Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.01.2010, Blaðsíða 24
FURÐUVERUR verða í fyrirrúmi á sýningunni Ljóslitlífun í Hafnar- húsi um helgina. Í þessari fjölskyldudagskrá verður leitað að furðuverum, dýrum og plöntum sem birtast á ólíklegustu stöðum á sýningunni og kannað hvernig málverkin flæða út fyrir ramma, mörk og venjuleg rými. „Við höldum því að sjálfsögðu statt og stöðugt fram að allir séu Eur- ovision-aðdáendur inni við bein- ið,“ segir Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, sem opnaði nýverið vef- síðuna Allt um Júróvísjon ásamt Eyrúnu Ellý Valsdóttur vin- konu sinni. Á síðunni er að finna ógrynni af fróðleik um hina sívin- sælu söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, sem verður hald- in í 55. skipti í Noregi í vor. Að sögn Hildar er um alls kyns fróðleik að ræða, bæði nytsam- legan og gagnslausan. Á síð- unni verður fjallað um lögin í íslensku forkeppninni sem fram fer á RÚV, en einnig lögin sem keppa í sjálfri lokakeppninni, í forkeppni annarra landa, önnur mál tengd Eurov- ision og hvað sem þeim stöllum dettur í hug varð- andi keppnina. Hugmyndin að síðunni kom til vegna þess að Hildi og Eyrúnu þótti sár- lega vanta alvöru Eur- ovision-aðdáendasíðu í íslenskum netheimum. „Við erum báðar miklir áhugamenn um keppn- ina og höfum til að mynda bloggað linnu- lítið um Eurovision á okkar eigin bloggsíð- um í gegnum tíðina. Því þótti okkur grá- upplagt að skella þessu öllu saman á eina síðu og höfum verið að dunda okkur við það undanfarið.“ Hún segir viðbrögðin við síð- unni hafa verið mjög góð. „Við fengum hundruð heimsókna fyrstu dagana, enda vitum við um ótalmarga sem fylgjast grannt með keppninni. Við höfum ekki enn ferðast til útlanda til að fylgj- ast með lokakeppni í návígi en það er á stefnuskránni. Draumurinn er að komast út til Noregs í vor, en við sjáum hvað setur,“ segir Hildur. Spurð um eftirlætis Eurovision- lögin í gegnum tíðina segist Hild- ur eiga í nokkrum erfiðleikum með að telja til sérstök lög. „Þau eru svo rosalega mörg góð. Af þessum erlendu held ég mikið upp á partílagið Wild Dancers sem hin úkra- ínska Ruslana sló í gegn með árið 2004 og hef einnig dálæti á ítalska laginu Eres Tu frá 1973. Af þeim íslensku finnst mér Is it true hreinlega vera með þeim flottari sem gerð hafa verið og Nína er alltaf gott. Svo eru það þessir gullmolar sem heyrast lítið eftir að þau detta úr keppni, eins og Skot í myrkri sem Ragn- heiður Gröndal söng í und- ankeppninni árið 2007. Það er eitt af mínum uppá- halds lögum.“ Slóðin á síðuna er jur- ovision.wordpress.com og ættu flestir Eurov- ision-fíklar að finna eitthvað við sitt hæfi þar. kjartan@frettabladid.is Opna Eurovision-síðu Þær Hildur Tryggvadóttir Flóvenz og Eyrún Ellý Valsdóttir hafa nýlega opnað aðdáendasíðu fyrir Eurov- ision, sem er full af ýmsum fróðleik um keppnina. Draumur þeirra er að komast til Noregs í vor. Vinkonurnar Hildur Tryggvadóttir Flóvenz og Eyrún Ellý Valsdóttir opnuðu nýverið aðdáendasíðu Eurovision. Síðan inniheldur ógrynni af fróðleik um söngvakeppnina vinsælu. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM Landsmenn eru hvattir til að skoða og skrá fjölda og tegundir fugla í görðum sínum frá og með deginum í dag til 1. febrúar. Fuglavernd gengst fyrir garðfugla- skoðun nú um helgina sem felst í því að sem flestir greini og skrái niður þá fugla sem stoppa í görð- um þeirra á einum klukkutíma. Markmiðið er að afla upplýsinga um hvaða tegundir eru til staðar og fjölda innan tegunda en einnig að vekja áhuga á fuglum og töfr- um þeirra,“ að sögn Hólmfríðar Arnardóttur, framkvæmdastjóra Fuglaverndar. Hún segir gott að hæna fuglana að með því að gefa þeim. „Við viljum líka fá fólk til þess að fóðra fugla reglubundið, það er uppbyggjandi tómstunda- gaman og mikil aðstoð við garð- fugla í oft harðri lífsbaráttu,“ segir hún og tekur fram að misjafnt sé hvaða fóður henti hverri tegund en upplýsingar um það sé að finna á www.fuglavernd.is. Þar geta þátt- takendur fuglatalningarinnar einn- ig skráð niðurstöður sínar og sent þær inn rafrænt. Í tilefni af þessu átaki Fugla- verndar býður hún upp á fuglaskoð- un á morgun, laugardag, klukkan tvö. Hist verður á bílastæðinu við Fossvogskirkjugarð. - gun Út í garð að telja fuglana Skógarþröstur og svartþröstur. Sá síðar- nefndi er tiltölulega nýr landnemi sem þiggur fúslega matargjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Wild Dancers með Ruslönu og Is it true með Jóhönnu Guðrúnu eru meðal uppáhalds Eurovision-laga Hildar. OUTLET – LAUGAVEGI 94 Opnunartími: mán. til fös. 11:00 – 18:00. Laug. 11:00 – 16:00. MC PLANET Outlet • Laugarvegur 94 • 101 Reykjavík. • Sími 552 8090 Nýjar vörur á útsö lu LOKADAGAR ÚTSÖLUMARKAÐS STÓRLÆKKAÐ VERÐ 3000 kr. 5000 kr. 7000 kr. 9000 kr. AF ÖLLUM RÚSSKINNSHÖNSKUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.