Fréttablaðið - 28.01.2010, Síða 50

Fréttablaðið - 28.01.2010, Síða 50
38 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR bio@frettabladid.is » Friðrik Dór þorir að vera lúmskt hallærislegur » Skemmtilegustu tónlistarhátíðir heims » Útidúr er tólf manna samfélag » Hin snarsturlaða Heidi Montag » Örlygur Smári opnar dótakassann » Gylfi Blöndal gefur góð handboltaráð » Tónlist, tölvuleikir, tækni, fréttir og fleira og fleira > KYNNIR ÓSKARSTILNEFNINGAR Það verður leikkonan Anne Hathaway sem tilkynnir hverjir hljóta tilnefning- ar til Óskarsverðlaunanna í ár. Henni til halds og trausts verður Tom Sher- ak, formaður Óskarsakademíunnar. Athöfnin mun eiga sér stað í Beverly Hills á þriðjudaginn. Sam Worthington, aðalleikarinn í stórmyndinni Avatar, ætlar að flytja sig um set frá Pand- óru yfir til Transylvaníu. Hann er í viðræðum um að taka að sér aðalhlutverk- ið í myndinni Dracula Year Zero. Myndin fjallar um söguna á bak við greif- ann Drakúla og hvað varð til þess að hann breyttist í blóðdrekk- andi ófreskju. Það er kvikmyndafyrir- tækið Universal sem framleiðir myndina en það sendi á fjórða og fimmta áratugn- um frá sér hryllingsmyndir á borð við Frankenstein og The Wolfman. Einnig framleiddi það myndina Dracula sem kom út 1979. Worthington getur valið úr hlut- verkum þessa dag- ana eftir velgengni Avatar. Hann sést næst í hinni end- urgerðu Clash of the Titans, auk þess sem hann hefur verið orð- aður við mynd- ina The Last Days of Ameri- can Crime. Breytist í Drakúla SAM WORTHINGTON Aðalleikarinn í Avatar ætlar næst á spreyta sig á sjálfum Drakúla. Auk ævintýramyndarinnar Where the Wild Things Are verða þrjár kvikmyndir frumsýndar hérlendis um helgina. The Book of Eli er framtíðarmynd með Denzel Washington, Gary Oldman og Milu Kunis í aðalhlut- verkum. Myndin gerist eftir að hrikalegir atburð- ir hafa lagt heiminn og siðmenninguna í rúst. Eli (Washington) gætir merkilegrar bókar sem inni- heldur þekkingu sem er mannkyninu gleymd en gæti reynst afskaplega mikilvæg í endurreisn sam- félagsins. The Book of Eli er fyrsta mynd Hug- hes-bræðra síðan From Hell kom út árið 2001. Þeir slógu í gegn með Menace II Society árið 1993 og sendu í kjölfarið frá sér Dead Presidents. Úr smiðju Nancy Meyers, sem hefur áður leik- stýrt Something´s Gotta Give og The Holiday, kemur rómantíska gamanmyndin It´s Complicated. Myndin segir frá tveimur mönnum sem berjast um hylli sömu konunnar. Með aðalhlutverk fara Meryl Streep, Alec Baldwin og John Krasinski. Teiknimyndin Skýjað með kjötbollum á köflum er byggð á einni vinsælustu barnabók allra tíma og hefur verið lýst sem gómsætustu þrívíddar-gam- anmynd ársins. Flint er ungur vísindamaður sem dreymir um að skapa eitthvað stórkostlegt sem mun bæta líf allra í bænum. Þegar matarvélin hans verð- ur að veruleika fer skyndilega að rigna niður alls konar mat. Merk bók, rómantík og matur IT´S COMPLICATED Meryl Streep og Alec Baldwin leika aðal- hlutverkin í It´s Complicated. Ævintýramynd leikstjór- ans Spike Jonze, Where the Wild Things Are, verður frumsýnd á morgun. Jonze vakti fyrst athygli fyrir tónlistarmyndbönd áður en hann sneri sér að hvíta tjaldinu. Bandaríski leikstjórinn Spike Jonze fæddist í Rockville í Mary- land árið 1969 og var skírður Adam Spiegel. Á unglingsaldri starfaði hann í BMX-hjólreiða- búð og þar gáfu samstarfsmenn honum viðurnefnið Spike Jonze, sem festist við hann. Hann fékk fljótt áhuga á ljósmyndun og fékk starf við hjólabrettatímaritið Freestylin´ á níunda áratugnum. Því næst stofnaði hann ásamt tveimur vinum sínum tímaritin Homeboy og Dirt sem voru ætluð fyrir ungmenni, auk fyrirtækis- ins Girl Skateboards. Á svipuð- um tíma byrjaði Jonze að fikta við gerð stuttmynda og tónlist- armyndbanda. Hann sló í gegn með myndbandinu við lag Beastie Boys, Sabotage, og gerði í fram- haldinu eftirminnileg myndbönd fyrir Björk (It´s Oh So Quiet) og Fatboy Slim (Praise You). Fyrsta kvikmynd Jonze í fullri lengd var hin skemmtilega en stórundarlega Being John Mal- kovich sem kom út árið 1999 og tryggði honum tilnefningu til Ósk- arsverðlauna fyrir leikstjórnina. Hann fylgdi vinsældum hennar eftir með Adaptation, annarri sér- stæðri mynd, með Nicolas Cage í aðalhlutverkinu. Hún var tilnefnd til fernra Óskarsverðlauna og fékk Chris Cooper þau einu fyrir bestan leik í aukahlutverki. Handritin að báðum myndunum skrifaði góðvinur Jonze, Charlie Kaufman, sem var einmitt til- nefndur til Óskarsins í bæði skipt- in. Árið 2005 hlaut Kaufman síðan verðlaunin sem einn handrits- höfunda Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Þess má geta að auk þess að leikstýra kvikmyndum og tónlist- armyndböndum er Spike Jonze einn af mönnunum á bak við Jack- ass-sjónvarpsþættina vinsælu sem slógu fyrst í gegn á MTV. Ævintýramyndin Where the Wild Things Are er byggð á sam- nefndri barnabók Maurice Sendak, sem hafði sjálfur samband við Spike Jonze til að fá hann til að taka að sér leikstjórnina. Mynd- in fjallar um Max sem strýkur að heiman eftir að hafa lent í rifr- ildi við móður sína. Hann finn- ur yfirgefinn seglbát og kemur að eyju þar sem hann hittir fyrir mjög undarlegar, loðnar verur. Á meðal þeirra sem ljá þeim raddir sínar eru James Gandolfini, For- est Whitaker, Catherine O´Hara, Paul Dano og Chris Cooper. Leikstýrir loðnum verum VIÐ TÖKUR Spike Jonze við tökur á Where the Wild Things Are ásamt Max Records, sem leikur strákinn Max sem kemst í kynni við undarlegar verur. Stórmyndin Avatar hefur siglt fram úr Titanic sem tekjuhæsta mynd allra tíma. Á aðeins sex vikum hefur hún halað inn um 240 milljörðum króna og þar með á leikstjórinn James Cameron tvær tekjuhæstu myndir sögunnar. Met Titanic var sett á árunum 1997 til 1998 og töldu margir að það yrði seint slegið. Tekjuhæsta mynd allra tíma í Norður-Ameríku er aftur á móti enn þá Gone With the Wind sem kom út árið 1939 með Clark Gable og Vivien Leigh í aðal- hlutverkum. Margir telja líklegt að Avatar hljóti fjölda tilnefninga til Óskarsverðlauna en tilkynnt verð- ur um þær á þriðjudaginn. Stutt er síðan myndin hlaut tvenn Golden Globe-verðlaun. Stærri en Titanic AVATAR Avatar er orðin tekjuhæsta mynd allra tíma. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölda verð- launa að undanförnu fyrir leik sinn í myndinni Crazy Heart hefur Jeff Bridges ekki gaman af verðlaunahátíð- um. Hinn sextugi Bridges fékk nýverið Golden Globe-verðlaunin í fyrsta sinn fyrir hlutverkið og margir telja næsta víst að Óskarinn falli honum einn- ig í skaut í fyrsta sinn í mars. „Þær hræða mig,“ sagði hann um verð- launahátíðir. „Þær ganga aðeins of hratt fyrir sig. Ég vil að hlut- irnir gangi hægar fyrir sig. Ef þú hægir ekki á þér missirðu af því sem er að gerast í kringum þig. Þegar ég verð að halda í við þennan hraða geri ég það en ég vil ekki leggja það í vana minn.“ Hann segist einnig hafa áhuga á að leika í smærri myndum. „Ég myndi þiggja 200 milljónir dollara fyrir að leika í fimm góðum myndum í staðinn fyrir einni lélegri. Ég er ekkert á móti stórum myndum en mér finnst ódýr- ari myndir oftast vera með bestu handritin.“ Bridges lék á síðasta áratug aðalhlutverkið í mynd Coen-bræðra, The Big Lebow- ski, sem hefur hlotið aukið fylgi á meðal kvikmynda- nörda með árunum. Hann undrast þessar miklu vinsæld- ir. „Þessi mynd kemur mér sífellt á óvart. Ég var undr- andi yfir því að hún varð ekki stærri í Bandaríkjunum þegar hún kom út. Ég var jafn undrandi yfir því að hún varð miklu vinsælli í Evr- ópu. Síðan öðlaðist hún þess- ar „költ“-vinsældir. Þessi mynd er orðin miklu stærri en ég gat nokkru sinni gert mér í hugarlund,“ sagði Bridges. Ekki hrifinn af verðlaunahátíðum JEFF BRIDGES Leikarinn Jeff Bridges er ekki hrifinn af verð- launahátíðum. Honum finnst þær ganga of hratt fyrir sig.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.