Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 35

Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 35
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 2010 7handverkfæri ● fréttablaðið ● Þúsundþjalasmiður er eitt af þess- um orðum sem margir nota án þess endilega að velta mikið fyrir sér merkingunni sem liggur á bak við. Hæfilega hroð- virknisleg leit á net- inu leiðir í ljós að eina hald- bæra skýringin á orðinu sé sú að um sé að ræða smið hinna þúsund fjala, sem sagt fjárhagslega vel staddan fagmann eða einn slíkan með söfnunaráráttu á háu stigi. Enn skemmtilegra væri ef eitt- hvert sprotafyrirtækið tæki upp á því að hanna verkfæri sem bæri nafnið þúsundþjöl. Þá yrði hægur leikur að fjárfesta í einni slíkri og geta þá með stolti kallað sig þús- undþjalasmið eftir fyrstu notkun. Borðleggjandi dæmi, svo ekki sé meira sagt. Orðið þúsundþjalasmiður hefur skemmtilega merkingu. Hin bragðvísa þúsundþjöl Til eru ýmiss konar hjálpartæki þegar kemur að því að bora í vegg, annað en sjálfur borinn. Til að mynda safnast oft saman mikið ryk þegar borað er í loft og veggi. Þannig er hægt að safna rykinu saman jafnóðum í poka, sem límdir eru við punktinn sem bora á, og koma í veg fyrir að steinrykið fari út um allt en detti niður í pokann þess í stað. Fyrir þá sem eru sterkir í höndunum er auðvitað hægt að vera með ryksuguna í annarri hendi og borvélina í hinni en í slíkt þarf nákvæmni. Ekki nema maður eigi sér hjálpsaman að- stoðarmann sem ryksugar jafnóðum á meðan maður borar. - jma Að bora í vegg „Hvað er svona merkilegt við það að bora í vegg?“ spyrja sumir, en víst er að mörgum þykir rykið sem fylgir því oft verra en borunin sjálf. NORDICPHOTOS/GETTY Nokkur atriði sem ber að hafa huga þegar lagst er í viðhald og smíðar heima: 1. Gætið að stöðugleikanum; verið í skóm með góðum, stömum sólum. 2. Notið aldrei rafmagnsverk- færi ofar augnhæð, ef þið komist hjá því. 3. Einbeitið ykkur að verkinu og gætið þess að aðrir þvælist ekki fyrir. 4. Notið rykgrímur þegar fletir eru slípaðir með tækjum sem ekki safna ryki í þar til gerða poka. 5. Notið heyrnarhlífar þegar hávær rafmagnsverkfæri eru notuð. 6. Hafið hreint í kringum ykkur á vinnustað. 7. Færið ykkur til eftir því sem verkið vinnst. 8. Klæðist aldrei víðum fötum þegar unnið er með rafmagns- verkfæri þar sem þau geta flækst í þau. Hafið varann á Góður undirbúningur er mikilvægur. Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán. til lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent maí-okt. 2009. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 59% 8,8% 32,2% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 91% lesenda blaðanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.