Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 29. janúar 2010 Á morgun og á sunnudag geta gestir og gangandi litið við í Víkinni, Sjó- minjasafni Reykjavíkur, og gengið um borð í skipið sér að kostnaðar- lausu en skipið er þar orðið hluti af safninu í tilefni afmælisins. Víkin er orðið eitt stærsta sjó- minjasafn landsins og nýtur þeirr- ar miklu sérstöðu að geta boðið gestum að ganga um borð í varð- skipið. Óðinn er varðveittur við sérstaka safnbryggju en auk Óðins er þar varðveittur dráttarbáturinn Magni. Koma skipsins þykir marka tíma- mót í sögu Landhelgisgæslunnar en Óðinn var á þeim tíma best útbúna björgunarskipið í Norðurhöfum. Skipið afrekaði meðal annars það að draga fjórtán skip úr strandi, bjarga áhöfnum strandaðra skipa og áhöfnum af sökkvandi skipum auk þess að draga 200 skip til lands vegna bilana. Óðinn tók einnig þátt í þorskastríðinu, eina varðskipið sem það gerði. Um helgina verða fyrrverandi skipverjar af Óðni einnig staddir í Víkinni, nánar tiltekið um borð í skipinu, og gefst gestum því tæki- færi til að hitta þá og ræða við um störfin og veruna á skipinu. - jma Varðskipið Óðinn sýnt í Víkinni Fimmtíu ár eru liðin frá því að varðskipið Óðinn sigldi í fyrsta skipti inn í íslenska höfn. Hollvinasamtök Óðins bjóða því fólki um borð. Varðskipið Óðinn er nú hluti af Víkinni, Sjóminjasafni Reykjavíkur. Í ár eru fimmtíu ár síðan skipið lagði fyrst að íslenskri höfn. Félag nýrra Íslendinga hefur fyrir sið að halda mánaðarlega hátíð tileinkaða ein- hverju landi. Í kvöld er komið að Skot- landi en ball verður haldið í sal íþrótta- miðstöðvarinnar á Akranesi. „Ég er sjálf frá Skotlandi og við höfum ekki verið með skoska hátíð í tíu ár og því var kominn tími á það núna,“ segir Pauline McCarthy, formaður félagsins á Akranesi. „Við fengum hjálp frá breska sendiráðinu til að flytja inn ekta haggis frá Skotlandi. Svo fór ég til Skotlands fyrir stuttu og kom heim með fullt veski af skosku kexi og nammi auk þess sem á boðstólum verður skoskt viskí,“ segir Pauline. Punkturinn yfir i-ið er svo sekkjapípu- leikari sem spilar nokkur lög. „Hann er ekki innfluttur heldur íslenskur og heitir Eggert Pálsson.“ Dansaður verður skoskur dans og Pauline mun syngja nokkur skosk lög. Hún býst við fólki víða að, frá Ólafsvík, Stykkishólmi, Grundarfirði, Reykjavík og vitaskuld Akranesi. Skoskt ball nýrra Íslendinga FÉLAG NÝRRA ÍSLENDINGA STENDUR FYRIR SKOSKU BALLI Í HÁTÍÐARSAL ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐVARINNAR Á JAÐARS- BÖKKUM Á AKRANESI Í KVÖLD. Pauline og maður hennar í skoskum fötum. Brauðbær • Þórsgötu 1 • 101 Reykjavík • 511 6677 Bjóðum upp á glæsilegt smurbrauðshlaðborð í hádeginu innifalið er margskonar tegundir smurbrauða, súpa dagsins, heit lifrakæfa, purusteik og meðlæti á 2300 kr. Föstudags og laugardagskvöld bjóðum við upp á hægeldað Rib Eye með rauðvíns sósu, bernaise sósu og meðlæti á 3900 kr. Brauðbær notalegur og góður staður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.