Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 28

Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 28
 28. janúar 2010 FIMMTUDAG- UR 2 Kraginn á þessum hvíta kjól er gott dæmi um notkun Ernu á prjónuðu pífunum sem hún prjónar sjálf. Erna hefur fötin þannig að eðlilegt flæði komi í allar línur. „Náttúruleg efni eru mér efst í huga og því reyni ég að velja slíkar efnisgerðir í vörurnar mínar. Fatalín- an sem ég vinn að núna samanstendur til dæmis af ull, silki, bómull og hör,“ segir Erna og tekur fram að íslenska ullin sé aðalhráefnið. Erna er klæðskerameistari og sér um allt ferlið frá hug- mynd til fullunninnar flíkur. Prjónar til dæmis ullarvoðina sjálf. Hún vinnur á verkstæð- inu sínu frá morgni til kvölds og kveðst hafa mikla ánægju af. Er með starfsmann í hluta- starfi við saumaskap og segir fyrirsjáanlegt að fleiri hend- ur þurfi að vera til taks von bráðar. „Þegar ég lagði af stað með vörumerkið ákvað ég að reyna að búa til klassísk föt en dálítið spes. Einnig að vera ekki með sérstaka sumarlínu því mín reynsla er sú að sömu fötin nýtist hér á landi allt árið. Ég vil að sniðin mín henti sem fjölbreyttustum hópi kvenna og reyni að hafa þau klæðileg og kvenleg,“ segir hún og bætir við að vel unnið snið geri alltaf gæfumuninn. Landslagið og náttúran móta hugmyndir Ernu að hennar sögn. „Einnig grúskar hún mikið í bókum og blöðum frá öllum tímum og segir búningasöguna endalausa uppsprettu hugmynda. „Síðasta árið hef ég verið dálítið upptekin af tímabilinu 1600-1750 sem má auðveldlega sjá á hönnuninni,“ bendir hún á. Erna selur fötin í Kirsuberjatrénu á Vesturgötu 4 í Reykjavík. Hægt er líka að skoða þau á http://www. kurlproject.is og hún tekur vel á móti fólki sem dropp- ar inn á verkstæðið. gun@frettabladid.is Prjónaðar pífur og punt Pífur sem minna á klettabelti íslenskra fjalla einkenna nýjustu fatalínu Ernu Óðinsdóttur í klæðskera- verkstæðinu Kurl & kram á Flúðum. Vörumerkið hennar er Kurlprojekt Iceland. Íslenska ullin sem Erna fær í Ístexi er hennar aðalhráefni. Hér er það komið í kápu sem sómir sér vel í göngutúr á kornakrinum. „Mín reynsla er sú að sömu fötin nýtist hér á landi sumar, vetur, vor og haust,“ segir Erna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Kragi sem gæti verið sóttur aftur í aldir. BRITNEY SPEARS vill gera sitt til að styrkja hjálparstarfið á Haítí. Hún hefur því gefið silfurkjólinn sem hún klæddist á MTV-verðlaunahátíðinni 2008 og verður hann boðinn upp á næstunni. Fleiri stjörnur gefa fötin sín til styrktar málefninu, meðal annars Kate Bosworth, Susan Sarandon og Gerard Butler. Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, laugard. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is teg. 81103 - nýr litur í þessu MEGA vinsæla sniði, fæst í BC skálum á kr. 3.950,- buxur í stíl á kr. 1.950,- teg. 4881 - fylltur og rosalega sætur í BC skálum á kr. 3.950,- mjúkar buxur í stíl á kr. 1.950,- NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ Algjört verðhrun (á útsöluvöru) Toppar, peysur omfl . 1000 kr Pils, kjólar omfl . 2000 kr Allir stuttir kjólar 4990 kr Allar kápur 9990 kr Allir síðir kjólar 9990 kr Laugavegi 53 • s. 552 3737 Opið mánudag til föstudag 10-18, laugardag 10-17 Útsalan í fullum gangi 50% afsláttur DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS · Tekur 12 Kg · Hljóðlát · Stórt op > auðvelt að hlaða · Sparneytin 12 kg Þvottavél og þurrkari

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.