Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 35
Apple kynnti á miðviku- daginn nýjustu græjuna sína iPad. iPad er svo- kölluð töflutölva, lítur út eins og risastór iPhone og virkar á svipaðan hátt. Hún er örþunn, en öflug miðað við það; með 1GHz Apple A4 örgjörva og kemur með 16, 32, 64 gígabæta hörðum diski. Hún vegur aðeins rúmt kíló og er um sentimetri á þykkt. Tölvan hefur ýmsa kosti. Eins og iPhone þá styður iPad hugbúnað frá þriðja aðila. Eftir að Apple opnaði App-verslunina hafa for- ritarar heldur betur tekið við sér og gríðarlegt magn af leikjum og hugbúnaði kemur út á hverjum degi – Apple að kostnaðarlausu. Neytandinn hagnast einnig og þarf ekki að bíða eftir að forritin komi frá Apple. iPad er einnig ódýr og verðið er frá 500 dollur- um, eða um 60 þúsund krónum erlendis. Flestir höfðu spáð því að tölvan myndi kosta frá þúsund dollurum. Þá hefur Steve Jobs, forstjóri Apple, lofað að rafhlaðan endist í allt að tíu klukkutíma á meðan fólk horfir á myndbönd og allt að mánuð í bið. Það er fáránlega gott, en það er spurn- ing hvort að það gangi eftir. En iPad er ekki fullkomin. Ofur- rafhlaðan er innbyggð, þannig að það er ekki hægt að skipta henni út ef hún klikkar. Ódýrasta iPad- tölvan styður ekki 3G háhraðanet, þannig að það þarf að borga að minnsta kosti 629 dollara fyrir það. Tölvan keyrir á sama stýrikerfi og iPhone, en einhverjir hefðu viljað sjá tölvuna keyra OS X-stýrikerfi Apple. Stór galli við kerfið er að það styður ekki Flash, en stór hluti Netsins keyrir á því sem þýðir að stóran hluta af Netinu mun hreinlega vanta. Ljóst er að iPad mun þróast hratt á næstu misserum og þá sjáum við hvernig tölvan kemur út og fyrir hvern hún er í raun og veru. Tölvan er einhvers konar millistig milli síma og fartölvu og menn velta fyrir sér hver á eftir að nota hana. Við spyrjum að leikslokum. POPPGRÆJUR: KOSTIR OG GALLAR IPAD ÞUNN, ÖFLUG EN EKKERT MAC OS X IPAD KYNNT Steve Jobs, for- stjóri Apple, kynnti iPad á mið- vikudag við hátíðlega athöfn. ■ ÍSLENDINGAR BYRJAÐIR AÐ PANTA Samkvæmt upplýsingum frá Apple-umboðinu á Íslandi er fólk þegar byrjað að panta iPad. Fjölmargar fyrirspurnir hafa borist umboðinu, en óvíst er hvað tölvan kemur til með að kosta á Íslandi. Þá er óvíst hvenær hún kemur til landsins, en sala í Bandaríkjunum hefst í mars eða apríl. Þá má búast við að sala hefjist á Íslandi um fjórum vikur síðar. Talið er að Steve Jobs hafi geymt gamlan BMW í stofu í fjórtán herbergja villu sem hann keypti árið 1984 og seldi tíu árum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.