Fréttablaðið - 28.01.2010, Síða 32

Fréttablaðið - 28.01.2010, Síða 32
 28. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR4 ● fréttablaðið ● handverkfæri „Ætlunin er að veita fyrirtækjum, húseigendum og -félögum vitn- eskju um allt sem viðhaldi viðkem- ur,“ segir Svavar Benediktsson, hjá fyrirtækinu Proline, sem stendur fyrir sýningu um viðhaldsmál í Vetrargarðinum í Smáralind dag- ana 5. til 6. mars næstkomandi. Á sýningunni, sem kallast Við- hald 2010, munu faglærðir aðil- ar, svo sem handverksmenn, verk- takar, verkfræðingar, auk fulltrúa opinberra aðila, ríkisskattstjóra, byggingarfulltrúa Reykjavíkur og Kópavogs og Íbúðalánasjóðs upp- lýsa gesti um viðhaldsmál. „Þarna er í raun verið að stuðla að faglegu ferli, með því að koma inn á samningagerð við verktaka, skyldur og ábyrgð verktaka og hvert hægt er að snúa sér komi upp vandamál,“ bendir Svavar á. Hann bætir við að þættir eins og fjármögnun, skipulag, tilboðsgerð, efniskaup, framkvæmd, ábyrgð og eftirlit verði einnig til umfjöllunar á sýningunni. „Ein helsta nýjungin sem verð- ur tekin fyrir er svo rétt viðhalds- tækni sem er að ryðja sér til rúms hérlendis og gengur út á að gera hús upp innan frá. Þess misskiln- ings hefur nefnilega gætt að við- hald krefjist þess að allt sé brotið og bramlað,“ segir Svavar. En er þetta rétti tíminn til við- halds? „Svo sannarlega,“ segir hann. „Ríkisstjórnin hefur nefni- lega sett lög um að eigendur íbúða og sumarbústaða fái endurgreitt að fullu virðisaukaskatt sem þeir hafa greitt af vinnu manna við end- urbætur eða viðhald. Lögin gildi út árið 2010.“ Skráning á sýninguna fer fram á www.vidhald2010.is. Þess má geta að Múrbúðin er styrktaraðili sýningarinnar. - rve Stuðlað að faglegu ferli „Bent hefur verið á að 40 ára gömul hús þarfnist almennt endurbóta af einhverju tagi, samkvæmt fagaðilum í þessum geira. Ef við miðum við þá staðreynd að 47 prósent alls íbúðarhúsnæðis í Reykjavík eru byggð fyrir 1970 eru það meira en 23.000 íbúðir,“ segir Svavar, hér með skolprör endurnýjað með nýjum aðferðym. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Stefán Bjarnason starfar á skrifstofu flesta daga en finnur sér svo ótal verkefni þar fyrir utan. Til dæmis við smíðar. Í skúrnum hans blasa líka við handverkfæri í röðum. Keðjusög, fræsari, slípirokkur, skrúfvél – alls konar hlutir hanga uppi á vegg. Þó vill Stefán ekki meina að hann sé veikur fyrir verkfærum. „Ég er bara veikur fyrir að hafa verkfæri við hönd- ina til að geta gert ýmsa hluti. Hef frekar keypt verkfæri til að framkvæma ýmislegt í stað þess að kaupa það tilbúið,“ útskýrir hann. „Þetta byrjar þannig að maður kaupir sér hjól- sög, stingsög og fræsara. Þá getur maður farið að bjarga sér. Fyrir utan auðvitað borvél og skrúfvél sem teljast undirstöðu- verkfæri í heimilishaldi. Vélhefill er líka eitt það fyrsta sem maður kaupir. Hann er ég búinn að eiga í tuttugu ár.“ Þegar Stefán er spurður hvort hann sé góður smiður hlær hann dátt. „Ég telst bara laghentur sveitamaður og er stoltur af,“ svarar hann og minnist líka á neyð og nakta konu. „Kreppan í dag er nefnilega ekki sú fyrsta sem ég kynnist. Við lentum líka í kreppu 1983 til ´85 og þá varð maður annað hvort að fram- kvæma sjálfur eða framkvæma ekki neitt. Það var ekki flóknara en það. Skuldirnar voru marg- faldaðar með tveimur og maður átti ekki orðið krónu í eigninni. Þannig að það er ekkert nýtt í sögunni.“ Stefán segir Bjarka son sinn eiga sum verkfæranna í skúrn- um. Þau hafi hann keypt þegar hann bjó í Ameríku. „Svo fór ég til stráksins að hjálpa honum að pakka og þá bætti ég nokkr- um hlutum við. Stílaði upp á að hafa þau af sömu sort og hans svo við gætum notað sömu batt- eríin. Verkfærin heita Ryobi. Þau eru framleidd í Denver þar sem sonur minn bjó og ég vissi af fag- manni hér heima sem hafði góða reynslu af þeim.“ Eitt verkfærið líkist straujárni. Stefán kallar það juðara og segir gott að pússa með honum glugga- kistur og hurðir. „Við tókum útihurð- ina og gluggana hjá Bjarka í gegn með honum. Ég end- ursmíðaði líka opnan- legu fögin í húsinu hans og þá kom sér vel að hafa hef- ilbekkinn sem smiður einn í fjöl- skyldunni átti.“ Verkfærin eru sem sagt ekki bara upp á punt hjá Stefáni held- ur gegna þau sínu hlutverki. „Sirkilfræsarann hef ég reynd- ar ekki prófað enn þá. Hann er til að gera rauf í hring en mig vant- ar enn tennur í hann,“ segir hann. „Ég ætla að nota hann þegar ég er orðinn sextíu og sjö ára!“ - gun Stoltur af að teljast laghentur sveitamaður Stefán við hefilbekkinn sem smiður einn í fjölskyldunni átti og með handverkfærin allt í kringum sig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hjólsög er eitt af því allra nauðsyn- legasta að mati Stefáns.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.