Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 16
16 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Samkeppnismál FRÉTTASKÝRING BRJÁNN JÓNASSON brjann@frettabladid.is Í þriðja skiptið á tveimur árum hefur ísbjörn, einnig nefndur hvítabjörn eða sjávarbjörn upp á latínu, gengið á land, nú síðast norður í Þistilfirði á miðviku- dag. Mönnum er í fersku minni þegar tvö dýr gengu á land, einnig fyrir norð- an, hversu miklum úlfaþyt það olli í samfélaginu. Var rætt um að eðlilegt væri að fanga dýrin og flytja þau til heimkynna sinna á Grænlandi. Nokkuð langt hefur verið seilst til að láta þessa flutninga verða að veruleika, þótt tvennum sögum fari að því hversu gáfulegt það sé. Það má jú ekki gleyma því við hvað er að eiga. Ísbjörninn er nefnilega stærsta landrándýr jarðar og óútreiknanleg- ur eins og gefur að skilja. ■ Hvað verður ísbjörninn stór? Ísbjörninn er stærsta núlifandi rándýr sem fyrirfinnst á landi. Hann er um tvisvar sinnum þyngri en Síberíutígrar og ljón. Flest karldýrin eru um 400 til 600 kíló að þyngd, en geta náð allt að 800 kíló að þyngd. Stærsti hvítabjörn sem vigtaður hefur verið var veiddur í Alaska árið 1960. Hann var um 880 kíló og uppreistur var hann 3,38 metrar. Birnan er um það bil helmingi minni en karldýrið eða um 200 til 300 kíló. Skrokklengd karldýra er að jafnaði um 2,6 metrar en kvendýra 2,1 metri. Hún- arnir vega um 600 til 700 grömm við fæðingu. ■ Er algengt að ísbjörn gangi á land á Íslandi? Ísbirnir hafast við með ströndum og á hafís á norðurskautssvæðinu. Stund- um reika þeir langt inn í land eða fljóta mörg hundruð kílómetra til hafs á ís. Þeir mynda ákveðna stofna, ætíð á sömu slóðum. Dýrin eru mjög víðförul og leggja oft upp í langferðir, að því er virðist án þess að hafa nokkurn sérstakan ákvörðunarstað, og fara þeir til dæmis í ferðum sínum milli Alaska, Svalbarða og norðurstranda Síberíu. Ísbirnir hafa ætíð verið gestir á Íslandi og borist hingað með rekís frá Svalbarða, Jan Mayen og Austur-Grænlandi. Á seinni tímum hefur þessum heimsóknum farið fækkandi því lítið hefur verið um hafís. Tölur eru nokkuð á reiki hvað varðar ísbjarnakomur en tölunni 500 hefur gjarnan verið slegið fram. Á 19. öld komu ár þar sem mörg dýr gengu á land á stuttum tíma. Til gamans má segja frá því að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur unnið að heimildaöflun um ísbirni á Íslandi, en sú bók hefur verið sett á ís rétt á meðan öðrum verkum er sinnt. ■ Er ísbjörninn í útrýmingarhættu? Þvert á algengar fullyrðingar um stöðu ísbjarnarstofnsins þá er dýrið ekki í útrýmingarhættu. Er stofninn talinn vera um tuttugu þúsund dýr í dag. Ísbjörninn er hins vegar alfriðaður en um miðja 20. öldina voru þeir rétt- dræpir hvar sem þeir fundust og voru stundaðar miklar veiðar á ísbjörnum. Var stofninn kominn niður í um fimm þúsund dýr áður en Sovétmenn friðuðu ísbirni fyrstir manna árið 1956. Fylgdu svo fleiri þjóðir í kjölfarið þangað til björninn var loks alfriðað- ur 1966. FBL-GREINING: ÍSBIRNIR Ekki í hættu öfugt við almannaróm Vikugamall úrskurður áfrýjunarnefndar sam- keppnismála hefur beint athyglinni að stöðu sam- keppnismála nú þegar fjöldi fyrirtækja er kominn í eigu bankanna, eða mun komast undir þeirra væng á næstunni. Deilt er um hvort almannahagsmunir kalli á að skuldsettum fyrirtækjum verði bjargað eða hvort setja eigi fyrir- tækin í þrot. Eitt þeirra stóru mála sem segja má að fallið hafi milli skips og bryggju í endalausum umræðum um Icesave er yfirtaka bankanna á fyrirtækjum. Þar togast á ýmsir hagsmunir. Bankarnir þurfa fyrst og fremst að hámarka verðmæti fyrirtækj- anna áður en þau fara í endursölu. Þeir vilja síður þurfa að selja fyr- irtækin strax, enda markaðurinn að mörgu leyti óhagstæður. Með því að halda fyrirtækjunum gang- andi vilja bankarnir koma í veg fyrir að verðmæti tapist og sjá fram á að selja fyrirtækin með meiri hagnaði þegar betur árar. Þeir sem reka fyrirtæki í sam- keppni við félög sem komin eru undir væng bankanna óttast að bankarnir skeyti lítt um jafnvægi á markaði og samkeppnisleg sjón- armið. Þannig geti bankarnir beitt fjárhagslegum styrk sínum til að gera stöðu síns fyrirtækis sem allra besta svo sem að mest fáist fyrir fyrirtækið þegar það verður á endanum selt. Áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála virðist að einhverju leyti deila áhyggjum af samkeppni fyrirtækja í eigu banka með þeim sem keppa við slík félög á mark- aði. Vestia, dótturfélag Landsbank- ans, tók á síðasta ári yfir rekst- ur Teymis, móðurfélags fjar- skiptafyrirtækisins Vodafone. Samkeppniseftirlitið gerði ekki athugasemdir við samrunann, og kærði Síminn, sem er í samkeppni við Vodafone, þá niðurstöðu til áfrýjunarnefndarinnar. Í úrskurði nefndarinnar, sem kom út 22. janúar, felur hún Sam- keppniseftirlitinu að fjalla aftur um málið, og setja skilyrði fyrir samrunanum. Nefndin hafnaði þó raunar aðalkröfu Símans um að nefndin gripi til íhlutunar vegna samrunans. Hún féllst á vara- kröfu Símans og vísaði málinu aftur til Samkeppniseftirlitsins. Tímamótaúrskurður Þessi úrskurður, og þó sérstaklega rökstuðningur áfrýjunarnefndar- innar, þykir raunar marka nokk- ur tímamót. Fram hefur komið að Samkeppniseftirlitið hafi hrein- lega ekki talið sig hafa heimildir til að setja slík skilyrði fyrir yfir- töku banka á fyrirtæki á sam- keppnismarkaði. Skýrt þykir að þessi niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppn- ismála um samruna Teymis og Vestia hafi mikið fordæmisgildi. Líklegt er að Samkeppniseftirlit- ið líti til raka nefndarinnar í hvert skipti sem yfirtaka banka á fyrir- tæki á samkeppnismarkaði ratar á borð eftirlitsins í framtíðinni. Í rökstuðningi áfrýjunarnefnd- arinnar segir meðal annars að séu ekki settar skorður við langvar- andi eignarhaldi banka á fyrir- tækjum á samkeppnismarkaði skapist ýmiskonar hætta á rösk- un á samkeppni. Þannig er það sagt geta strítt gegn markmiði samkeppnislaga, og þar með hagsmunum neytenda, ef fyrirtæki geti athafnað sig á markaði án eðlilegs aðhalds frá lánardrottnum sínum. Þar verði að telja að fjárhags- legur styrkur eigandans, í þessu tilviki banka, skipti máli. Þar með talið þol hans til að bíða með að fá fjármagn sitt til baka þar til önnur fyrirtæki á sama markaði hafi eftir atvikum veikst eða helst úr lestinni, samkvæmt úrskurði áfrýjunarnefndarinnar. Þá sé ljóst að hagsmunir banka liggi víða og ýmis vandamál skap- ist vegna þeirra miklu upplýsinga sem bankarnir búi yfir um sam- keppnisaðila, og eftir atvikum viðskiptamenn á markaði. Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Áfrýjunarnefndin nefnir nokkrar leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum af eignarhaldi banka. Til dæmis megi skylda fyrirtækin til að starfa eins sjálfstætt og unnt er, og skylda bankana til að selja fyrirtækin innan eðlilegs tíma. Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri Símans, hefur sett fram fleiri hugmyndir. Ein þeirra er að fyrirtæki sem yfirtekin eru af bönkum þurfi að undirgangast einhvers konar upplýsingaskyldu, svipaða þeirri sem á við um fyr- irtæki í kauphöllinni. Einnig komi til greina að starfsmenn bankanna fái ekki að sitja í stjórnum slíkra fyrirtækja. Nú þarf að bíða nýrrar niður- stöðu Samkeppniseftirlitsins í málinu til að sjá hversu langt eft- irlitið telur sig geta gengið, og þurfa að ganga, til að tryggja að sem minnst röskun verði á sam- keppni þrátt fyrir þær erfiðu aðstæður sem nú eru hjá mörgum fyrirtækjum. Niðurstaða Samkeppniseftirlits- ins mun varla gera öllum til hæfis. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans, varar til að mynda við því að gengið sé of langt og bönkunum gert of erfitt fyrir að reka fyrirtækin sem þeir þurfi á annað borð að taka yfir. Ásmundur bendir á að því meiri sem aðgreiningin milli bankanna og fyrirtækjanna sem þeir reka þurfi að vera, því ólíklegra verði að bankarnir haldi of skuldsett- um en lífvænlegum fyrirtækjum gangandi. Þá sé líklegra að slík fyrirtæki verði sett í gjaldþrot eða í stutt söluferli. Þar getur bankinn innheimt mun minna af skuldum fyrirtækisins við bankann. Vill að fyrirtækin fari í þrot Ekki eru allir þeirrar skoðunar að það væri óheppileg þróun. Bald- ur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að réttara væri út frá samkeppnissjónarmiðum að setja yfirskuldsett fyrirtæki beint í þrot, eða selja þau strax. Langvarandi eignarhald bank- anna á fyrirtækjum í samkeppni veldur tortryggni. Baldur segir, í nýlegu bréfi til Samkeppniseftir- litsins, að bönkunum sé alls ekki treystandi til þess að reka fyrir- tæki þar sem þeir stefni á það eitt að hámarka verðmæti fyrirtækis- ins, sama hvað það kosti. Verðmætið myndi óneitanlega geta aukist verulega ef fyrirtæki bankans næði yfirburðastöðu á samkeppnismarkaði. Baldur segir Samkeppniseftirlitið hafa litla aðstöðu til að fylgjast með þessu. Hann óttast að fyrirtæki í eigu bankanna geti í skjóli sterkra bak- hjarla „vaðið á skítugum skónum yfir keppinauta sína“. Þær áhyggj- ur heyrast víðar úr atvinnulíf- inu, enda mörg fyrirtæki komin undir væng bankanna frá hrun- inu haustið 2008, og eflaust fleiri sem bætast munu í þann hóp á næstunni. Yfirtaka banka á fyrir- tækjum skilyrðum háð Nokkur munur virðist vera á aðferðafræði viðskiptabank- anna við yfirtöku á fyrirtækjum. Þannig hefur Íslands- banki þegar selt tvö stór fyrirtæki í opnu ferli. Annars vegar Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, og hins vegar Steypustöðina. Þá er Skeljungur nú í söluferli hjá bank- anum, og reiknað með að hann verði seldur fljótlega. Landsbankinn hefur tekið yfir ýmis fyrirtæki í gegnum eignarhaldsfélögin Vestia og Regin. Framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar fullyrti í Fréttablaðinu í gær að Lands- bankinn hefði hafnað því að selja félagið áhugasömum kaupendum nýverið. Ekki fékkst staðfesting á því í gær að það væri rétt. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins segja forsvarsmenn Landsbankans það firru að kaupendur að fyrirtæki á borð við Húsasmiðjuna standi í röðum. Fyrirtækið sé einfaldlega ekki söluhæft sem stendur. Spyrja má hversu söluhæf fyrirtæki á borð við Árvakur, Steypustöðina og Skeljung hafi verið þegar Íslandsbanki ákvað að setja þau í söluferli. Forsvarsmenn Landsbank- ans benda þó á að einnig megi spyrja hvort það sé hollt samkeppninni að selja fyrirtæki í samkeppni fyrir lítið fé. Slíkur gjafagerningur myndi varla auðvelda stöðu keppninauta. ÓLÍK AÐFERÐAFRÆÐI VIÐ YFIRTÖKU FYRIRTÆKJA SAMKEPPNI Húsasmiðjan er aðeins eitt dæmi um stórfyrirtæki sem tekin hafa verið yfir af bönkunum. Skuldir Húsasmiðjunnar voru miklar og fyrirtækið því ekki söluhæft að svo stöddu, að mati Landsbankans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.