Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 60

Fréttablaðið - 30.01.2010, Page 60
32 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR E ins og margir vita voru Wipeout-þættirnir sem hafa verið sýndir að undanförnu teknir upp á suðrænum slóðum hinum megin á hnettinum, eða í Argentínu. Sumir komust lengra en aðrir í keppninni eins og gengur og gerist en það að komast ekki alla leið þýddi þó engan heimsendi. Þegar einar dyr lokast opnast yfirleitt aðrar og í þessu tilfelli opnuðust dyrn- ar fyrir mig og fleiri Íslendinga að heimavelli eins frægasta og dáðasta fótboltaliðs Argentínu, Boca Juniors. Þar atti liðið kappi við Vélez Salsfield í 7. umferð efstu deildar þar í landi og var eftirvæntingin í hópnum að sjálf- sögðu mikil, jafnvel hjá þeim sem höfðu fram að þessu haft lítinn sem engan áhuga á fótbolta. Hópurinn var sóttur í lítilli rútu á hótelið sem var í miðborg Búenos Aíres og keyrður í átt að leikvangin- um, sem er í miðju íbúahverfi borg- arinnar sem nefnist La Boca. Eftir að hafa gengið stuttan spöl sáum við leikvanginn, Estadio Alberto J. Arm- ando eða La Bombonera eins og hann er kallaður, gnæfa gulan og bláan upp úr fátæklegu hverfinu. Fararstjór- inn hvatti okkur til að passa upp á öll verðmæti, enda alþekkt að túristar verði fyrir barðinu á óprúttnum þjóf- um á vellinum. Ekki var heldur verra ef við keyptum okkur varning tengd- an liðinu til að koma okkur í mjúkinn hjá annars æstum áhangendum Boca sem eru þekktir fyrir skrílslæti sín. Hroki heimamanna Þegar inn á leikvanginn var komið blasti við óvenjuleg sjón því fótbolta- leikur var í fullum gangi og þegar nánar var að gáð var þarna á ferð- inni viðureign á milli unglingaliða Boca og Vélez. Í Evrópu er venjan sú að hlífa grasvöllunum fyrir fótbolta- leiki til að hafa þá í sem bestu ásig- komulagi þegar flautað er til leiks en þarna var raunin önnur. Óvenjulegt, svo ekki sé nú meira sagt. Eftir að leiknum lauk trítluðu leik- menn Vélez inn á völlinn til að hita upp, eins og venjan er. Ekkert bólaði þó á heimamönnum í Boca og fannst mér nokkuð undarlegt hversu lengi þeir ætluðu að bíða með að hita upp. Hvers konar hroki var þetta eigin- lega? Stemningin á vellinum jókst jafnt og þétt þegar nær dró leiknum og spennan lá í loftinu. Í stúkunni rétt hjá okkur, sem var fyrir aftan annað markið, sátu hörðustu stuðn- ingsmenn Boca og voru byrj- aðir hálftíma fyrir leik að syngja hástöfum lög til heið- urs sínum mönnum. Á slóðum Maradona Þar sem ég týndi núm- eruðum miða mínum þurfti ég í fyrri hálf- leik að finna mér laust sæti í stúkunni fyrir neðan hópinn minn og lenti ég innan um Boca-stuðnings- menn sem voru duglegir við að kasta hægri hendinni sér- kennilega fra m t i l stuðnings sínum mönnum. Við hlið- ina á mér sat argent- ínskur maður um fertugt sem hafði verið stuðningsmaður Boca frá því í barnæsku. Þá hreifst hann að ungum knatt- spyrnumanni sem var að stíga sín fyrstu spor, sjálfum Diego Armando Maradona, sem á ferli sínum skoraði 35 mörk í 70 leikjum fyrir Boca. Mar- adona á einmitt sitt áhorfendabox á leikvanginum og auðvitað er það við hliðina á boxi forseta félagsins, Jorge Amor Ameal. Sessunautur minn benti mér hins vegar á að Maradona væri ekki á vellinum í þetta sinn og olli það nokkrum vonbrigðum að fá ekki að berja þetta knattspyrnugoð augum. Harðar tæklingar Jæja, nú var aðkomuliðið að klára að hita upp og enn bólaði ekkert á leik- mönnum Boca. Kom það upp úr kaf- inu að þeir hita aldrei upp á aðalvell- inum, sem er sannarlega undarlegt en svo sem í takt við ýmislegt annað. Skyndilega birtust þeir svo rétt fyrir leik, sjóðheitir upp úr undirgöngun- um, undir háværum söng stuðnings- manna sinna. Veislan var að hefjast. Fljótlega kom í ljós að þetta var öðruvísi fótbolti en maður á að venj- ast frá meginlandi Evrópu. Spila- mennskan var ekki endilega sú fal- legasta sem maður hefur séð auk þess sem leikmenn voru frekar grófir og hikuðu ekki við að henda sér í tækling- ar. Athyglisvert var að þeir lágu aldrei eftir á vellinum eftir tæklingarnar og stóðu þess í stað jafnharðan upp aftur eins og ekkert hefði í skorist. Skallamark frá miðju Gestirnir skoruðu fyrsta markið snemma leiks og það merkilega var að söngur Boca-stuðningsmannanna jókst í kjölfarið, sem er til marks um ótrúlegan stuðninginn, enda fót- bolti löngum talinn til trúarbragða í Suður-Ameríku. Leikurinn hélt áfram og í stöðunni 1-2 fyrir Vélez fékk Riquelme, besti maður Boca, aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn og setti boltann beint upp í samskeytin. Sannarlega glæsilegt jöfnunarmark en það komst þó ekki í hálfkvisti við 3:2 sigurmark Martins Paler- mo, sóknarmanns Boca. Markmað- ur Vélez ætlaði að dúndra boltanum fram eftir að hafa fengið hann til baka frá varnarmanni en ekki vildi betur til en að hann fór beint í haus- inn á Palermo, sem stýrði honum í autt markið frá miðju. Ótrúlegt en satt! Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ætlaði hreinlega allt að verða vitlaust á vellinum. Tuttugu mínútum síðar var leik- urinn flautaður af og leikmenn- irnir tíndust burt af vellinum en hörðustu stuðningsmennirnir voru hvergi nærri hættir. Næsta hálftím- ann sungu þeir hástöfum lögin sín á meðan aðeins lágvært píp heyrðist í mun færri stuðningsmönnum Vélez efst í stúkunni á móti. Boca-stuðn- ingsmennirnir sungu þá satt best að segja í kaf og hættu ekki fyrr en gestirnir voru allir farnir á brott. Já, sannarlega magnaðir stuðnings- menn sem eiga enga sína líka. Þessi argentínski fótboltaleikur var frábær upplifun frá upphafi til enda sem mun renna mér og hinum Íslendingunum sem fóru á völlinn seint úr minni. Stuðningsmenn Boca stálu senunni á La Bombonera SIGURMARK Martin Palermo fagnar sigurmarki sínu gegn Vélez. FRÉTTABLAÐIÐ /FREYR BJARNASON Stofnað: 1905 Meistaratitlar á Argentínu: 23 Heimavöllur: Estadio Alberto J. Armando (La Bombonera) Áhorfendafjöldi: 61 þúsund Frægir frá Boca: Maradona, Riqu- élme, Tévez, Palermo Höfuðandstæðinur: River Plate Fróðleikur: Boca-líkkistur eru fáan- legar fyrir heitustu aðdáendurna. Geta þeir látið grafa sig í opinberum Boca-grafreit. Boca Juniors Fótboltaleikur argentínsku liðanna Boca Juniors og Vélez Salsfi- eld í Búenos Aíres í októb- er var frábær skemmtun og dálítið öðruvísi spilamennska en maður á að venjast á meg- inlandi Evrópu. Freyr Bjarna- son skrifar um upplifun sína af hinum fræga heima- velli Boca, La Bombonera. FLOTTIR STUÐNINGS- MENN Hörðustu stuðn- ingsmenn Boca Juniors sungu allan tímann meðan á leiknum stóð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.