Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 30.01.2010, Qupperneq 60
32 30. janúar 2010 LAUGARDAGUR E ins og margir vita voru Wipeout-þættirnir sem hafa verið sýndir að undanförnu teknir upp á suðrænum slóðum hinum megin á hnettinum, eða í Argentínu. Sumir komust lengra en aðrir í keppninni eins og gengur og gerist en það að komast ekki alla leið þýddi þó engan heimsendi. Þegar einar dyr lokast opnast yfirleitt aðrar og í þessu tilfelli opnuðust dyrn- ar fyrir mig og fleiri Íslendinga að heimavelli eins frægasta og dáðasta fótboltaliðs Argentínu, Boca Juniors. Þar atti liðið kappi við Vélez Salsfield í 7. umferð efstu deildar þar í landi og var eftirvæntingin í hópnum að sjálf- sögðu mikil, jafnvel hjá þeim sem höfðu fram að þessu haft lítinn sem engan áhuga á fótbolta. Hópurinn var sóttur í lítilli rútu á hótelið sem var í miðborg Búenos Aíres og keyrður í átt að leikvangin- um, sem er í miðju íbúahverfi borg- arinnar sem nefnist La Boca. Eftir að hafa gengið stuttan spöl sáum við leikvanginn, Estadio Alberto J. Arm- ando eða La Bombonera eins og hann er kallaður, gnæfa gulan og bláan upp úr fátæklegu hverfinu. Fararstjór- inn hvatti okkur til að passa upp á öll verðmæti, enda alþekkt að túristar verði fyrir barðinu á óprúttnum þjóf- um á vellinum. Ekki var heldur verra ef við keyptum okkur varning tengd- an liðinu til að koma okkur í mjúkinn hjá annars æstum áhangendum Boca sem eru þekktir fyrir skrílslæti sín. Hroki heimamanna Þegar inn á leikvanginn var komið blasti við óvenjuleg sjón því fótbolta- leikur var í fullum gangi og þegar nánar var að gáð var þarna á ferð- inni viðureign á milli unglingaliða Boca og Vélez. Í Evrópu er venjan sú að hlífa grasvöllunum fyrir fótbolta- leiki til að hafa þá í sem bestu ásig- komulagi þegar flautað er til leiks en þarna var raunin önnur. Óvenjulegt, svo ekki sé nú meira sagt. Eftir að leiknum lauk trítluðu leik- menn Vélez inn á völlinn til að hita upp, eins og venjan er. Ekkert bólaði þó á heimamönnum í Boca og fannst mér nokkuð undarlegt hversu lengi þeir ætluðu að bíða með að hita upp. Hvers konar hroki var þetta eigin- lega? Stemningin á vellinum jókst jafnt og þétt þegar nær dró leiknum og spennan lá í loftinu. Í stúkunni rétt hjá okkur, sem var fyrir aftan annað markið, sátu hörðustu stuðn- ingsmenn Boca og voru byrj- aðir hálftíma fyrir leik að syngja hástöfum lög til heið- urs sínum mönnum. Á slóðum Maradona Þar sem ég týndi núm- eruðum miða mínum þurfti ég í fyrri hálf- leik að finna mér laust sæti í stúkunni fyrir neðan hópinn minn og lenti ég innan um Boca-stuðnings- menn sem voru duglegir við að kasta hægri hendinni sér- kennilega fra m t i l stuðnings sínum mönnum. Við hlið- ina á mér sat argent- ínskur maður um fertugt sem hafði verið stuðningsmaður Boca frá því í barnæsku. Þá hreifst hann að ungum knatt- spyrnumanni sem var að stíga sín fyrstu spor, sjálfum Diego Armando Maradona, sem á ferli sínum skoraði 35 mörk í 70 leikjum fyrir Boca. Mar- adona á einmitt sitt áhorfendabox á leikvanginum og auðvitað er það við hliðina á boxi forseta félagsins, Jorge Amor Ameal. Sessunautur minn benti mér hins vegar á að Maradona væri ekki á vellinum í þetta sinn og olli það nokkrum vonbrigðum að fá ekki að berja þetta knattspyrnugoð augum. Harðar tæklingar Jæja, nú var aðkomuliðið að klára að hita upp og enn bólaði ekkert á leik- mönnum Boca. Kom það upp úr kaf- inu að þeir hita aldrei upp á aðalvell- inum, sem er sannarlega undarlegt en svo sem í takt við ýmislegt annað. Skyndilega birtust þeir svo rétt fyrir leik, sjóðheitir upp úr undirgöngun- um, undir háværum söng stuðnings- manna sinna. Veislan var að hefjast. Fljótlega kom í ljós að þetta var öðruvísi fótbolti en maður á að venj- ast frá meginlandi Evrópu. Spila- mennskan var ekki endilega sú fal- legasta sem maður hefur séð auk þess sem leikmenn voru frekar grófir og hikuðu ekki við að henda sér í tækling- ar. Athyglisvert var að þeir lágu aldrei eftir á vellinum eftir tæklingarnar og stóðu þess í stað jafnharðan upp aftur eins og ekkert hefði í skorist. Skallamark frá miðju Gestirnir skoruðu fyrsta markið snemma leiks og það merkilega var að söngur Boca-stuðningsmannanna jókst í kjölfarið, sem er til marks um ótrúlegan stuðninginn, enda fót- bolti löngum talinn til trúarbragða í Suður-Ameríku. Leikurinn hélt áfram og í stöðunni 1-2 fyrir Vélez fékk Riquelme, besti maður Boca, aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn og setti boltann beint upp í samskeytin. Sannarlega glæsilegt jöfnunarmark en það komst þó ekki í hálfkvisti við 3:2 sigurmark Martins Paler- mo, sóknarmanns Boca. Markmað- ur Vélez ætlaði að dúndra boltanum fram eftir að hafa fengið hann til baka frá varnarmanni en ekki vildi betur til en að hann fór beint í haus- inn á Palermo, sem stýrði honum í autt markið frá miðju. Ótrúlegt en satt! Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna og ætlaði hreinlega allt að verða vitlaust á vellinum. Tuttugu mínútum síðar var leik- urinn flautaður af og leikmenn- irnir tíndust burt af vellinum en hörðustu stuðningsmennirnir voru hvergi nærri hættir. Næsta hálftím- ann sungu þeir hástöfum lögin sín á meðan aðeins lágvært píp heyrðist í mun færri stuðningsmönnum Vélez efst í stúkunni á móti. Boca-stuðn- ingsmennirnir sungu þá satt best að segja í kaf og hættu ekki fyrr en gestirnir voru allir farnir á brott. Já, sannarlega magnaðir stuðnings- menn sem eiga enga sína líka. Þessi argentínski fótboltaleikur var frábær upplifun frá upphafi til enda sem mun renna mér og hinum Íslendingunum sem fóru á völlinn seint úr minni. Stuðningsmenn Boca stálu senunni á La Bombonera SIGURMARK Martin Palermo fagnar sigurmarki sínu gegn Vélez. FRÉTTABLAÐIÐ /FREYR BJARNASON Stofnað: 1905 Meistaratitlar á Argentínu: 23 Heimavöllur: Estadio Alberto J. Armando (La Bombonera) Áhorfendafjöldi: 61 þúsund Frægir frá Boca: Maradona, Riqu- élme, Tévez, Palermo Höfuðandstæðinur: River Plate Fróðleikur: Boca-líkkistur eru fáan- legar fyrir heitustu aðdáendurna. Geta þeir látið grafa sig í opinberum Boca-grafreit. Boca Juniors Fótboltaleikur argentínsku liðanna Boca Juniors og Vélez Salsfi- eld í Búenos Aíres í októb- er var frábær skemmtun og dálítið öðruvísi spilamennska en maður á að venjast á meg- inlandi Evrópu. Freyr Bjarna- son skrifar um upplifun sína af hinum fræga heima- velli Boca, La Bombonera. FLOTTIR STUÐNINGS- MENN Hörðustu stuðn- ingsmenn Boca Juniors sungu allan tímann meðan á leiknum stóð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.