Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 37

Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 37
FIMMTUDAGUR 28. janúar 2010 3 Herratískan fyrir næsta vetur fór svo hratt framhjá um helgina að varla var eftir tekið og hátískusýningar sumarsins nú þegar á fullum krafti. Herrasýningunum hefur reyndar verið þjappað saman á þrjá daga en ekki fjóra. Tísku- skríbentar eru allir óskaplega ánægðir og flestir sammála um hversu skynsamleg hönn- un er í boði fyrir herrana eftir allt bling-blingið, auðveldir litir og þægileg snið. Tískuhús- in sem velta hvað mestu eins og Louis Vuitton eru einmitt þau sem í þetta skiptið taka hvað minnsta áhættu. Á sumum sýningum var ekki einu sinni spiluð tónlist undir. Í Mílanó á dögunum sást þessi tilhneig- ing til einfaldleika á sýningun- um þar og meira að segja Dolce & Gabbana sem eru nú þekkt- ari fyrir glamúr og glimm- er sýndu klæðnað í látlausum stíl og dökkum litum. Reynd- ar er herratískan svo einföld að það má kannski spyrja hvort sköpunargleðin hafi ekki verið látin víkja fyrir skynsemis- hugsuninni og hagnaðarkröfum tískuiðnaðarins og þess vegna afskaplega sölulegur fatnaður á pöllunum. En það má því spyrja hvort það sé ekki lítið eftir af listinni í tískunni þegar tísku- línur sýningarpallanna eru ekki lengur uppspretta drauma og fantasíu. Nokkrir hönnuðir eru þó samir við sig og sýna fleira en jakkaföt og stakar buxur, peysur og frakka. Til dæmis má nefna John Galliano sem sýndi korselett fyrir herra eða Jean-Paul Gaultier sem notaði boxið sem þema og fyrirsætur með falska skurði í andlitinu. Riccardo Tisci heldur áfram að færa Givenchy-herrann til nútímans þó ég efist nú um að pils/stuttbuxurnar með þykku sokkabuxunum eigi eftir að sjást mikið á herra Reykjavík næsta vetur. Fyrirsæturnar voru undir áhrifum kirkjulegra tákna og Tisci enn að velta sér upp úr trúnni með hinu góða og illa sem stundum þrífst í skjóli hennar. Sumir ganga svo langt í ein- faldleikanum eins og Stefano Pilatti hjá Yves Saint Laurent að það er engin sýning. Hann hefur um nokkurt skeið sýnt kvikmynd í staðinn til að kynna nýjustu hönnun sína en að þessu sinni má spyrja eftir á hvað hann hafi eiginlega hannað fyrir komandi vetur því mynd- in fjallaði meira um kynþokka karla en fatnað. Út af fyrir sig áhugaverð hugleiðing um karl- ímyndina, erótík og nekt en ekki beinlínis markmið hefð- bundinna tískusýninga, í það minnsta hingað til. Á komandi vetri verða snið- in einföld, litirnir, fyrir utan svart að sjálfsögðu, verða brún- ir, ljósir kamellitir og gráir með dálitlu munstri í bland, aðallega köflóttu. Á hverju má líka eiga von þegar þema tískusýningar er ,,Grá þök Parísar“? Þetta var þema Alexis Mabille sem þó sýndi meðal annars klæðalítil undirföt. bergb75@free.fr Einfaldir og litlausir herrar ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Í upphafi súkkulaðihátíðar- innar Salon du Chocolat er haldin tískusýning með sér- stæðu sniði. Þar sýna fyrir- sætur flíkur sem eru að öllu eða mörgu leyti gerðar úr súkkulaði. Niðurstaðan er sannkallað augnakonfekt en ekki fer sögum af því hvort áhorfendur eða fyrirsætur fái að smakka á herlegheitun- um að lokinni sýningu. Samnefndar sýningar Salon du Chocolat, fara fram í París, New York og Tókíó. Súkkulaði í Sjanghæ ÁRLEG HÁTÍÐ SALON DU CHOCOLAT VAR HALDIN Í KÍNA DAGANA 21. TIL 23. JANÚAR. Fyrirsætur sýndu hinar ýmsu flíkur sem að sumu eða öllu leyti voru gerðar úr súkkulaði. Til dæmis þennan súkkul- aði skreytta hatt og blævæng. NORDICPHOTOS/AFP Helstu tískuvikur heimsins fara fram í New York, London, Mílanó og París, í þessari röð. Sérfræðingur frá Dior kynnir fi mmtudag, föstudag og laugardag, glæsilega vorliti og gefur ráðleggingar varðandi förðun og litaval. 15% afl sláttur af Dior á meðan á kynningu stendur, ásamt 15% auka afslætti af öllum útsöluvörum. Vertu velkomin. Laugavegi 80, sími 561 1330 www.sigurboginn.is Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) - Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-14 Skór & töskur www.gabor.is Gott úrval af götuskóm frá Gabor Stærðir 35-44 Sími: 581 2141 - www.hjahrafnhildi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki allwomanstalk.com

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.