Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 58
26 29. janúar 2010 FÖSTUDAGUR IÐNÓ TILBRIGÐI VIÐ STEF Nýtt íslenskt leikrit eftir Þór Rögnvaldsson Stef: Hin sterkari eftir Strindberg Næstu sýningar: 29/1, 31/1, 4/2, 6/2, 11/2 Sími 562 9700 kl. 11–16 www.midi.is Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 5/2 kl. 20:00 U Mið 17/2 kl. 20:00 U Fim 18/2 kl. 20:00 Síðasta sýn. Ö Fös 12/2 kl. 20:00 Frums. U Lau 13/2 kl. 20:00 2. K U Fös 19/2 kl. 20:00 3 K Ö Gerpla (Stóra sviðið) Lau 20/2 kl. 20:00 4. K Ö Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas. U Fös 26/2 kl. 20:00 5. K Ö Lau 27/2 kl. 20:00 6. K Ö Fös 5/3 kl. 20:00 7. K Ö Lau 6/3 kl. 20:00 8. K Ö Fös 29/1 kl. 19:00 U Lau 30/1 kl. 15:00 U Lau 30/1 kl. 19:00 U Lau 6/2 kl. 15:00 U Lau 6/2 kl. 19:00 U Sun 14/2 kl. 15:00 U Sun 14/2 kl. 19:00 Ö Oliver! (Stóra sviðið) Sun 21/2 kl. 15:00 U Sun 21/2 kl. 19:00 Ö Sun 28/2 kl. 15:00 Ö Sun 28/2 kl. 19:00 Ö Sun 7/3 kl. 15:00 Ö Sun 7/3 kl. 19:00 Ö Sun 14/3 kl. 15:00 U Sun 14/3 kl. 19:00 Ö Sun 21/3 kl. 15:00 Ö Sun 21/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 15:00 Ö Lau 27/3 kl. 19:00 Sun 28/3 kl. 15:00 Oliver!  MBL, GB. Nýjar sýningar komnar í sölu. „Besta leiksýning ársins“ MBL, IÞ. Síðasta sýning 18. febrúar. Miðasala hafin - tryggið ykkur sæti á fyrstu sýningar! Lau 30/1 kl. 15:00 Ö Sun 31/1 kl. 15:00 U Sindri silfurfi skur (Kúlan) Sun 31/1 kl. 16:30 Síðasta sýn. Ö Allra síðustu sýningar 31. janúar! Lau 13/3 kl. 15:00 Frums. U Sun 14/3 kl. 13:00 U Sun 14/3 kl. 15:00 U Lau 20/3 kl. 13:00 U Lau 20/3 kl. 15:00 U Fíasól (Kúlan) Sun 21/3 kl. 13:00 U Sun 21/3 kl. 15:00 U Lau 27/3 kl. 13:00 U Lau 27/3 kl. 15:00 U Sun 28/3 kl. 13:00 U Sun 28/3 kl 15:00 U Lau 10/4 kl 13:00 Ö Lau 10/4 kl 15:00 Ö Sun 11/4 kl 13:00 Ö Sun 11/4 kl 15:00 Ö Sprellfjörug sýning um gleðisprengjuna ómótstæðilegu! Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna er samstarfsverkefni tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á morgun kl. 16 heldur hljómsveitin tónleika í Langholtskirkju þar sem unga kyn- slóðin sýnir hvað í henni býr. Ungur trompetleikari, Baldvin Oddsson, verður einleikari með sveitinni. Þótt Baldvin sé aðeins fimmtán ára hefur hann þegar vakið athygli fyrir fágaðan trompet- leik. Nú verður hann í aðalhlutverki í hinum goðsögulega trompetkons- ert eftir Joseph Haydn. Þrjú önnur verk verða flutt á tónleikunum. Geimskot, „Lift off“, eftir Russell Peck fyrir þrjá slag- verksleikara og níu bassatrommur líkja eftir hljóðheimi geimskips í flugtaki. Ævintýri eitt ég veit eftir Snorra Sigfús Birgisson er samið að beiðni Sinfóníuhljómsveitar tónlist- arskólanna fyrir slagverk og þrjú laglínuhljóðfæri. Sinfónía nr. 5 eftir Felix Mendelssohn (Reformation) er samin 1830 í tilefni þess að 300 ár voru liðin frá stofnun mótmælenda- kirkjunnar í Evrópu. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Á tónleikun- um kemur einnig fram sex manna hópur hljóðfæraleikara úr hljóm- sveitinni og flytur tvö kammerverk undir stjórn Péturs Grétarssonar. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 29. janúar 2010 ➜ Tónleikar 20.00 Óp-hópurinn stendur fyrir tón- leikum í Selinu að Stokkalæk á Rangár- völlum. Á efnisskránni verða Vínar- og óperettulög. Nánari upplýsingar á www. op-hopurinn.is. 22.00 Magni Ásgeirsson og félagar í hljómsveitinni Killer Queen verða með tón- leika á Græna hattin- um við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið verður opnað kl. 21. 22.00 Hljómsveitin Gæðablóð heldur tónleika á Bar og gallerí 46 við Hverfisgötu 46. 23.00 Úlpa og Hudson Wayne koma fram á tónleikum á Grand Rokki við Smiðjustíg. ➜ Sýningar Í Skotinu, sýningarými Ljósmyndasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu (6. hæð), hefur verið opnuð sýning á ljósmyndum Laurent Friob. Opið virka daga kl. 12- 19, og helgar kl. 13-17. Inger Helene Bóasson sýnir ljósmyndir á stigapalli 3ju og 4ðu hæðar Landa- kotsspítala í Landakoti. Opið alla daga kl. 09-21. ➜ Síðustu forvöð Í Artóteki, 1. hæð Borgarbókasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu, lýkur sýn- ingu Sari Maarit Cedergren á sunnu- daginn. Opið fös. kl. 10-19, lau. og sun kl. 13-17. Sýningu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar á Kjarvalsstöðum við Flókagötu, lýkur á sunnudag. Opið alla daga frá kl. 10-17. ➜ Myrkir músikdagar 12.10 Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari og Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari flytja verk eftir Þorkel Sigur- björnsson, Jón Nordal og Karl O. Run- ólfsson á Kjarvalsstöðum við Flókagötu. 20.00 Á Batteríinu við Hafnarstræti 1-3 verða flutt raftónverk eftir Ríkharð H. Friðriksson, Ragnhildi Gísladóttur, Kolbein Einarsson, Lýdíu Grétarsdótt- ur, Wayne Siegel og Kjartan Ólafsson. 22.00 Anna Þorvalds- dóttir flytur eigin verk á tónleikum í Sölvhóli, sal Listaháskólans við Sölv- hólsgötu. Einnig koma fram Daniel Shapira, Frank Aarnink, Katie Buckley, Hjörtur Jóhann Jónsson og Ólöf Halldórs- dóttir. Myrkir músík- dagar standa yfir til 31. jan. Nánari upplýsingar á www. listir. is/myrkir/. ➜ Dansleikir Dj. Örlygur Smári sér um tónlistina á Skemmtistaðunum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Leikrit 20.00 Leikverkið „Tilbrigði við stef“ eftir Þór Rögnvaldsson í leikstjórn Ingu Bjarnason verður flutt í Iðnó við Von- arstræti. Leikarar: Valgeir Skagfjörð og Gunnar Gunnsteinsson, Lilja Þórisdóttir og Guðrún Þórðardóttir. Nánari upplýs- ingar á www.leikhopar.is. 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sýnir „Bráðum hata ég þig“ eftir Sigtrygg Magnason í Smiðjunni við Sölvhólsgötu. Nánari upplýsingar á www.lhi.is. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Út er að koma bókin Hveragerði, búsetusaga eftir Þorstein Ant- onsson og Normu E. Samúels- dóttur. Þorsteinn leggur til form og efnisfrágang sögunnar en hug- hrif og jarðsamband er komið frá Normu. Hún á ættir að rekja vestur á firði og á ljúfsárar end- urminningar frá Hnífsdal við vestanvert Djúp. Í bókinni segir af mannlífi í Hveragerði, bæ listafólks, sumars og grósku en einnig vetrarnæðings og fólks sem lifir þar haust- og vetrar- tíð ævi sinnar vegna aldurs eða sjúkdóma. Bókina prýða teikningar Braga Einarssonar í Eden. Hveragerði í bók menning@frettabladid.is Iðnó í kvöld kl. 20 Leikverkið Tilbrigði við stef eftir Þór Rögnvaldsson í leik- stjórn Ingu Bjarnason er nú sýnt í Iðnó. Verkið hefst á örleikriti Strindbergs, Hin sterkari (Den starkere), en síðan prjónar Þór aftan við verk Strindbergs fjögur ólík en sam- tvinnuð tilbrigði. Leikarar eru þau Valgeir Skagfjörð, Gunnar Gunnsteinsson, Lilja Þórisdótt- ir og Guðrún Þórðardóttir. > Ekki missa af Fram undan er síðasta sýning- arhelgin á tveimur sýningum í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Þar lýkur málverkasýningu Þorra Hringssonar og ljós- mynda- og myndbandssýn- ingu Jóhannesar Dagssonar, Firnindi. Á Kjarvalsstöðum lýkur svo sýningu Steinunnar Sigurðardóttur fatahönnuðar. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda því hátt í tíu þúsund gestir hafa séð hana. Þrennir tónleikar eru haldnir á vegum Myrkra músíkdaga í dag. Þessari stórglæsilegu tónlistar- veislu lýkur á sunnudaginn. Á Batteríinu, Hafnarstræti 1-3, verða frumflutt sex ný raftónverk eftir þau Ríkharð H. Friðriksson, Ragnhildi Gísladóttur, Kolbein Ein- arsson, Lýdíu Grétarsdóttur, Wayne Siegel og Kjartan Ólafsson. Tónleik- arnir hefjast kl. 20. Á Kjarvalsstöðum leika Auður Hafsteinsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir íslenska tónlist fyrir fiðlu og píanó. Verkin eru þrjú: G-Svíta eftir Þorkel Sigurbjörnsson, sónata eftir Jón Nordal og sónata fyrir fiðlu og píanó op. 14 eftir Karl O. Runólfsson. Þetta eru hádegistón- leikar og hefjast kl. 12.10. Í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands, Sölvhólsgötu 13, verða flutt níu verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, á tónleikum sem ganga undir nafn- inu Rökkur andar hljóði. Verk Önnu eru flutt reglulega um alla Evrópu og í Bandaríkjunum af íslenskum sem erlendum flytjendum. Verk hennar hafa hljómað á hátíðum á borð við Nordic Music Days, Prague Premieres, Festival Nord ischer Klang, Sumartónleika í Skálholti og Ung Nordisk Musik svo fátt eitt sé nefnt. Anna stundar nú doktorsnám við University of California í San Diego í Bandaríkjunum í samstarfi við Rand Steiger, tónskáld og hljóm- sveitarstjórnanda. Meðal þess sem er á döfinni hjá henni er vinna við tónlist fyrir útvarpsleikrit á vegum Ríkisútvarpsins, ritun hljómsveit- arverks sem er pöntun frá Sinfóníu- hljómsveit Íslands vegna verks sem frumflytja á í nýja tónlistar- og ráð- stefnuhúsinu í Reykjavík og kamm- erhljómsveitarverk fyrir UCSD New Music Ensemble sem verður frumflutt í San Diego, Kaliforníu, í mars 2010. Þeir sem koma fram auk Önnu sjálfrar á þessum tónleikum eru Daniel Shapira, sem sér um hljóð- og tæknivinnslu, Frank Aarnink, sem leikur á slagverk og flygil, Katie Buckley, sem leikur á hörpu, og Hjörtur Jóhann Jónsson sem beitir fyrir sig röddinni. Tónleikarnir hefj- ast kl. 22. drgunni@frettabladid.is RÖKKUR OG RAFTÓNVERK RÖKKUR ANDAR HLJÓÐI Verk eftir Önnu Þorvalds- dóttur verða flutt í kvöld. Styrkveitingar menn- ingar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar voru tilkynntar í gær. Til ráð- stöfunar voru 62 milljón- ir króna, sem deilast á 91 umsækjanda. Alls bárust 177 umsóknir. Stórsveit Reykjavíkur var valin Tónlistarhóp- ur Reykjavíkur 2010 og hlýtur styrk upp á tvær milljónir. Sveitin hefur á undanförnum átján árum haldið á annað hundrað tónleika og mun í ár halda áfram að flytja nýja og gamla tónlist með innlendum og erlendum gestum í fremstu röð. Hæsta styrkinn, 4,5 milljónir, hlaut Nýlistasafnið. Safnið stendur nú á tímamót- um, er að flytja í stærra og ódýrara húsnæði að Skúlagötu 28. Í tilefni af því verða haldnar nokkr- ar athyglisverðar sýning- ar og sú fyrsta á erindi við skólabörn í borginni: Barnasviðið – skapandi endurnýtingastöð. Næsthæsta styrkinn, 2,3 milljónir, hlaut Mögu- leikhúsið sem hefur starf- að samfellt frá árinu 1990 og lengi verið eina barna- leikhúsið í höfuðborginni. Á döfinni eru nýjar leiksýningar unnar upp úr íslenskum þjóðararfi. Styrk upp á tvær milljónir hlutu m.a Íslenski dansflokkurinn, Vesturport og Caput-hópurinn. Borgin styrkir listina Ungir sýna sig STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR Tónlistarhópur Reykjavíkur 2010. FÓLK FRAMTÍÐARINNAR Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna og stjórnandinn Daníel Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.