Fréttablaðið - 28.01.2010, Side 31

Fréttablaðið - 28.01.2010, Side 31
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 Í svokölluðu Kjöthúsi í Árbæjarsafni er starfrækt húsverndarstofa. Þar ligg- ur frammi fjölbreytt fræðsluefni sem kemur þeim að gagni sem standa fyrir viðhaldi og endurbótum á eldri húsum, það á bæði við um almenna húseigend- ur og fagmenn. Húsverndarstofan er opin alla mið- vikudaga frá klukkan 16-18. Það eru Iðan fræðslusetur, Húsfriðunarnefnd ríkisins og Minjasafn Reykjavíkur sem standa að henni og sérfræðingar frá tveimur þeim síðarnefndu sitja þar fyrir svörum og veita ráðgjöf þeim sem þess óska. Þeir sem heimsækja Kjöthúsið geta litið á sögu byggingartækninnar því sýningin Húsagerð höfuðstaðar: Saga byggingartækninnar í Reykjavík 1840- 1940 er þar uppsett. - gun Ráðgjöf í endurbótum Taka verður tillit til margra þátta þegar ráðist er í endurbyggingu á húsum. NORDICPHOTS/GETTY Ekki varð mikil þróun í mann- virkjagerð á Íslandi fyrr en seint á nítjándu öld þegar erlendir iðnaðarmenn kenndu þeim íslensku nýtt handbragð. „Ein stærsta byltingin varð þegar Alþingishúsið var reist árið 1881,“ segir Nikulás Úlfar Másson, for- stöðumaður Húsafriðunarnefndar. „Fram að því höfðu tilraunir til að kenna Íslendingum að byggja hús úr varanlegra efni en torfi geng- ið illa. Við uppbyggingu Alþingis- hússins var brugðið á það ráð að flytja til landsins iðnaðarmenn frá Norðurlöndunum og Þýskalandi og Íslendingum gert að læra af þeim hvernig höggva ætti í grjót.“ Nikulás bendir á að þessum er- lendum iðnaðarmönnum hafi verið meinað að fara með verkfærin úr landi eftir að byggingu Alþingis- hússins lauk. Þess í stað hafi þau verið boðin út. Jafnframt hafi með Alþingishúsinu verið kominn fyrsti vísir að húsagerð sem nefnist stein- bær. „Þarna lærði íslenskur al- menningur að byggja sér húsnæði úr varanlegum byggingarefnum.“ Hann segir einnig straumhvörf hafa orðið í húsasmíði með til- komu Völundar, fyrstu rafvæddu trésmiðjunnar á Íslandi í upphafi 20. aldar. „Þarna voru húshlutar, gluggar og hurðir, framleiddir í fyrsta sinn fyrir Íslendinga. Þeir voru því ekki aðeins farnir að nýta grjót heldur gafst þeim kostur á að kaupa fjöldaframleitt timbur.“ Rafmagnsverkfæri áttu sinn þátt í framförum í mannvirkja- gerð á Íslandi. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur telur að þau fyrstu hafi verið tekin í almenna notk- un eftir seinni heimsstyrjöldina. „Það var enginn grundvöllur fyrir þeim fyrr en með tilkomu virkj- ana á borð við Elliðaárvirkjun,“ segir Guðjón. „Almenningur fór að eignast verkfæri eftir seinna stríð, þegar ísskápar og eldavélar komu á markað og skiptu sköpum fyrir mannvirkjagerð hérlendis.“ - rve Ollu algjörri byltingu Tímamót urðu í byggingargerð á Íslandi þegar Alþingishúsið var reist árið 1881. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Það var enginn grundvöllur fyrir rafmagnsverkfærum fyrr en virkjanir komu til sögunnar,“ segir Guðjón Friðriksson. Myndin er af Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Elliðaárdal. MYND/PÁLL KRISTJÁNSSON að borinn festist. Sú sæ ko Li hl 18 vé 3 he 2 ra rlægðarmælirinn lir fjarlægðir, mæ 2 m3 ggvarinn, ryk og nsþéttur a er takki hefur ein kni sem eykur ein- dleika mælirsins ægni 30m / skekkja m á 30m

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.