Fréttablaðið - 28.01.2010, Side 36

Fréttablaðið - 28.01.2010, Side 36
 28. JANÚAR 2010 FIMMTUDAGUR8 ● fréttablaðið ● handverkfæri ● EILÍTIÐ UM SAGIR Sagir skiptast í hópa og fer það þá yf- irleitt eftir sagarblaðinu. Í Evr- ópu og Norður-Ameríku eru notuð blöð sem bíta þegar þeim er ýtt frá notandanum en því er öfugt farið í Asíu þar sem sögin bítur fremur þegar hún er dregin að þeim sem heldur á söginni. Járnsög er notuð til að saga járn og aðra málma, geirungs- sög er sög sem stendur á statífi og er notuð þegar mynda á horn og handsögin klassíska er venjuleg trésög. Vélsagir eru til af nokkrum gerðum: keðjusög sem sker í hring, stingsög sem sagar til dæmis innan úr götum eða sagar út form, borðsög sem sagar langsum á efnið og svo hjólsög sem sagar oft þar sem borðsögin kemst ekki að. Bút- sög er svo notuð til að saga út búta. - jma Rennibekkur virkar á þann máta að efnisbútur, tré eða járn, er fest- ur í bekkinn. Efninu er snúið og um leið er hægt að skera í efnið, pússa það og fleira. Samkvæmt alfræðivefnum Wikipedia var rennibekkurinn fyrsta rafmagnsverkfæri heims en hann var fyrst notaður hjá Forn-Egyptum og var einnig þekktur í Grikklandi í kringum árið 1.300 fyrir Krist. Tekið skal þó fram að verkfærið var handknúið. Í iðnbyltingunni var farið að knýja bekkina með vatns- hjólum eða gufuvélum og í kjölfarið var farið að vinna meira með málm í rennibekkjum sem þróuðust á þessum tíma mjög hratt. Frá því seint á nítjándu öld og fram á miðja tuttugustu var farið að nota rafmagnsmótora. Bandaríkjamenn hafa löngum verið þekktir fyrir skringilegar og á köflum blátt áfram heimsku- legar viðvörunarmerkingar á ýmsum vörutegundum, enda hafa ótalmörg fyrirtæki þurft að punga út háum skaðabótum til misviturra einstaklinga. Einstaklinga sem halda því fram fyrir dómstólum að hafa ekki fattað að kaffið sem þeir keyptu og brenndu sig svo á væri heitt, eða að þeir yrðu dauð- syfjaðir af svefntöflunum sem þeir fengu hjá lækninum. Árlega eru valdar í Bandaríkj- unum asnalegustu viðvaranir hvers árs og oftar en ekki koma ýmis verkfæri við sögu. Sigurveg- ari ársins 2006 var verkfærafram- leiðandi nokkur sem sá sig knúinn til að brýna fyrir viðskiptavinum sínum að hitabyssuna sem þeir hefðu fest kaup á ætti ekki að nota sem hárþurrku. Vonandi hafa kaupendurnir hlýtt þessari viðvörun því meðal-hita- byssa gefur frá sér a l lt að 540 stiga hita á Celsius. Forn-Grikkir voru fyrstir til að nota handknúinn rennibekk. Í Bandaríkjunum hafa menn stefnt kaffi- húsum fyrir að hafa brennt sig á kaffi. Hitabyssa en ekki hárþurrka Elsta vélknúna tólið Rennibekkurinn er fyrsta rafmagnsverk- færi heims.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.