Fréttablaðið - 28.01.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 28.01.2010, Síða 10
10 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR 5.000 umslög Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 3-7. 110 Reykjavík. Sími 515 5000. www.oddi.is UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA EFNAHAGSMÁL Frekara afnám gjaldeyrishafta bíður meðan enn er óvissa um afdrif Icesave- mála og framgang efnahagsáætlunar stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). „Meðan núverandi staða er uppi gerist ekki neitt,“ sagði Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri í gær eftir kynningu á vaxtaákvörðun bankans og uppfærðri efnahagsspá. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. „Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofn- ana lækka í 8,0 prósent. Hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum verða 9,25 prósent. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga verða 9,5 prósent og daglánavextir 11,0 prósent,“ að því er fram kemur í tilkynningu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fór á fundinum yfir áhrif þess að enn hafi ekki tekist að leysa deiluna um bætur til erlendra innstæðueigenda Icesave, en í rökstuðningi peningastefnunefndar bankans er bent á að lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hafi þegar verið lækkuð í áhættuflokk hjá einu matsfyrirtækj- anna vegna þessa og þá gæti orðið töf á efna- hagsáætlun stjórnvalda og AGS. „Og orðið til þess að lánveitingar frá sjóðnum og erlend- um ríkisstjórnum, sem eru forsenda fyrir árangursríkri lántöku á alþjóðlegum lána- mörkuðum, tefjast einnig.“ Haldi gjaldeyris- höft sagði Már að skammtímaáhrif þessa á krónuna ættu að vera lítil. „Hins vegar væri áhættusamt að taka fleiri skref til afnáms gjaldeyrishaftanna á meðan þessi óvissa varir.“ Óskaniðurstaða Seðlabankans hvað Icesa- ve-deiluna varðar sagði Már hins vegar vera þá að málið leystist í sátt við umheiminn á allra næstu vikum. „Hvort sem það verður í þjóðaratkvæðagreiðslu eða fyrr.“ Hann segir óvissu um afdrif Icesave-deilunnar og endur- skoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS hafi sett strik í reikning vaxtaákvörðunar nú og geti gert það enn frekar dragist málið. „Við teljum okkur þurfa að fara eitthvað var- legar en ella. Að vísu hjálpa höftin, en það sem hefur gerst er að þegar skuldatrygging- arálag fer upp og lánshæfismat niður – okkar ytra mat versnar – þá skapar það hvata fyrir þá sem eru hér með bundið fé til að fara út og erlendir aðilar eru óviljugir til að koma hér inn. Styrking krónunnar verður minni en ella.“ Síðan bendir hann á að á árunum 2011 og 2012 þurfi að endurfjármagna hér lán. Már sagði hins vegar ljóst að ef lánshæfis- mat Íslands væri það sama og fyrir áramót og skuldatryggingarálag hefði ekki hækkað og ekki væri óvissa um efnahagsáætlunina „þá er alveg ljóst að við hefðum lækkað vext- ina meira núna, það er alveg ljóst“. olikr@frettabladid.is Seðlabankinn lækkar vexti Seðlabankinn kynnti í gær lækkun vaxta um sem nemur hálfu prósentustigi. Ef ekki hefði verið fyrir óvissu um afdrif Icesave þá segir seðlabankastjóri að lækkun hefði verið meiri. Afnám gjaldeyrishafta verður að bíða. Horfur áþekkar þótt óvissa sé aukin VAXTAÁKVÖRÐUN KYNNT Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfæðingur Seðlabanka Íslands, kynntu vaxtaákvarðanir bankans og nýja efna- hagsspá í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Samdrátturinn á síðasta ári var minni en áður var talið en á móti verður hann meiri á þessu ári. Þetta kemur fram í Peningamálum, efnahagsriti Seðlabanka Íslands, sem gefið var út í gær samhliða kynningu á vaxtaákvörðun bankans. „Þetta þýðir að efnahagsbatanum seinkar um einn fjórðung frá því í nóv- emberspánni, í stað þess að landsfram- leiðsla fari að vaxa milli fjórðunga á fyrsta árfjórðungi þessa árs þá gerist það ekki fyrr en á næsta,“ sagði Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, þegar hann kynnti uppfærðar efnahagshorfur í gær. Gangi spáin eftir segir hann að hér hafi þá staðið yfir samdráttarskeið í um tvö ár, sem sé mjög langt í alþjóðlegu samhengi. Efnahagsbati sagði Þórarinn að verði einkum veikari en áður hafi verið spáð vegna seinkunar fjárfestingar tengdri stóriðju. Þórarinn áréttaði að mikil og aukin óvissa ríkti nú um efnahagshorfur vegna meiri óvissu um framgang efnahagsáætl- unar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. „Grunnforsenda spárinnar er að þessi óvissa minnki mjög fljótlega.“ Verði enn frekari seinkun á efnahagsáætlunin segir Þórarinn að horfur hér verði enn verri en lýst er í spánni. Spá bankans nú gerir ráð fyrir að verðbólga hjaðni meira á fyrsta fjórðungi þessa árs en ráð var fyrir gert í nóvember, en verði á móti meiri út næsta ár en útlit var fyrir. Verð- bólgumarkmiði verði engu að síður náð í lok spátímans 2012. ÞÓRARINN G. PÉTURSSON AFGANISTAN, AP Almennur vilji virð- ist vera fyrir því, bæði meðal ráða- manna á Vesturlöndum og meðal afganskra ráðamanna, að reyna að fá talibana til liðs við þarlend stjórnvöld frekar en að ráða niður- lögum þeirra með hernaði. Hamid Karzai, forseti Afgan- istans, mun kynna áætlun stjórn- ar sinnar um aðlögun talibana að stefnu stjórnarinnar á alþjóðlegri ráðstefnu um málefni Afganist- ans, sem hefst í London í dag. Hann hefur meðal annars fengið stuðning Bandaríkjanna við þessa áætlun. „Yfirgnæfandi meirihluti þess- ara manna styður ekki hugmynda- fræði Mullah Omars og Al Kaída,“ sagði Richard Holbrooke, sérlegur erindreki Bandaríkjanna í Afgan- istan. Mullah Omar er útlægur leið- togi talibanahreyfingarinnar. „Samkvæmt viðtölum við fanga, menn sem látið hafa af stuðningi við talibana og sérfræðinga virð- ist sem að minnsta kosti 70 prósent þeirra séu ekki að berjast fyrir neitt sem tengist þessum mál- stað.“ Holbrooke segir að þeir taliban- ar, sem styðja hryðjuverkasamtök- in Al Kaída eða fylgja harðskeyttri stefnu talibanahreyfingarinn- ar gagnvart konum, eigi þó ekki möguleika á endurkomu í samfé- lagið í Afganistan. - gb Alþjóðleg ráðstefna um málefni Afganistans hefst í London í dag: Vilja friðmælast við talibana HAMID KARZAI Forseti Afganistans kom við í Þýskalandi í vikunni á leið sinni til London, þar sem ráðstefnan hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTAMÁL Mennta- og leikskóla- ráð Reykjavíkurborgar hafa sam- þykkt að nýr skóli í Úlfarsárdal skuli rúma allt skólastarf fyrir börn á aldrinum eins árs til tólf ára; leikskóla, grunnskóla og frí- stundaheimili. Nýi skólinn mun taka til starfa haustið 2010. Þá verða í skól- anum börn til og með 5. bekk grunnskóla. Síðan bætist við einn árgangur á hverju ári. Skólinn mun heyra undir Menntasvið Reykjavíkurborgar sem gerir samstarfssamninga við leikskólasvið og íþrótta- og tóm- stundasvið. Áherslur í skólastarfi í Úlf- ars árdal verði listir og lýðheilsa, umhverfismennt, læsi, lesskiln- ingur og bókmenntir. - shá Nýjung í skólastafi: Eins til tólf ára börn verða saman í skóla NOREGUR Eftirlaunasjóður norska ríkisins, Olíusjóðurinn svokallaði, ætlar að selja hlutabréf sín í sautj- án tóbaksframleiðslufyrirtækj- um fyrir alls 1,8 milljarða evra og lýsir því jafnframt yfir að hann muni ekki fjárfesta framvegis í tóbaksframleiðslu. Frá þessu er greint á vef Landssamtaka lífeyr- issjóða. Siðanefnd sjóðsins er sögð hafa lagt þetta til við ríkisstjórn Nor- egs og Sigbjörn Johnsen fjármála- ráðherra fengið afdráttarlausan stuðning í Stórþinginu við ákvörð- un sína. „Siðareglur Olíusjóðsins norska og framkvæmd þeirra hafa jafn- an víðtæk áhrif í fjármálaheim- inum, enda er sjóðurinn umsvifa- mikill alþjóðlegur fjárfestir og áhrifamikill eftir því. Mörg dæmi eru um að aðrir öflugir fjárfestar fylgi í kjölfar Olíusjóðsins,“ segir á vefnum. - óká Norski olíusjóðurinn: Ósiðlegt að fjár- festa í tóbaki NÝHREINSAÐUR EFTIR OLÍUBAÐ Þessi litli nátthegraungi í Texas virtist bara nokkuð hress eftir að hafa verið þveginn hátt og lágt til að þrífa af honum olíu, sem lak þar úr olíuskipi um síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði kanna- bisræktun í húsi í miðborginni í byrjun vikunnar. Við húsleit á staðnum fundust nokkrir tugir kannabisplantna á ýmsum stigum ræktunar. Tildrög málsins voru þau að lögreglumenn sem voru við eftir- lit í hverfinu runnu nánast á lykt- ina af kannabisplöntunum og því var eftirleikurinn auðveldur. Lögreglan minnir á fíkniefna- símann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. - jss Kannabisræktun í borginni: Lögreglumenn runnu á lyktina DÓMSMÁL Fulltrúi lögreglustjór- ans á Suðurnesjum, Alda Hrönn Jóhannsdóttir, þarf ekki að bera vitni í mansalsmálinu svokallaða. Sakborningur í málinu, Íslend- ingur, gerði munnlega kröfu í málflutningi um að fulltrúinn gæfi vitnaskýrslu við aðalmeð- ferð málsins. Annar sakborning- ur, Lithái, studdi þá kröfu. Héraðsdómur Reykjaness hafnaði kröfunni. Sakborningar skutu þá málinu til Hæstarétt- ar, sem einnig hafnaði kröfunni í gær. Hæstiréttur áleit að ekki væri gerð nægjanlega grein fyrir því í hvaða skyni mennnirnir vildu leiða fulltrúann sem vitni og hvað það væri sem upplýsa þyrfti. - jss Mansalsmál á Suðurnesjum: Lögreglufull- trúi ekki vitni

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.