarf að vera góður í mannlegum samskiptum, jafnframt er gerð krafa um sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir, risaksdottir@actavis.com. Actavis Group Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 31. janúar nk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.