Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 52

Fréttablaðið - 28.01.2010, Page 52
40 28. janúar 2010 FIMMTUDAGUR > FLUTT INN SAMAN Sienna Miller hefur sett hús sitt í London á sölu og ætlar að flytja inn til kærasta síns, Judes Law. Parið tók saman á ný eftir nokkura ára hlé, en þau hættu saman eftir að Law hélt framhjá. „Si- enna hefur þegar flutt allt dótið sitt inn til Jude. Þau hafa tekið ákvörðun um að prófa aftur,“ var haft eftir heimildarmanni. folk@frettabladid.is Matreiðslumennirnir Úlfar Eysteinsson og Tómas Tóm- asson fengu fyrstir allra veður af hugsanlegri stýri- vaxtalækkun. Seðlabanka- stjóri hringdi í þá á mánu- dagskvöldið og greindi þeim frá því að þeir yrðu að vera í startholunum. Hár- skeri seðlabankastjórans sá síðan um raksturinn. Tómas Tómasson, oftast kennd- ur við Búlluna, og Úlfar Eysteins- son á Þremur Frökkum, hafa síðan síðasta sumar safnað skeggi til að mótmæla háum stýrivöxtum. Þeir hugðust ekki raka sig fyrr en vext- irnir færu niður fyrir tíu prósent. Fréttablaðið hefur síðan þá fylgst grannt með gangi mála hjá þeim og í gær varð loks ljóst að draumur þeirra væri orðinn að veruleika. „Ég ræddi við þá í gærkvöldi [mánudagskvöld] og sagði þeim frá því að þetta gæti hugsanlega verið yfirvofandi. Þeir komu síðan hingað klukkan tíu og við áttum notalega stund saman,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. Fréttablaðið náði tali af honum eftir blaðamannafund þar sem tilkynnt var að stýrivextir hefðu verið lækkaðir niður í 9,5 prósent. Már fékk hárskerann sinn, Vagn Boysen, til að leysa þetta verkefni af hólmi og greiddi sjálfur fyrir. „Þetta gekk bara vel, ég var bara með góða vél og þetta var ekkert sársaukafullt, þetta hefur tekið svona klukkutíma,“ segir Vagn í samtali við Fréttablaðið en hann hefur klippt seðlabankastjórann undanfarin fimmtán ár. Vagn segir seðlabankastjóra vera ákaf- lega góðan kúnna og það fari eftir því hversu langur tími líði á milli hvernig klippingu hann vilji fá. Már viðurkennir að þeir í Seðla- bankanum hafi fylgst með hinum friðsamlegu mótmælum í fjarlægð og haft nokkuð gaman af. „Ekki það að þau hafi haft nein áhrif á ákvarðanir okkar. Hins vegar var því haldið fram af gárungunum að ástæðan fyrir því að stýrivextirn- ir voru ekki lækkaðir niður fyrir tíu um jólin væri sú að við vildum ekki eyðileggja fyrir þeim jóla- vertíðina,“ segir Már en eins og Fréttablaðið greindi frá klæddu þeir Úlfar og Tómas sig upp sem jólasveinar og fóru í nokkra af leik- skólum borgarinnar og gáfu börn- unum bæði kerti og spil. Már bætir því síðan við að þrjóska kokkanna hafi ekki komið þeim á óvart. „Nei, síður en svo. Þeir gáfu út þessa yfirlýsingu og miðað við það sem maður þekkir til þessara manna þá var engin ástæða til að ætla neitt annað en að þeir myndu standa við hana. Og það væri nú gaman ef fleiri í þjóðfélaginu fetuðu í þeirra spor,“ segir Már. Tvennum sögum fer af því hvað verði síðan um skeggið. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins mun Seðlabankinn fá annað skeggið, hannaður verð- ur sérstakur platti og krukka með skegginu í og því verði síðan komið fyrir á áberandi stað innan veggja Seðlabankans. freyrgigja@frettabladid.is Kokkarnir fengu fyrstir veð- ur af stýrivaxtalækkuninni FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ÞÁ OG NÚ Már Guðmunds- son fékk hárskera sinn til fimmtán ára, Vagn Boysen, til að raka skeggið af þeim Tómasi Tómassyni og Úlfari Eysteinssyni. Þeir félagar hafa safnað skeggi síðan síðasta sumar og er breytingin gríðarlega mikil eins og myndirnar sýna. Í nýlegu viðtali við Hello Magazine skýrði leikarinn Mel Gibson frá því að í stað þess að ráða til sín lífverði svæfi hann með byssu við rúm sitt. „Ég var einu sinni með lífverði, en mér fannst það erfitt. Ef þinn tími er kominn, þá er hann kominn. Ef ég ligg í rúmi mínu og einhver brýst inn til mín þá annaðhvort vakna ég eða ekki. Annaðhvort næ ég honum með kylfunni minni eða byssunni sem ég sef með, eða þeir ná mér,“ sagði leik- arinn og þegar hann var spurður hvort hann ætti byssu í raun svaraði hann: „Auðvitað. Á tímum sem þessum verð- ur maður að gíra sig upp. Algjörlega.“ Gibson vill enga lífverði BYSSUGLAÐUR Mel Gibson sefur með byssu á nóttunni. Sögusagnir um sambandsslit Ang- elinu Jolie og Brads Pitt hafa lengi verið á kreiki og nú fyrir helgi full- yrtu fjölmiðlar að sambandinu væri endanlega lokið. The Sun segir að fjölskylda Pitts hafi tjáð honum óánægju sína með sambandið og finnst þeim það hafa neikvæð áhrif á samband hans við fjölskylduna. Pitt og Jolie eiga að hafa átt í miklum sambandserfiðleikum undan- farið ár en hafa reynt að bæta sambandið barna sinna vegna. Parið á þó að hafa leitað aðstoð- ar lögfræðings fyrir stuttu, en sá á að skipta eignum þeirra bróð- urlega á milli parsins. Bróðir Pitts heimsótti hann yfir jólin og á hann að hafa hvatt Pitt til að slíta sambandinu endan- lega. „Doug hvatti Brad til að slíta sambandinu því hann sá hversu óhamingjusamur Brad var orðinn. Það er ekkert leyndarmál að Brad og Angelina hafa verið í ástlausu sambandi undanfarið ár. Þau eyða næstum engum tíma saman og þegar þau gera það þá er mjög stirt á milli þeirra. Jólin voru erfið því Angelina neitaði enn einu sinni að eyða hátíð- inni með fjölskyldu Brads. Móðir hans hefur aldrei kunnað vel við Angelinu og er enn í góðu sambandi við fyrrverandi eiginkonu hans, Jennifer Aniston,“ var haft eftir heimildarmanni. Talsmenn parsins hafa þó neitað orðrómnum og segja Pitt og Jolie vera ástfangin og ham- ingjusöm. Fjölskylda Pitts vill skilnað ENDALOKIN? Brad Pitt og Angelina Jolie hafa verið saman í fimm ár og eiga sex börn saman. Fjölskylda Pitts er sögð hafa hvatt hann til að skilja við Jolie þar sem sambandið geri hann óhamingjusaman. MYND/GETTYIMAGES Tónlist ★★★ No-lo-fi Nolo Brakandi fínt Til er fólk sem setur hljómgæði ofar tónlist. Það leggur mikið upp úr veglegum græjum heima hjá sér og „þrusu sándi“. Pælir minna í tónlist- inni sjálfri. Þetta fólk ætti að halda sig langt frá frumraun dúettsins Nolo því þar skipta hljómgæðin hverfandi máli. Platan hljómar á köflum eins og hún sé tekin upp á kassettutæki með heimilislegu braki og suði. Hún er „ló-fæ“ eins og maður segir. Í því felst sjarmi og sigur andans yfir efninu. Meðlimir Nolo eru Jón Bald- ur Lorange og Ívar Björnsson og eru ekki orðnir tvítugir. Þeir nota aðallega gítar, hljómborð, söng og trommuheila til lagagerðar. Hljómsveitin hefur verið að drita út lögum á Gogoyoko og „slógu í gegn“ fyrir lagið „Miami Toast“, sem er hér ásamt sjö öðrum. Platan rétt slefar yfir 24 mínútur. Lögin eru sungin og ósungin á víxl, farið er yfir nokkuð víðan völl, en samt er samhljómur og stíll yfir heildarsvipnum. Það er margt nett í gangi, snotrar melódíur surga og lögin ná oft ásættanleg- um hápunktum. Maður saknar helst enn eftirminnilegri lagasmíða og meira afgerandi stuðs. Hef þó engar áhyggjur því þessir strákar eru vonandi bara rétt að byrja. Ekki kem ég auga á augljósa áhrifavalda, helst datt mér í hug hljómsveitin MGMT áður en hún náði fullu valdi á melódíunni. Þarna er líka stöff sem minnir óljóst á amerísk bílskúrs- bönd frá 7. áratugnum og sumt gæti verið úr sýrukvikmyndum frá því um 1970. Plata Nolo er gefin út af hliðar- merki Kima, Braki, sem dældi út plötum af jaðrinum í fyrra, meðal annars fínum plötum með Skelkur í bringu, Caterpillarmen og Prins Póló. Plöturnar voru einfaldar í sniðum og ódýrar, fóru ekki hátt, en gáfu mjög mikilvæga innsýn í grasrótina og gróskuna sem þar býr. Það er vonandi að Brakið haldi áfram sínu frábæra starfi. drgunni@frettabladid.is Niðurstaða: Hrár og skemmtilegur dúett með frumraun sem lofar góðu. Ungir Evrópusinnar í samvinnu við Evrópusamtökin standa fyrir Evrópuskóla helgina 30.–31. janúar Skipholt 50A, 2. hæð Laugardagur 30. janúar Kl. 12.00–17.00 12.00–13.00: Saga og stofnanir Evrópusambandsins, Baldur Þórhallsson, prófessor. Nokkrar af lykilstefnum Evrópusambandsins: 13.00–13.45: Sjávarútvegsstefnan, Aðalsteinn Leifsson, lektor. 13.45–14.30: Landbúnaðarstefnan, Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur. 14.30–15.00: „Á Ísland enga vini í Evrópu?“ Paal Frisvold, formaður Evrópusamtakanna í Noregi. 15.00–15.30: Kaffihlé Fleiri lykilstefnur Evrópusambandsins: 15.30–16.15: Efnahags- og myntbandalag Evrópu, Eiríkur Bergmann, doktor í stjórnmálafræði. 16.15–17.00: Öryggismál, Alyson Bailes, stjórnmálafræðingur. Sunnudagur 31. janúar kl. 14.00–17.00 14.00–14.45: EES-samningurinn, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrv. utanríkisráðherra. 14.45–15.30: Lissabon-sáttmáli Evrópusambandsins, Ævar Rafn Björnsson lögfræðingur 15.30–15.45: Kaffihlé 15.45–16.30: Samningaferli Íslands og Evrópusambandsins, Þorsteinn Pálsson, fulltrúi í samninganefnd Íslands. Skólinn er öllum opinn. Ekkert skólagjald er innheimt. Nauðsynlegt er að þátttakendur skrái sig vegna takmarkanna á fjölda. Hægt er að skrá sig í skólann með því að senda tölvupóst á ungirevropusinnar@ungirevropusinnar.is eða í síma 8228904. Skráningu lýkur föstudaginn 29. janúar kl.15.00

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.